Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 22

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 22
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfrœðingar vinna margháttuð störf. Flestir vinna á sjúkrastofnunum eða við heilsugœslu. Aðrir vinna forvarnarstörf úti íþjóðfélag- inu, sjálfstœtt eða í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. A vinnuverndarári er vert að huga að starfsumhverfi hjúkr- unarfrœðinga og þeim hœttum, sem þar kunna að leynast. Til hagræðis verður þessu skipt niður í kafla eftir efnisflokkum, svo að hver og einn hjúkruanrfræðingur eigi auðveldara með að finna það sem stendur honum næst. Til hlið- sjónar við samningu greinarinnar voru nokkrar yfirlitsgreinar um vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga. Tan (1991), Moore (1991) og Sam- awickrama (1987) hafa skrifað um þetta efni og vísa til fjölmargra greina, þar sem unnt er að afla sér frekari fróðleiks um ákveðin efni. Þessi samantekt er engan veginn tæmandi, aðeins tilraun til að vekja hjúkrunarfræðinga til umhugsunar um starfsumhverfi sitt. Sýkingar Lifrarbólgur Hjúkrunarfræðingar eiga á hættu að smitast af ýmsum sjúkdómum. Lifrarbólguveiran (hepatitis B) berst með blóði og því er mikilvægt að forðast að stinga sig á blóðugum nálum eða öðrum oddhvössum hlutum og gæta þess að blóð úr öðrum einstaklingi komist ekki í afrifur eða opin sár, t.d. á höndum. Til þess að koma í veg fyrir sýkingu hefur heilbrigðisstarfsmönnum sums staðar verið boðið upp á endur- teknar bólusetningar. Vörnin er þó ekki fullkomin þar eð komið hefur í ljós, að þeir eru til sem ekki mynda mótefni eftir bólusetningu og enn eru menn ekki á einu máli um hve ónæmi eftir bólusetningarnar er var- anlegt. Gestal (1987) skrifaði grein um sýkingarhættu á sjúkrahúsum. Lifrarbólguveira C (hepatitis C) er veira sem fundist hefur og reynist oft vera völd að þeirri lifrarbólgu sem kölluð er „non-A non-B“ eða „hvorki A né B“. Arthur Löve (1991) skrifaði nýlega grein um þessa veiru í Læknablaðið. Alnœmi Enda þótt aðeins fáeinir heilbrigðis- starfsmenn hafi smitast svo vitað sé af alnæmisveirunni á þann hátt, að þeir hafi stungið sig með blóðugum nálum eða fengið smitað blóð á slímhúð eða í opin sár, er sjálfsagt að hafa þennan möguleika í huga. Það er gott til þess að vita, að reynslan hefur sýnt, að hættan á að smitast er lítil þótt svo slysalega takist til, að fólk stingi sig á menguðum nálum eða smitandi blóð slettist á slímhúð. En allur er varinn góður. Ævinlega ber að gæta þeirra varúðarreglna, sem settar hafa verið til að verjast öðru blóðsmiti (t.d. lifrarbólgum). Alnæmi er einn af fleiri sjúkdóm- um, sem smitast með blóði. Það er affarsælast að verjast þeim öllum í einu. Vegna þessa eru flestir á þeirri skoðun, að ekki sé skynsamlegt að merkja sérstaklega blóðsýni, sem vitað er að koma frá HlV-sýktum. einstaklingum. í fyrsta lagi er ekki unnt að ábyrgjast að annað blóð sé smitfrítt. í öðru lagi er talið að ótti heilbrigðisstarfsmanna, sem vita að þeir eru með smitandi blóð milli handanna, geti beinlínis stuðlað að slysum. Þrátt fyrir að ötullega sé unnið að því að stemma stigu við útbreiðslu alnæmis, er því spáð, að fjöldi smit- aðra aukist til muna, og þar eð engin lækning er ennþá til, er sjálfsagt að gæta fyllstu varkárni. Önnur vanda- mál hafa komið upp í sambandi við þennan sjúkdóm. Órökstudd hræðsla við smit kemur á margvíslegan hátt niður á smituðum einstaklingum. Heilbrigðisstarfsmenn, sem hafa smitast, eru þar engin undantekning, Brattebö og Wisborg (1990) og Becker, Cone og Gerberding (1989). 22 HJÚKRUN '/« - 68. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.