Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Qupperneq 30
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 70. drg. 1994
Þessir þættir eiga það sameiginlegt að vera hluti
af samskiptamynstri og leiðir það í ljós mikilvægi
þess að sinna þeim þætti starfanna vel.
Starfsvettvangur ræður miklu um starfsánægju.
í ljós kemur að óánægðastir hjúkrunarfræðinga eru
þeir sem sinna fæðingarhjúkrun (tafla 5).
Tafla 5.
Starfsánægja eftir sviðum sem hjúkrunarfræðingar starfa á
Hjúkrunarsvið Mcðaltal Staðalfrávik Fjöldi
Stjórnun 3,47 0,51 28
Heilsugæsluhjúkrun 3,36 0,47 58
Geðhjúkrun 3,36 0,51 42
öldrunarhjúkrun 3,27 0,46 66
Lyflækningahjúkrun 3,27 0,38 62
Barnahjúkrun 3,20 0,37 25
Handlækningahjúkrun 3,13 0,41 66
Fæðingarhjúkrun íslenskir hjúkrunarfr. 3,09 0,61 26
skv. MMSS 3,26 0,47 612
Bandarískir hjúkr.fr. 3,28 0,45 190
Tengsl menntunar og starfsánægju eru flókin.
Hjúkrunarfræðingar, sem hafa lokið námi erlendis,
eru ánægðari í starfi (3,32) en þeir sem eingöngu
hafa íslenskt nám að baki. Langánægðastir í starfi
mælast hjúkrunarfræðingar sem hafa lokið
30 „mastersnámi“ (3,59), en þeir eru 1,8 % þátttak-
enda. Hjúkrunarfræðingar, sem hafa lokið prófi frá
Ljósmæðraskóla íslands, eru óánægðastir allra
hjúkrunarfræðinga (3,17) þegar eingöngu er litið til
menntunar og starfsánægju.
Fylgnireikningur starfsánægju og stöðuheita
bendir til að stjórnendur séu ánægðari en aðrir
(tafla 6).
Tafla 6.
Starfsánægja eftir stöðuheitum hjúkrunarfræðinga
Staða Meðaltal Staðalfrávik Fjöldi
Heildarmæling (MMSS) 3,26 0,47 612
Alm. hjúkrunarfræðingar 3,21 0,46 294
Deildarstjórar 3,46 0,44 72
Æðri stjórnendur 3,47 0,48 145
Þegar skoðuð er starfsánægja hjúkrunarfræðinga
eftir stofnunum, sem þeir starfa á, kemur í ljós að
hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum eru
ánægðastir (3,33). Jafnframt eru hjúkrunarfræðing-
ar á minni sjúkrahúsum (< 300 rúm) (3,30) ánægð-
ari í starfi en þeir sem starfa á stóru sjúkrahúsunum
(Borgarspítali og Landspítali > 300 rúm)(3,21).
Hins vegar kemur í ljós að hjúkrunarfræðingar
á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru heldur ánægðari í
starfi (3,27) en þeir sem búa úti á landi (3,24) þó
munurinn sé ekki marktækur.
Þeir sem vinna fulla vinnu eru ánægðari í starfi
en hinir (tafla 7).
Tafla 7.
Starfsánægja cftir starfshlutfalli
Starfshlutfall Meðaltal Staðalfrávik Fjöldi
Heildarmæling (MMSS) 3,26 0,47 612
Fullt starf, dagvinna 3,46 0,41 94
Hlutastarf, dagvinna 3,39 0,50 114
Fullt starf, vaktavinna 3,25 0,45 110
Hlutastarf, vaktavinna 3,19 0,41 196
Ekki í starfi við hjúkrun en í öðru launuðu starfi 3,13 0,40 12
Hlutastarf við hjúkrun og í öðru launuðu starfi 3,12 .0,6 37
Einungis miðað við þá sem voru í launuðu starfi.
Þar er að sjálfsögðu erfitt að greina að orsök og
afleiðingu. í töflu 8 má glöggt sjá að starfsánægja
er mismunandi eftir því á hvaða tíma sólarhrings
hjúkrunarfræðingar vinna og eru þeir sem vinna
fastar næturvaktir óánægðastir. Spurt var hvaða
þættir yllu mestri óánægju.
Tafla 8. Starfsánægja eftir vinnutíma Tegundir vakta Meðaltal Staðalfrávik Fjöldi
Dagvinna 3,39 0,46 242
Kvöldvinna/-vaktir 3,15 0,36 30
Næturvinna/-vaktir 3,15 0,50 19
Breytilegar vaktir 3,20 0,44 288
Heildarmæling 3,28 0,45 579
í töflu 9 má sjá viðbrögð þátttakenda, en þessi
svör eru í samræmi við þær áherslur sem koma fram
víðast erlendis.
Tafla 9.
Þættir sem hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með í starfi sínu.
Laun 89,2 %
Launaálag vegna vakta 74,4 %
Mönnun deilda 60,7 %
Ymis hlunnindi 54,7 %
Tækifæri til að halda
við þekkingu sinni 39,6 %
Starfsánægja þeirra sem hyggjast hætta að starfa
við hjúkrun eða eru ekki vissir um hvort þeir haldi
áfram er lægri en hinna sem ekki hyggjast hætta.
Þessi hópur sýnir einnig umtalsvert minni starfs-
ánægju en hjúkrunarfræðingar almennt (tafla 10).