Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Side 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Side 37
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 70. árg. 1994 i Minningarsjóður Höllu Snæbjörnsdóttur, ív. hjukrunarstjóra Blóðbankans Fœdd 11. mars 1911, Idtin 2. mars 1994 Samstarfsfólk, vinir og ættingjar Höllu Snæbjörnsdóttur vilja halda minningu hennar á lofti með því að láta mála af henni mynd sem hengd verður upp í Blóðbankanum. Benedikt Gunnarsson, listmálari mun mála myndina. Til að standa straum af kostnaði við verkið hefur verið stofnaður minningarsjóður. Guðrún Halla Margrét Snæbjörnsdóttir lærði hjúkrun við Frederiksberg Hospital í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan árið 1940. Hún stundaði hjúkrun í Kaup- mannahöfn á stríðsárunum en kom heim árið 1945. Hún vann um eins árs skeið á Vífilsstöðum en lagði síðan aftur land undir fót og hélt til Bandaríkjanna til að læra meira. Þar starfaði hún við hjúkrun berklasjúkra við Gaylord Sanatorium and Ho- spital, Wallingford, Connecticut til ársins 1949. Hún starfaði síðan í New York til ársins 1951 en þá fékk hún styrk frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) til að kynna sér blóðbankastarfsemi og blóðflokkarannsóknir í Hartford, Connecticut. Þegar Blóðbankinn opnaði 14. nóvember 1953 var Halla beðin um að koma heim til að taka þátt í að skipuleggja starfið þar. Hún var síðan hjúkrunarstjóri Blóðbankans frá 1953 til 1981. f starfi sínu vann hún mikilvægt brautryðjendastarf í samvinnu við Elías Eyvindsson, svæfingarlækni, fyrsta forstöðumann Blóðbankans. Halla bjó að sterkum menntunargrunni allan sinn starfstíma. Hann skilaði ríkum afrakstri, bæði í daglegum störfum, en ekki síður í sívakandi áhuga hennar og mjög jákvæðu viðhorfi til umbóta og nýjunga í faginu. Hún kunni þá list að rækta gott samstarf við blóðgjafana, enda naut hún alla tíð mikilla vinsælda þeirra og vinsemdar. Halla var gerð heiðursfélagi Blóðgjafafélagsins á fyrsta aðalfundi þess árið 1982 og sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að líknarmálum á nýársdag 1976. Framlögum er veitt móttaka í Blóðbankanum og á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suður- landsbraut 22, 108 Reykjavík. Einnig má greiða með gíróseðli í öllum bönkum og sparisjóðum inn á ávís- anareikning nr. 56000 hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Frekari upplýsingar fást hjá: Sigurlaugu E. Jóhannesdóttur, hs: 35406, vs: 602260 Ólöfu Þ. Hafliðadóttur, hs: 74353, vs: 602262 Guðrúnu Guðbrandsdóttur, hs: 37295, vs: 601274 - og taka þær einnig á móti framlögum. 37

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.