Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Qupperneq 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Qupperneq 10
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 70. árg. 1994 10 Niðurstöður Meðalaldur við fyrsta kelerí og fyrstu kynmök Niðurstöður sýna að 98,2% svarenda hafa tek- ið þátt í keleríi. (Spurning 17: Hvað varstu gam- all/gömul þegar þú tókst jyrst þátt í keleríi? Kelerí var skilgreint í orðalista spurningalistans sem „öll önnur ástaratlot en kynmök“.) Styttri tími líður nú en áður frá fyrsta keleríi fram að fyrstu kynmökum. í elsta aldurshópnum, 50-60 ára, liðu að meðaltali þrjú ár á milli fyrsta kelerís og fyrstu kynmaka en í yngsta aldurshópnum líða að meðaltali eitt og hálft ár milli fyrsta kelerís og fyrstu kynmaka. Mynd 1 sýnir að marktækur munur, nærri þrjú ár, er á meðalaldri við fyrstu kynmök milli yngsta og elsta aldurshópsins. (Spurning 18: Hvað varstu gamall/gömul þegar þú hajðir fyrst kynmök? en skilgreining á kynmökum hljóðaði þannig í orðalista spurningalistans: ,,-þegar limur fer inn í leggöng eða endaþarm - munnmók við einstakling af sama eða gagnstæðu kyni skilgreinast Aldur svarenda Mynd 1. Meðalaldur við fyrsta kelerí og meðalaldur við fyrstu kynmök, eftir aldri svarenda sem kynmök“.) í yngsta aldurshópnum, 16-19 ára, hafa 75% haft kynmök og meðalaldur fyrstu kynmaka er 15,3 ár. Eins og við er að búast eru flestir þeirra sem ekki hafa haft kynmök í yngsta aldurshópnum, en 10,7% ungs fólks á þessum aldri hefur hvorki tekið þátt í keleríi né kynmökum og 14,3% fólks á þeim aldri ekki haft kynmök en tekið þátt keleríi. Tæp- lega 3% svarenda áttu sín fyrstu kynmök undir fjórtán ára aldri. Tengsl mælast milli aldurs við fyrsta kelerí og aldurs við fyrstu kynmök. Fylgni milli þessara þátta er 0,53. Því yngra sem fólk er þegar fyrsta kelerí á sér stað, því lengri tími líður fram að fyrstu kynmökum. Framangreindar tölur ber að skoða með fyrir- vara vegna þess að þær eru fundnar út samkvæmt minni svarenda og einnig getur fólk skilgreint „kelerí“ og „kynmök“ á mismunandi vegu þrátt fyrir að gefin væri upp skilgreining á hugtökunum í orðalista í spurningalista könnunarinnar. Fjöldi rekkjunauta Tafla 1 birtir tölur um fjölda rekkjunauta árið 1991 en á því ári hafði fólk á aldrinum 16-25 ára að meðaltali 1,7 rekkjunauta. (Spurning 19: Hversu marga einstaklinga hefur þú haft kynmök við? I spurningunni var hœgt að merkja við jjölda kvenna/karla sem viðkomandi hajði hajt kynmök við á árinu 1986, 1991, fyrir tvítugsaldur- inn og á ótvinni. Rekkjunautur var skilgreindur sem: „einstaklingur sem þú hejur kynmök við, hvort sem það er maki, sá sem þú ert með í fóstu sambandi, einstaklingur sem þú hefur skyndikynni við eða ein- staklingur sem þú heldur við“.) Tafla 1. Meðalfjöldi rekkjunauta árið 1991 eftir aldurshópi 16-19 20-24 25-2930-3435-3940-4445-4950-60 ára ára ára ára ára ára ára ára Meðaltal 1,7 1,7 2,1 1,3 1,3 1,3 1,0 1,0 Fjöldi rekkjunauta hjá þeim einstaklingi sem hefur flesta rekkjunauta 14 14 26 6 9 9 3 8 Mynd 2 sýnir hlutfall, eftir aldurshópi, sem hefur haft 15 eða fleiri rekkjunauta um ævina. Mynd 2. Hlutfall sem hefur haft 15 rekkjunauta eða fleiri um ævina eftir aldri svarenda (p<0,001) Meðal ungs fólks á aldrinum 16-19 ára hafa 3,6% haft fimmtán rekkjunauta eða fleiri um ævina en hlutfallið hækkar um fjórtán prósent, fer í 17,7% í næsta aldurshópi fyrir ofan. Munur á fjölda rekkjunauta eftir kynjum er áberandi þegar litið er til allra sem svara. Til dæmis hafa karlar haft fleiri

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.