Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 20
Tímarit hj úkrunarfræði nga 1. tbl. 70. drg. 1994 • persónulegar upplýsingar, 22 atriði • þekking á verkjum og verkjameðferð krabba- meinssjúklinga, 32 atriði • viðhorf til verkja af völdum krabbameins og verkjameðferðar, 12 atriði • reynsla af verkjameðferð í starfi, 17 atriði. Þekkingarhlutinn skiptist í þrennt þ.e.: • almenn þekking á verkjum, 9 atriði • þekking á morfínskyldum/sterkum verkjalyfj- um og klínískri notkun þeirra, 13 atriði • þekking á kostum reglulegrar verkjalyfjagjafar, 9 atriði. Að auki er ein spurning er lýtur að þekkingu, sem efnislega átti ekki heima í neinum hinna þriggja hluta og stendur hún því sjálfstæð. Þrír íslenskir sérfræðingar í meðferð verkja yf- irfóru listann m.t.t. innihaldsréttmætis og staðhátta. Islenski listinn var síðan forprófaður á fimm ís- lenskum hjúkrunarfræðingum. í kjölfar þess voru nokkrar minniháttar breytingar gerðar á listanum, 2Q auk breytinga sem voru gerðar að tilmælum höf- unda bandaríska listans. Upprunalegi listinn er tal- inn hafa innihaldsréttmæti hvað varðar spurningar um þekkingu (Vortherms, Ryan & Ward, 1992) og hefur reynst hafa innri áreiðanleika, a = 0,76. f spurningalistanum eru nokkrar tegundir spurninga. Annars vegar er um að ræða fullyrðing- ar sem svarendur þurfa að taka afstöðu til, ýmist segja til um hversu sammála/ósammála þeir eru við- komandi fullyrðingu eða hvort þeir telja hana rétta eða ranga. Hins vegar er um beinar spurningar að ræða og þurfa svarendur að velja það svar, af nokkr- um mögulegum, sem þeir telja réttast. Engar skilgreiningar voru gefnar á þeim hug- tökum sem komu fyrir í spurningalistanum og eru töm hjúkrunarfræðingum, t.d. verkir, sterk verkjalyf o.s.frv. Stundum voru ensk orð gefin innan sviga þegar nánari útskýringa þótti þörf, t.d. ávanabind- ing (addiction), lyfleysa (placebo). Gagnagreining Hlutföll, meðaltöl og staðalfrávik voru notuð til að lýsa persónulegum og faglegum þáttum og þekkingu hjúkrunarfræðinganna. Pearson-fylgni var notuð til að kanna samband ýmissa breyta. T-próf var notuð til að bera saman hópa eftir búsetu. F- próf var notað til að greina mun á einstökum hópum (t.d. eftir búsetu/starfsvettvangi, fjölda krabbameinssjúklinga hjúkrað, starfsaldri, aldri o.fl.) hvað þekkingu varðar. Niðurstöður Sendur var út 751 spurningalisti, fjórir listar bárust ekki til væntanlegra þátttakenda og fjórir hjúkrun- arfræðingar reyndust ekki í starfi lengur og endur- sendu því listana. Þátttakendur gátu því flestir orðið 743. Af þeim svöruðu 505 eða 68%. Persónuiegar upplýsingar Nokkrir þátttakendur kusu að veita hvorki persónulegar né faglegar upplýsingar. Meðalaldur svarenda var 39,3 ár (SD 9,2) og voru þeir á aldrinum 25-66 ára og nánast eingöngu konur eða 97,4%. Hjúkrunarfræðingarnir höfðu að jafnaði starfað við hjúkrun í 14 ár (SD 8,5) og voru flestir (67,6%) í 80% starfi eða meira. Starfsvettvangur 328 eða 65% svarenda reyndist sjúkrahús eða hjúkrunarheimili. Samtals störfuðu 402 við „beina hjúkrun" eða 84,5% þeirra sem gáfu upplýsingar um stöðu, þ.e. voru almennir hjúkrunarfræðingar, aðstoðardeildarstjórar eða deildarstjórar. 296 eða 62% svarenda kváðust hafa hjúkrað a.m.k. einum sjúklingi með krabbamein síðastliðið ár, og 63 (12,5%) höfðu hjúkrað 20-25 krabba- meinssjúklingum. Af þátttakendum höfðu 42% hjúkrað færri en 20 einstaklingum með krabba- mein, en 4,2% hjúkrunarfræðinganna höfðu hjúkr- að fleiri en 50 sjúklingum með krabbamein á sama tímabili. Ekki var spurt um hjúkrun sjúklinga með verki. Þekking hjúkrunarfræðinga Að meðaltali svöruðu hjúkrunarfræðingarnir 19 spurningum (SD 5,2) af 32 rétt eða 59%. Einungis 45 eða 8,7 % þátttakenda svöruðu meira en 80% spurninganna rétt, og aðeins einn hjúkrunarfræð- ingur af 505 svaraði öllum spurningum rétt. Mynd 1 sýnir dreifingu réttra svara í heild.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.