Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 42

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 42
» FRÉTTIR « Flokkar Fjöldi kc Umsóknir 10 Skrároglistar 13 Fundargerðir 11 Sérmál - raðað eftir efni 78 Ljósmyndir 3 Prófogeinkunnir 13 Teikningar 1 Samtals fyllti skjalasafnið 129 öskjur eftir að það hafði verið grisjað og hreinsað. Af þessum skjalaflokk- um eru sérmálin lang umfangsmest, 78 öskjur. Undir þau flokkast öll bréfaskipti, skýrslur af ýmsu tagi og í raun öll skjöl sem ekki falla undir aðra málaflokka. Tvítök af ljós- myndum voru afhent Hjúkrunar- félagi íslands. f>ar eru nú varðveitt eintök af öllum brautskráningar- myndum hjúkrunarkvenna og -fræð- inga. Safnið er heilsteypt og fjöl- breytt. Auk þess sem rekja má feril hvers nemanda, er unnt að lesa sögu hverrar námsgreinar og sjá hvernig nám í fagskóla þróaðist til háskóla- náms. Möguleikar til rannsókna eru því í raun aðeins takmarkaðir við ímyndunarafl fræðimannsins. Safninu fylgir skjalaskrá þar sem leita má eftir málaflokkum. Ef leita á að tilteknum hlutum í safninu er aðgengilegast að fletta í nafna- og atriðaorðaskrá sem er aftast í skjala- skránni. Nemendur skólans höfðu með sér félag, Hjúkrunarnemafélag íslands. Flest skjöl frá félaginu (5 öskjur) fylgdu skjalasafni skólans. Nokkur hluti þeirra mun hafa farið til Hjúkr- unarfélags íslands. Skrá yfir skjöl Hjúkrunarnemafélagsins fylgir skjalaskrá skólans. Hjúkrunarskólinn átti dágott bókasafn, bæði fagbækur og skáldrit sem nemendur höfðu aðgang að. Flest skáldritin voru gefin til hjúkr- unarheimilsins Sunnuhlíðar í Kópa- vogi, samtals 475 bækur. Fagbók- unum hefur verið komið fyrir í geymslu í kjallara Eirbergs og verða því í vörslu Námsbrautar í hjúkr- unarfræði innan skamms. Þær Sig- þrúður Ingimundardóttir, Stefanía Sigurjónsdóttir og Lilja Óskarsdóttir sáu um að raða þeim upp. Nokkur hluti fjölrita hefur verið tekinn inn í skjalasafnið, þ.e. námsskrár, hjúkr- unarhandbækur og fleira, sem var beint á vegum skólans, og er óvíst að það fyrirfinnist annars staðar. Upplýsingar um próf hjúkrunar- fræðinga úr Hjúkrunarskóla íslands hjá Námsbraut í hjúkrunarfrœði Ákveðið var að skrifstofa Náms- brautar í hjúkrunarfræði veitti hjúkrunarfræðingum frá Hjúkrunar- skóla íslands upplýsingar um próf og námsárangur. Því eru afrit af próf- skírteinum (PHSÍ3) varðveitt á skrifstofu Námsbrautar í hjúkrunar- fræði. Skjalasafn Hjúkrunarskóla íslands er varðveitt hjá Námsbraut í hjúkrunarfræði. Þeirsem hafaáhuga á að skoða gögnin geta haft samband við skrifstofu eða bókasafn Náms- brautar í hjúkrunarfræði. Skjala- skrána er einnig að finna hjá Skjala- safni Háskóla íslands, Þjóðskjala- safni íslands og Háskólabókasafni. Þeir sem vilja leita frekari frum- heimilda um hjúkrunarmenntun á íslandi er bent á að skoða skjalasafn Landlæknisembættisins, skjalasafn Menntamálaráðuneytisins í Þjóð- skjalasafni íslands og skjalasafn Hjúkrunarfélags íslands sem Krist- jana Kristinsdóttir hefur nýlega skráð. Hinn 28. nóvember 1991 Magnús Guðmundsson Skjalasafni Háskóla íslands ★ Fréttatilkynning frá Námsbraut í hjúkrunarfræði Hjúkrunarfræðingum býðst nú í annað sinn viðbótarnám til klín- ískrar sérhæfingar við Námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Sl. haust hófst viðbótarnám í bráða- hjúkrun sem enn stendur yfir. Næsta haust er fyrirhugað að í boði verði viðbótarnám í hjúkrun sjúklinga með geðræn vandamál - geðhjúkr- un. Eydís Sveinbjarnardóttir, lektor í geðhjúkrun, sér um skipulagningu námsins. Fyrirhugað er að námið taki 9 mánuði, frá byrjun sept. 1992 til loka maí 1993. Bóklegt nám er 5 mánuðir og verklegt nám eða starfsþjálfun 4 mánuðir. Nánari lýsing á heildar- skipulagi námsins og innihaldi þess mun birtast í kennsluskrá háskólans fyrir árið 1992-1993. Námið miðar að því að hjúkrun- arfræðingar öðlist þekkingu, færni og viðhorf, sem nauðsynleg eru til að veita fagmannlega og árangursríka geðhjúkrun, á geðdeildum, öðrum sjúkradeildum og á heilsugæslu- stöðvum. Hjúkrunarfræðingar í Hjúkrunarfélagi íslands eru hvattir til að kynna sér drögin að þessu við- bótarnámi í geðhjúkrun hjá Eydísi Sveinbjarnardóttur. Hún er með viðtalstíma á þriðjudögum kl. 12-13 í síma 694975. Eydís hvetur alla þá félagsmenn sem áhuga hafa á viðbót- arnámi í geðhjúkrun að hafa sam- band við sig á áðurnefndum viðtals- tíma. ★ Opið hús Stjórn HFÍ hefur ákveðið að standa fyrir opnu húsi í húsa- kynnum félagsins að Suður- landsbraut 22, mánaðarlega. Hugmyndin er að félögum gef- ist kostur á að ræða málefni er snerta hjúkrunarfræðinga félags- lega og faglega eða eru efst á baugi hverju sinni. Aðilar úr stjórn félagsins munu mæta á fundina. Ákveðið er að þessir fundir verði haldnir fyrsta þriðjudag í hverjum mán- uði frá kl. 16-18. Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að mæta, notfæra sér möguleika til skoðanaskipta og koma málefnum sínum á fram- færi. Stjórn HFÍ 38 HJÚKRUN V92 - 68. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.