Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 47

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 47
» FRÉTTIR « herbergi á Hótel Norðurlandi, en skráning á ráðstefnuna er hjá Torf- hildi S. Þorgeirsdóttur, deildarfull- trúa Heilbrigðisdeildar, sími 96- 11770. Rannsóknarsmiðja. Á föstudags- eftirmiðdögum á vormisseri er rann- sóknarsmiðja í heilbrigðisdeild þar sem haldnir eru fyrirlestrar um aðferðafræði og kynnt framvinda þeirra rannsókna sem í gangi eru hjá kennurum heilbrigðisdeildar og 4. árs nemendum. Þegar fram líða stundir er ætlunin að þetta verði öllum opið og j afnframt vonar undir- rituð að þetta geti í framtíðinni orðið vísir að umræðu um þverfaglegar rannsóknir innan deildarinnar og síðar háskólans alls. Sérskipulagt B.S. nám fyrir hjúkr- unarfræðinga. Ég tel það ákaflega mikilvægt að allir hjúkrunarfræð- ingar sem hafa námslöngun og/eða hyggja á mastersnám eigi kost á sér- skipulögðu B.S. námi sem taki fullt tillit til fyrri menntunar og reynslu. Eitt af því fyrsta sem ég því tók mér fyrir hendur þegar ég kom hingað norður síðastliðið haust var að skipu- leggja sérstaka B.S. námsleið fyrir hjúkrunarfræðinga. Þetta reyndist auðvelt, og naut ég í því efni reynsl- unnar af svipuðu starfi innan Háskóla íslands. Námskráin var samþykkt í nóvember á síðasta ári og er með miklu vali, eða 20 ein. af 60 eins og við Háskóla íslands, og hjúkrunarfræðingar með Nýja hjúkrunarskólann eða sambærilegt nám með styttingu allt að 20 ein- ingum til viðbótar. Hægt er að taka námið á 6 árum þannig að hjúkrun- arfræðingar geta nýtt sér þetta sem ódýra leið til viðbótar- og endur- menntunar. Þannig hugsuðum við Þetta. Síðan hefur reyndar margt hreyst. Vegna mikils niðurskurðar í skólakerfinu verða líklega sett skóla- gjöld sem munar um, og þar að auki er allt sem er nýtt skorið niður í ár. í*að eru því allar líkur á því að sér- skipulagða B.S. námið verði að bíða um eitt ár og byrji ekki fyrr en haustið 1993. Hvað sem því líður er hjúkrunarfræðingum heimilt að sitja í námskeiðum við skólann án stúd- entsprófs, en reglugerð fyrir HA gerir þó ráð fyrir því að ef sótt eru námskeið á 3. og 4. ári til prófs þurfi að leggja beiðni þar um fyrir deild- arfund. Að lokum. Ég vil að endingu hvetja alla hjúkrunarfræðinga, sem hafa áhuga á umönnun krabba- meinssjúkra að skrá sig hið fyrsta á ráðstefnuna. Salurinn tekur aðeins rúmlega 100 manns í sæti og þeir fá sem fyrstir sig skrá. Sigríður Halldórsdóttir forstöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri ★ Austurlandsdeild Hjúkrunarfélags Islands hélt „Ráðstefnu um geðheil- brigðismál á Austurlandi" þann 1. nóvember sl. að Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum Ráðstefnan var haldin m.a. vegna þeirra umræðna sem upp hafa komið í kjölfar þeirra mörgu sjálfsvíga sem ungmenni hér á Austurlandi hafa framið undanfarinn áratug. Tilgangur ráðstefnunnar var að ráðstefnugestir gerðu sér gleggri grein fyrir: - Hvernig geðheilbrigðismálum væri háttað á Austurlandi. - Hvert væri umfang geðrænna vandamála. - Hvaða úrræði væru fyrir hendi. - Hvaða forgangur þyrfti að vera á úrlausnum í geðheilbrigðismálum í fjórðungnum. Markmið með ráðstefnunni voru: - Stuðningur og fræðsla fyrir alla þá sem tengjast málefninu með ein- hverjum hætti í störfum sínum. - Opnari umræða um geðheilbrigðis- mál í fjórðungnum. - Að greind yrði þörf geðverndar og vandi geðsjúkra og ættingja þeirra yrði ljósari. - Að benda á úrræði og hvernig hægt væri að nálgast þau. Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru fengnir víða að og sögðu þeir frá reynslu sinni og störfum á sviði geð- verndar og geðheilbrigðismála. Fyrirlesarar voru m.a. geðhjúkr- unarfræðingar, aðstandandi, prestur, geðlæknar og kennarar. Á eftir fyrirlestrunum voru pallborðs- umræður þar sem frummælendur sátu fyrir svörum. Ráðstefnan var vel sótt, u.þ.b. 80 manns, og var ánægjulegt að sjá að áhugi á þessu málefni náði út fyrir fjórðunginn því gestir komu bæði úr geðheilbrigðisgeiranum í Reykjavík og frá Akureyri. Eftirfarandi niðurstöður og hug- myndir komu fram um úrbætur í geðheilbrigðismálum á Austurlandi. Leysa vanda fársjúkra STRAX, t.d. sambýli fyrir 5-6 einstaklinga með sólarhringsþjónustu. Stórauka ráðgjöf til fagfólksins á svæðinu. Auka samvinnu hinna ýmsu þjón- ustuhópa, s.s. heilsugæslu, félags- legrar þjónustu, sálfræðiþjónustu skóla og svæðisstjórnar um málefni fatlaðra og allra þeirra þátta er þjón- usta fjölskylduna. Koma á farandþjónustu sérfræð- inga til landsbyggðarinnar og efla skipulagða símaráðgjöf til þeirra er sinna skjólstæðingum. Veita fagfólki á svæðinu leiðbein- ingu og þjálfun í kreppumeðferð og samtalstækni (svo fleiri geti hjálpað fleirum). E.t.v. að sameinast um námskeið fyrir hjúkrunarfólk, lækna, kennara, fóstrur, félagsmálafulltrúa o.s.frv. á hverjum stað. Auka sálfræðiráðgjöf skóla og fá sálfræðiráðgjöf einnig inn í leikskól- ana. Sveitastjórnir hlúi að uppbyggi- legu unglingastarfi og að lögð verði mikil áhersla á allt forvarnarstarf. Auka þjónustu við foreldra, t.d. með uppeldisráðgjöf og fræðslu um hvert hægt er að snúa sér með vanda- mál. HJÚKRUN '/« - 68. árgangur 43

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.