Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 24

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 24
» FAGMÁL « vinnandi fólks og störf hjúkrunar- fólks bjóða þessari hættu heim. Umönnun sjúklinga reynir á bakið, en ekki síður tilfærsla á rúmum og öðrum þungum hlutum. Að kunna til verka er mikilvægt til að koma í veg fyrir meiðsl og verki og að nota þau hjálpartæki, sem fyrir hendi eru, eða afla þeirra að öðrum kosti. Bak- verkir og bakmeiðsl eru algengari meðal sjúkraliða en hjúkrunarfræð- inga, og ætti engum að koma á óvart. Hjúkrunarfræðingum ber að sjá til þess að réttum vinnuaðferðum sé beitt og að sem mest sé til og notað af þeim hjálpartækjum, sem létta fólki störfin, Videman o.fl. (1988). Líkamsárásir Það er fyrst og fremst á slysavarðs- stofum og geðdeildum, sem hjúkr- unarfólk getur átt von á líkamsárás- um. Enda þótt líkamlegir áverkar séu oft minniháttar geta árásir af þessu tagi haft mikil áhrif á þann, sem fyrir verður. Þær geta valdið kvíða, svefntruflunum og langvar- andi spennu, Whittington og Wykes (1989). Geislun Geislun má skipta í tvennt. Ann- ars vegar er um að ræða jónandi, hins vegar ekki jónandi geislun. Nei- kvæð áhrif jónandi geislunar eru vel þekkt: Krabbamein, erfðagallar, áhrif á fóstur og geislaveiki. Hjúkr- unarfræðingar sem vinna á rönt- gendeildum eða hafa með að gera sjúklinga, sem eru meðhöndlaðir með geislun, þurfa að gæta að því að reglum varðandi geislun sé fylgt. Geislun vegna leysis (laser) er dæmi um ekki-jónandi geislun. Sjónu- skemmdir (retina-) geta orðið vegna beinnar geislunar eða ef geislinn endurkastast af glampandi yfirborði. Jankowski (1984) skrifaði um geisl- un, sem hjúkrunarfræðingar á hjartadeild urðu fyrir. íslenskar reglur og leiðbeiningar Hjá Vinnueftirliti ríkisins hafa verið gefnar út reglur og leiðbein- ingar um ýmislegt í vinnuumhverf- inu, sem máli skiptir. T.d.: Mengun- armörk og aðgerðir til að draga úr mengun, Hávaðavarnir á vinnu- stöðum og heyrnareftirlit starfs- manna, Hávaði á vinnustað, Reglur um húsnæði vinnustaða, Starfs- mannarými, Inniloft og líðan fólks, Vinna við tölvu, Rétt líkamsbeiting og Bakþankar. Þessir bæklingar og miklu fleiri eru fáanlegir hjá Vinnu- eftirlitinu og eru ýmist ókeypis eða ódýrir. Sál og samfélag Hjúkrunarfræðingar finna oft fyrir streitu í starfi og vaktavinna veldur auknu andlegu álagi. Sjálfsmorð eru tíð í þeirra hópi ef miðað er við aðra starfshópa kvenna. Streita fylgir því að annast veika og dauðvona sjúklinga. Streitan gerir ekki hvað síst vart við sig, ef batavon er lítil eða engin. Kulnunar verður oft vart, sem lýsir sér með þreytu, vanmáttarkennd og uppgjöf. Þeir sem annast dauðveika sjúklinga eiga ekki hvað síst við þetta að stríða. Það hefur komið í ljós, að hjúkrunarfólk virðist búa við meiri streitu í starfi en læknar og lyfja- fræðingar, Wolfgang (1988). Tímarit danskra hjúkrunarfræð- inga, Sygeplejersken, hafði vinnu- vernd sem þema árið 1991, þar sem þessi mál voru sérstaklega rædd og Jóna Siggeirsdóttir og Þórunn Páls- dóttir hafa kannað streitu í starfi hjúkrunarfræðinga ágeðdeild (1990) og starfsánægju þriggja starfsstétta á geðdeild Landspítalans (1991). Nemendur í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands hafa í nokkrum lokaverkefnum kynnt sér starfs- ánægju, starfssvið og kulnun hjúkr- unarfræðinga. Þessi fróðlegu rann- sóknarverkefni er unnt að fá hjá Námsbraut í hjúkrunarfræði. Vaktavinna Vaktavinna getur haft neikvæð áhrif á heilsu manna. Hún truflar lífsmynstur og fjölskyldulíf. Þetta getur leitt til svefntruflana, þreytu, minni afkasta og aðgæslu í vinnu. Hjúkrunarfræðingar, sem hafa sjúk- dóma eins og sykursýki, astma og flogaveiki geta fundið fyrir því að sjúkdómurinn versnar af óreglunni, sem fylgir vaktavinnu. Siebenalerog McGovern (1991) fjalla um þessi vandamál í desembertímariti banda- rískra hjúkrunarfræðinga, sem vinna við starfsmannaheilsuvernd. Sjálfsmorð Sjálfsmorð eru tíð meðal hjúkrun- arfræðinga, ef borið er saman við aðrar vinnandi kvennastéttir. Streitu í starfi gæti verið um að kenna eða því, að hjúkrunarfræðingar eiga auðveldara með að komast í lyf en flestar aðrar konur og kunna vel til verka. Katz (1983) athugaði dán- armein hjúkrunarfræðinga og komst að raun um, að sjálfsmorð voru algengari meðal þeirra en starfandi kvenna úr öðrum stéttum, sem borið var saman við. Önnur atriði Ef hjúkrunarfræðingum líður illa í starfi getur það orðið dýrkeypt bæði fyrir þá sem eiga að njóta þjónustu þeirra og vinnuveitendurna. Það kemur niður á sjúklingum ef hjúkr- unarfræðingarnir sem stunda þá eru vansælir, og það skapar vandamál fyrir vinnuveitendur, ef hjúkrunar- fræðingar hverfa úr starfi. Skortur á hjúkrunarfræðingum til vinnu er vandamál víða um heim. Enda þótt orsakirnar kunni að vera margar er líklegt að líðan þeirra á vinnustað og félagslegt umhverfi sé ekki hvað síst rót vandans. Launa- kjör, vaktavinna, streita, líkamlegt álag, allt eru þetta mikilvæg atriði, en annað, svo sem valdakerfið innan sjúkrastofnananna sjaldnar tekið til umræðu. Kannski er það kýli, sem enginn vill stinga á? Iglehart (1987), Dunea (1988) og Delamothe (1988) hafa skrifað um vandamál stéttar- innar og orsakir hjúkrunarfræðinga- skortsins. 24 HJÚKRUN '/92 - 68. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.