Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Page 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Page 5
Formannspistill )) Deíldarþekkíng u Herdís Sveinsdóttir Hjúkrunarþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldið 10. nóvember sl. undir yfirskriftinni „hjúkrunarmeðferð" . Á þinginu var fjallað almennt um meðferð sem hjúkrunarfræðingar veita og hvenær meðferð er hjúkrunarmeðferð og hvenær eitthvað annað. Nokkrir hjúkrunarfræðingar kynntu sértæka meðferð sem þeir hafa veitt með góðum árangri. Ég nota orðið stoð- meðferð yfir enska hugtakið „alternative therapy" en erfitt hefur reynst að þýða það á íslensku. Það hefur þó verið kallað óhefðbundin meðferð, kjörmeð- ferð og sértæk meðferð. Skilgreiningar á því hvað stoðmeðferð er eru einnig mismunanadi. Þannig skilgreina læknar stoðmeðferð yfirleitt sem aðferðir og kenningar um greiningu og meðferð sem eru að öllu jöfnu ekki kenndar við læknaskóla og venjulegast ekki stund- aðar af læknum'. Hjúkrunarfræðingar geta hins vegar ekki tekið undir þessa skilgreiningu vegna þess einfaldlega að stoðmeðferð ýmiss konar hefur verið kennd í hjúkrunarskólum um áraraðir og stunduð af hjúkrunarfræðingum. Má þar nefna slökun, virka hlustun, nudd, nærveru og bæn. f raun er hugtakið stoðmeðferð alls ekki gott því það vísar í eitthvað sem ekki er raunveruleg meðferð heldur til stuðnings. Á þinginu áttu sér stað umfangsmiklar og athyglisverðar umræður í hópum og pallborði og lauk þinginu á því að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga var falið að skoða frekar og skilgreina hvað hjúkrunarmeðferð felur í sér. 1 Robert Anderson. Alternative and conventional medicine in lceland. Heilbrigðisskýrslur. Fylgirit 2000, nr. 1. Reykjavík: Landlæknísembættiö. Hjúkrunarfræðingar héldu áfram að velta fyrir sér hjúkrunarstarfinu á málþingi um sérfræðiþekkingu í hjúkrun sem haldið var 23. nóvember sl. á vegum Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands, fyrir troðfullu húsi hjúkrunarfræðinga. Umfjöllunin þar vakti mig mjög til umhugsunar, sérstaklega umfjöllun um sérfræðiþekkingu annars vegar og sérþekkingu eða reynsluþekkingu hins vegar. Sérfræðiþekking var skilgreind á þá vegu að hún byggðist á og krefðist framhaldsgráðu að loknu hjúkrunarprófi en sérþekking ekki. Einn fyrirlesarinn, Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, talaði um „deildarþekkingu" sem ákveðna tegund sérþekkingar. Samkæmt mínum skilningi felur deildarþekking í sér aðstöðubundna þekkingu, hún felur í sér að hjúkrunarfræðingar deildar eru hagvanir á deildinni og í sínum störfum. Þeir þekkja sinn heimavöll, þeir ganga að hlutunum vísum og þeir þekkja vinnulag samstarfsfólksins. Þeir þekkja líka sjúklingahópinn. Þetta þýðir að hjúkrunarfræðingarnir hafa meira að gefa í umönnunina, þeir hafa betra tækifæri til að takast á við það sem mestu máli skiptir sem er hjúkrun fólks. Hvað verður um deildarþekkinguna þegar deildar eru sameinaðar, fluttar til, jafnvel á milli stofnana og hjúkrunar- fræðingar flytjast við það á milli deilda? Sérfræðiþekkingin glatast ekki því hún er bundin við einstaklinga. Deildar- þekkingin er hins vegar bundin aðstæðum og hætt er við að hún glatist að ákveðnu marki. Kraftur hjúkrunar- fræðinga fer í að átta sig á nýjum aðstæðum og staðháttum, á nýju samstarfsfólki. Ákveðinn tregi og pirringur getur líka komið fram þegar reyndum hjúkrunarfræðingum finnst þeir eins og nýgræðingar vegna aðstæðna sem þeir þekkja illa. Þessar aðstæður geta haft áhrif á hjúkrunina sem veitt er því hjúkrunarfræðingar verða uppteknari af aðstæðum deildarinnar, hvar hlutirnir eru, hverjar boðleiðir eru, hvert er vinnulag samstarfsfólks. Miklar breytingar standa nú yfir á stærsta vinnustað hjúkrunarfræðinga, Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Hjúkrunarfræðingar þurfa að takast á við þessar breytingar af faglegri ábyrgð og ávallt með velferð skjólstæðinga sinna að leiðarljósi. Ég tel mikilvægt að þau ykkar sem lendið í að miklar breytingar verða á ykkar deild, á ykkar vinnuaðstæðum hugið vel að því hvernig þið getið varðveitt deildarþekkinguna. Gleðileg jól. Gerber Því lengi býr að fyrstu gerð Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000 245

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.