Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 13
leysis). Heilbrigðisfræðsla var veitt samhliða ráðgjöfinni allan tímann. Á meðan á meðferð stóð höfðu þátttakendur frjálsan aðgang að hjúkrunarfræðingnum í gegnum síma. Þátttakendur máttu ekki neyta áfengis fyrstu 3 mánuði reykbindindis þar sem fram hefur komið að áfengisneysla veldur því oft að menn rjúfa bindindi. Meðferð 2 - Hefðbundin meðferð ásamt líkamsrækt: Nikótínlyfjameðferðin, heilbrigðisfræðslan og einstaklings- og hópráðgjöfin var sú sama og í Meðferð 1, en hópráð- gjöfin stóð yfir í 2 mánuði með 7 fundum (í stað 5). Ráðgjöf í gegnum síma var veitt í 4 skipti eins og í Meðferð 1 en á 3ja mánaða fresti, hófst einum mánuði eftir síðasta fund og lauk einu ári eftir fyrsta dag reykleysis. Auk þessa var hóplíkamsrækt þrisvar í viku undir stjórn íþróttafræðings meðan á hópráðgjöf stóð og næstu 4 mánuði þar á eftir án íþróttafræðings og þá stunduðu þátttakendur líkams- rækt á sjálfvöldum tímum. Ofangreind meðferð byggist á samþættingu fjögurra þátta. Þeir eru nikótínlyfjameðferð, heilbrigðisfræðsla, atferlismeðferð og einstaklings- og hópráðgjöf. í þessum þáttum fólst eftirfarandi: 1. Nikótínlvfiameðferð Nikótínlyfjameðferð var aðlöguð að hverjum einstaklingi og miðaðist við styrk reykingafíknar, hversu lengi reykt hafði verið og magn tóbaks sem reykt var. Hér á eftir fer dæmi um minnkun hjá 45 ára manni sem hefur reykt 20 sterkar sígarettur á dag í 20 ár, reykingafíkn er >7 og kolmónoxíð >17 ppm mælt fyrir hádegi: Notaður var 15/20 mg nikótínplástur í 4 mánuði, 10/15 mg í 3 mánuði, 5/7 mg í 2 mánuði og 2,5/5 í 1 mánuð (mismunandi styrkleiki ræðst af ólíkum framleiðendum en virkni efna í hverjum flokki er hliðstæð). Þar sem fram hefur komið að mikilvægt er að nota tvö eða fleiri nikótínlyf sam- tímis var nikótíntyggjó og nefúði notað samhliða nikótín- plástri. 2. Heilbriaðisfræðsla Heilbrigðisfræðsla var á myndrænu formi og byggð á reynslu úr daglega lífinu. Fjallað var um reykingar sem fíkn, nikótín, nikótínlyf, fráhvarfseinkenni, að byrja aftur að reykja í reykbindindi og sjúkdóma af völdum reykinga. Þátttakendur fengu dreifirit um fræðsluefnið heim með sér. 3. Atferlismeðferð. einstaklinas- oa hópráðaiöf í samskiptum við þátttakendur var lögð áhersla á að sýna þeim virðingu, samhug, einlægan vilja til að hjálpa og að hjúkrunarfræðingurinn hefði bjargfasta trú á að allir gætu haldið reykbindindi. Ráðgjöfin var þannig grund- völluð á meðferðarsambandi og beindist að því að breyta hegðun, hugsun og tilfinningum (Banks, 1992; Kozier o.fl., 1995). Þannig beindist hún að eftirfarandi þáttum (sjá m.a. Hecht o.fl., 1994; Harris, Richmond og Neto, 1994): Gefa umhugsunartíma, setja markmið með meðferðinni með sérstakri áherslu á daginn sem reykingum yrði hætt, að líta á reykbindindi sem ævilangt verkefni, viðurkenna eigin fíkn og þörf fyrir aðstoð, vinna að því að rjúfa vítahring venja og aðstæðna sem hvetja til reykinga, skoða tilfinningar og atriði sem trufla þátttakendur við að hætta að reykja og við að viðhalda reykbindindi, skoða streituvaldandi aðstæður og átta sig á og undirbúa sig fyrir að standast löngun til að reykja, undirbúa sig undir að standast félagslegan þrýsting að reykja, styrkja eigið sjálfsöryggi, kenna aðferðir við að leita eftir stuðningi hjá fjölskyldu og samstarfsfólki og kveðja sígaretturnar sem gamlan vana. Samskipti í hópum geta verið árangursrík til að breyta atferli og veita stuðning (Kaas og Richie, 1998). Reynt var að varðveita samkennd hópsins jafnframt því sem sér- hverjum einstaklingi innan hans var sinnt. Meðlimir hópsins voru hvattir til að deila reynslu sinni hver með öðrum með áherslu á að læra ný úrlausnarviðbrögð. Hrósað var fyrir að hafa greint og staðist fallgildrur. Hóparnir voru lokaðir og skilyrði fyrir þátttöku var að fylgja leiðbeiningum nákvæmlega og vera virkir og jákvæðir í hópstarfinu. ( byrjun stýrði hjúkrunarfræðingurinn hópnum og átti hópur- inn að fylgja leiðsögn hjúkrunarfræðingsins nákvæmlega. Þegar þátttakendur höfðu eflt með sér trú á sjálfa sig og lært að þekkja eigin viðbrögð dró hjúkrunarfræðingurinn sig í hlé og hvatti jafnframt hópinn til að halda áfram að hittast eftir að fundum lyki. Hjúkrunarfræðingurinn gaf upp tíma hvenær hann mundi hafa samband við þátttakendur aftir að fundum lauk og þátttakendur voru hvattir til að hafa samband við hjúkrunarfræðinginn eftir þörfum. Þátttakendum var sent viðurkenningarskjal að meðferð lokinni þar sem þeim var óskað til hamingju með að vera reyklausir og ítrekað að nú væru þeir óvirkir nikótínistar. 4. Líkamsrækt Líkamsrækt byggðist á þolþjálfun (40%) þar sem notuð voru göngubretti og hjól, lyftingatækjum (40%) og teygju- æfingum (20%). Byrjað var á 40 mínútna þjálfun sem var aukin smátt og smátt í 80 mínútur þrisvar í viku. NIÐURSTÖÐUR Reykleysi í lok meðferðar Eftir 1 árs fylgitfma, þar sem mæling byrjaði á fyrsta reyk- lausa degi og hver dagur talinn næstu 365 daga á eftir (LFAT), reyndist ekki marktækur munur á tíðni reykleysis á milli meðferðarformanna tveggja, Meðferðar 1 og Með- ferðar 2 (p=0,16, hlutfallslfkur=2,5), sjá töflu 3. Hins vegar er stöðug jákvæð tilhneiging í þá átt að Meðferð 2 sé árangursríkari. Þyngdaraukning Meðalþyngdaraukning allra þátttakenda óháð meðferðar- formi var 0,7 kg (SD=5,7). Munur á þyngdaraukningu á milli meðferðarforma var ekki tölfræðilega marktækur, sjá töflu 3. Þegar reyklausir og reykjandi voru bornir saman innan hvors meðferðarforms um sig kemur í Ijós að þeir sem voru 253 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.