Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Qupperneq 7
Tímarit hj úkrunarfræðinga 1. tbl. 70. árg. 1994
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir
r
Kynhegðun Islendinga á
aldrinum 16-60 ára:
Nokkrar niðurstöður sem varða útbreiðslu alnæmis
Skilað til tímarits 8/2'94 Skilað lesinni til höfiindar 4/3 '94 Samþykkt 21/3 '94
Árið 1992 fór fram póstkönnun * á landsvísu sem hafði það að aðalmark-
miði að afla upplýsinga um kynhegðun sem eykur á eða dregur úr hœttu
á HlV-smiti og öðru kynsjúkdómasmiti og að afla upplýsinga fyrir mark-
visst forvarnarstarf Tekið var 1500 manna tilviljunarúrtak úr þjóðskrá
meðal fólks á aldrinum 16-60 ára. Svörun var 65,0% (N=975).
í greininni er fjallað um niðurstöður um tíðni kynhegðunar sem
beint og óbeint hefur áhrif á útbreiðslu alnœmis. Nterri þriggja ára mun-
ur er á meðalaldri við fyrstu kynmök milli yngsta og elsta aldurshópsins.
Fjöllyndi er ekki algengt meðal ungs fólks, en fólk á aldrinum 16-25 ára
hafði að meðaltali 1,7 rekkjunauta árið 1991, þótt skyndikynni séu al-
gengust meðal fólks á þessum aldri. Marktœkt samband er milli meðal-
fjölda rekkjunauta og kynsjúkdómasmits (p< 0,001). HlutfalL karla, sem
hefur haft kynmök við aðra karla, er 3,6%. Fjórðungur karla, sem hafa
farið í viðskiptaferð til útlanda, hefur haft kynmök erlendis við einstakl-
ing sem stundar vændi. Þeim hefur fjölgað sem segjast hafa breytt hegðun
sinni vegna alnœmis, til dæmis fœkkað skyndikynnum, og á það sérstak-
lega við yngstu aldurshópana, einhleypa og fráskilda.
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir:
Hjúkrunarfræðingur B.Sc. frá
námsbraut í hjúkrunarfræði
1983, kynfræðingur M.S.Ed.
frá Pennsylvaníuháskóla 1988.
Starfar hjá Landsnefnd um
alnæmisvarnir á vegum
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins.
7
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi
kynlífshegðunar sem eykur líkur á HlV-smiti, að
rannsaka þekkingu fólks á smitleiðum og athuga
viðhorf til HlV-jákvæðra einstaklinga. Stefnt er að
því að birta heildarniðurstöðurnar í ritröð sem
fylgirit við heilbrigðisskýrslur. Fyrsta ritið er komið
út hjá Landlæknisembættinu en það lýsir forsend-
um rannsóknarinnar, undirbúningi, framkvæmd og
grófum tíðnitölum (Jóna Ingibjörg Jónsdóttir,
1994).
í þessari grein verður sjónum beint að tíðni
þeirrar kynhegðunar sem með beinum eða óbein-
um hætti hefúr verið talin auka líkur á útbreiðslu
alnæmis og annarra kynsjúkdóma. I umfjöllun
verður svo reynt að svara þeirri spurningu hvort
ástæða sé til að breyta áherslum í fræðslu og
forvörnum alnæmis í ljósi þeirra niðurstaðna sem
hér um ræðir.
Upplýsinga um kynhegðun hefur ekki verið
aflað áður hérlendis á landsvísu með skipulögðum
hætti. Ætlast er til að niðurstöður könnunarinnar
nýtist víðar en í forvarnarstarfi alnæmis og annarra
kynsjúkdóma. I niðurstöðunum er að finna grunn-
upplýsingar um kynlíf sem lengi hefur vantað í
tengslum við þá kynfræðslu og ráðgjöf sem veitt er
af heilbrigðis- og uppeldisstéttum. Upplýsingar af
þessu tagi gefa vísbendingar um hvort reynsla
íslendinga í kynferðismálum er áþekk eða hefúr
einhverja sérstöðu samanborið við nágrannaþjóð-
irnar. Þær ættu einnig að koma að notum við að
* Þær niðurstöður, sem birtar eru í greininni, byggjast á hluta af niðurstöðum rannsóknarinnar -
„Könnun á kynhegðun og þckkingu á smitleiðum alnæmis“- sem gerð var á vegum Landlæknisembættis
og Landsnefndar um alnæmisvarnir. Nánari upplýsingar um könnunina gefúr Jóna Ingibjörg Jónsdóttir,
Landsnefnd um alnæmisvarnir, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, Barónsstíg 47, 101 Reykjavík.