Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 14

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 14
» FAGMÁL « andi streitu átti sér stað. Niðurstaða af ofangreindu er sú, að réttmæti hjúkrunargreininga sé meira ef við- miðunargildi &12 væru notuð í heilsugæslu. Pættir, sem hafa áhrif á hjúkrunarmat Mat á líðan reyndist erfiðara þegar samskipti við skjólstæðing byggðust ekki á nægilegu trausti. Hjúkrunar- fræðingum fannst erfitt að mynda faglegt og traust samband við fáeinar konur og voru í vafa um gagnsemi vitjana sinna. Tjáskiptaerfiðleikar voru nokkuð algengir og nefndu hjúkrunarfræðingar oftast „lokaðan persónuleika" í því sambandi. Nokkrar konur báru álag sitt í hljóði og virtust í „góðu andlegu jafnvægi" en komu samt á óvart varðandi hátt gildi á EPDS. Ályktað er að erfiðara muni vera að meta vanlíðan rétt, séu skjólstæðingar lokaðir, tjái sig lítt eða ekki um líðan eða eiga í erfið- leikum með að treysta öðrum og þiggja faglega aðstoð. Vanlíðan og umönnun ungbarna Hjúkrunarfræðingar fylgdust vel með vexti og þroska ungbarna. Ekk- ert barn var vanhirt eða vanrækt, þótt mæðrum þeirra liði illa. Börnin döfnuðu öll og mæður þeirra mynd- uðu geðtengsl við þau. Til að geta greint vitsmuna- og tilfinningaþroska barna þunglyndra mæðra þarf mun nákvæmara mat en venjulega er notað í vitjunum. 73% barna voru höfð á brjósti í 7-8 vikur eða lengur. Mæður, sem hættu fyrr með brjósta- gjöf eða gáfu blandaða næringu á þessum tíma, áttu frá upphafi sæng- urlegu í erfiðleikum með að fram- leiða nægilega brjóstamjólk. Niður- stöður benda til að í þessu úrtaki hafi vanlíðan mæðra ekki haft neikvæð áhrif á vöxt og þroska barns. Áhrif hjúkrunargreiningar á meðferð og bata kvennanna í lok rannsóknartímabils greindust 12 konur með langvarandi geðlægð. Það er lág tala. Vanlíðan kvenna við 6. mán. eftir barnsburð er ekki algengari en hjá konum almennt skv. niðurstöðum breskra samanburðar- rannsókna (Cox, J.L., Murrey, D., Chapman, G., 1990). Sú spurning vaknar, hvort markvissari greining vanlíðunar af hálfu hjúkrunarfræð- inga í þessari rannsókn hafi leitt til markvissari meðferðar og flýtt fyrir bata? Sá möguleiki er fyrir hendi að hjúkrunarfræðingar, sem þátt tóku í könnuninni, hafi gert annað og meira fyrir konurnar, en þeir hefðu ella gert. Þessi rannsókn var ekki sniðin til að kanna geðverndargildi heilsu- gæsluhjúkrunar. Því er ekki hægt að svara spurningum um fyrirbyggjandi gildi heilsugæsluhjúkrunar út frá niðurstöðum hennar. Önnur skýring á bata kvenna er að streituþol þeirra hafi aukist til muna eftir 10.-12. viku og minnkað vanlíðan. Notkun EPDS t' heilsugœslu Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að heilsugæsluhjúkr- unarfræðingar gegni lykilhlutverki í greiningu vanlíðunar. Rannsókn Holden, J. o.fl. (1988) hefur sannað meðferðargildi heilsu- gæsluhjúkrunar hjá þunglyndum konum. Engar kannanir hafa hingað til sýnt fram á að heilsugæsluhjúkrun geti fyrirbyggt geðlægð. Kembing vanlíðunar getur verið skref í átt til geðverndar kvennanna. Hins vegar kann að verða um ofgreiningu að ræða, verði hún framkvæmd 7-8 vikum eftir fæðingu. Mun færri konur þjást af vanlíðan á 3. mánuði. Sá tími væri réttari til kembingar, ef markmiðið væri að greina konur með langvarandi geðlægð. EPDS ætti að koma að góðu gagni í öllum tilvikum, þar sem hjúkruanrfræðinga grunar „að eitthvað sé að“ hvenær sem er á barneignarskeiði. Heilsugœsluhjúkrun, sem sinnir geðrœnum jafnt sem öðrum þáttum heilsunnar, hlýtur að draga úr þján- ingum kvenna sem eignast börn. Höfundur er dósent í hjúkrunarfrœði við Háskóla íslands. Höfundur þakkar ánœgjulegt samstarf við heilsugœsluhjúkrunarfrœðinga og annað starfsfólk heilsugœslustöðva við rannsóknina. HEIMILDIR: Ader, R., Feltan, D.L., Cohen, N., (Eds.) (1991)2 Psychoneuroimmuno- logy, Academic Press, Inc. New York. Affonso, D., Domino, D., (1984) Post- partum Depression: A Review, Birth, 11:4, Winter, 231-235. Affonso, D., Arizmendi, T.G., (1986) Disturbances in Post-Partum Adaption and Depressive Symptomatology, Journal of Psychosomatic Obstetrics and Gynaecology, 5; 15-32. Affonso, D., Sheptak, S., (1987) Ma- ternal Cognitive Themes During Pregnancy, Maternal Child Nursing Journal, 18;2; 147-166. Affonso, D., (1987) Assessment of Ma- ternal Postpartum Adaption, Public Health Nursing, 4;1. 9-20. Affonso, D., (1991) Emotional Distress during childbearing, fyrirlestur fluttur í Lögbergi, Háskóla íslands, 18. sept. 1991. Becker, P., (1982) Psychologie der see- lischen Gesundheit, Bd.l: Theorien, Modelle, Diagnostik, Verlag fiir Psy- chologie, Dr. C.J. Hofgrefe, Götting- en. Caplan, H.L., Cogill, S.R., Alexandra, H., Robson, L.M., Katz, R., Kumar, R., (1989) Maternal Depression and the Emotional Development of the Child, British J. of Psychiatry, 154; 818-822. Cox, J.L. (1986) Postnatal Depression: A Guide for Health Professionals, Churchill Livingstone, London. Cox, J.L., Holden, J., Sagovsky, R., (1987) Detection of Postnatal Depress- ion, Development of the 10-item Edin- burgh Postnatal Depression Scale. Britisli J.of Psychiatry 150; 782-786. Green, J. (1990), „Who is Unhappy after Childbirth?": Antenatal and Intrapart- um Correlates from a Prospective Study, Journal of Reproductive and Infant Psychology, 8; 175-183. Halldórsdóttir, Asa o.fl. (1990) Könnun á Fœðingardeyfð hjá sœngurkonum á Landspítala, Ljósmæðraskóli íslands, Rannsóknarverkefni 1988-1990. Harris, B., Huckle, P., Thomas, R., Johns, S., Fung, H., (1989) The use of rating scales to identify postnatal de- 14 HJÚKRUN V92 - 68. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.