Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Síða 14
Tafla 3
Samanburður á reykleysi og þyngdaraukningu í lok meðferðar
Breytur Meðferð 1 Hefðbundin meðferð (n=34) Meðferð 2 Hefðbundin með líkamsrækt (n=33) P Hlutfallslíkur (95% Cl)
Reykleysi (LFAT)
Eftir 1 ár (%) 20,6 (n=7) 39,4 (n=13) 0,16 2,5 (0,8-7,4)
Þyngdaraukning [kgj 1,4 (SD=3,6) (n=14) 0,3 (SD=6,7) (n=26) 0,56
Reyklausir 3,0 (SD=3,9) (n=5) 5,0 (SD=3,8) (n=11) 0,37
Reykingamenn 0,6 (SD=3,2) (n=9) -3,1 (SD=6,3) (n=15) 0,12
reyklausir höfðu þyngst marktækt meira en þeir sem reyktu
eftir Meðferð 2 (p=0,001, t=-3,7), en eftir Meðferð 1 var
munurinn ekki tölfræðilega marktækur (p=0,2, t=-1,3).
Útreikningar á þyngdaraukningu takmarkast við þá
staðreynd að 27 mælingar vantar. Þetta gerðist vegna
tregðu þátttakenda við að láta vigta sig. Þyngd nokkurra
var alls ekkert skráð (n=4), sumra aðeins í lokin (n=2) og
þó nokkurra aðeins í byrjun (n=21). Meginþorri þeirra sem
ekki voru vigtaðir var í þremur undirhópum í Meðferð 1.
Þar sem ekkert bendir til þess að undirhópar hvorrar
meðferðar hafi verið ólíkir innbyrðis er sú ályktun dregin að
hér sé ekki um kerfisbundna villu að ræða.
Notkun á nikótínlyfjum
Aðeins 15,8% (n=8) þátttakenda notuðu nikótínlyf í lok
meðferðar. Munur á notkun nikótínlyfja á milli meðferðar-
forma var ekki marktækur (px2=0,7).
Reykingavenjur
Þátttakendur í Meðferð 2 höfðu gert marktækt fleiri til-
raunir til að hætta en þátttakendur í Meðferð 1 (px2=0,02).
Þátttakendur höfðu reykt allt frá einu ári upp í meira en 40
ár og reyndist ekki marktækur munur á þátttakendum í
Meðferð 1 og Meðferð 2. Flestir eða 74,6% (n=50) af
heildinni höfðu reykt í 11 til 30 ár, 7,5% (n=5) í 1-10 ár og
18,0% (n=12) höfðu reykt í meira en 30 ár. Meðaltal úr
báðum hópum sýndi að 6,1% (n=4) höfðu reykt 1-10
sígarettur á dag, 39,4% (n=26) höfðu reykt 11-20 sígar-
ettur á dag, 42,4% (n=28) 21-30 sígarettur á dag og
12,1 % (n=8) 31 -40 sígarettur á dag.
UMRÆÐA
Niðurstöður sýna að ekki er marktækur munur á tíðni
reykleysis á milli meðferðarhópa þó svo að tilhneiging sé í
þá átt að því fólki fjölgi sem heldur reykbindindi í heilt ár ef
líkamsrækt er bætt við hefðbundna meðferð. Benda þarf á
að um lítils háttar mun var að ræða á milli meðferðarhópa í
framkvæmd meðferðar, einkum tíðni og tímasetningu á
samskiptum hjúkrunarfræðingsins við þátttakendur. Auk
254
þess var úrtak þægindavalið í meðferðarhópana og þeir
ekki sambærilegir hvað varðar kynjahlutföll. Þátttakendur í
Meðferð 2 greiddu meira fyrir meðferðina og þeir höfðu
einnig reynt marktækt oftar að hætta að reykja en
þátttakendur í Meðferð 1, og það getur hugsanlega að
einhverju leyti skýrt heldur betri árangur þeirra.
Þyngdaraukning í kjölfar reykbindindis hefur verið talin
ein af aðalástæðum þess að fólk fellur. ( þessari rannsókn
var ekki munur á milli meðferðarhópa. Ef reyklausir og reyk-
ingafólk var hins vegar borið saman innan hvors með-
ferðarforms höfðu reyklausir í meðferðinni á líkamsræktar-
stöðinni þyngst marktækt meira en reykingafólkið, en hjá
þeim sem fengu hefðbundna meðferð var munurinn ekki
marktækur. Þeir sem stunduðu líkamsrækt og reyktu höfðu
lést að meðaltali um 3,1 kg en reyklausir höfðu þyngst um
5,0 kg að meðaltali. Þyngdaraukning reyklausra í meðferð-
inni á líkamsræktarstöðinni er hliðstæð öðrum rannsóknum
(Froom o.fl., 1998). Þennan mun má að hluta til skýra með
hraðari efnaskiptum hjá því fólki sem reykir (sjá Wolk og
Rössner, 1995). Aukinn vöðvamassi hefur einnig getað
stuðlað að þyngdaraukningu hjá þeim sem voru í líkams-
rækt. Vöðvamassi var hins vegar ekki mældur í þessari
rannsókn og eru þetta því einungis vangaveltur.
Almennt má segja að árangur reykleysismeðferðar er
ekki mikill. Mat á árangri er ekki einhlítt þar sem mæli-
kvarðar eru misjafnir. Sem dæmi má nefna að algjört reyk-
bindindi í a.m.k. eitt ár frá upphafsdegi meðferðar (LFAT) er
mun áreiðanlegri mæling en mæling sem gerð er tiltekinn
dag (PP), óháð því sem á undan er gengið. Mat, sem gert
er ári eftir upphaf reykbindindis, er áreiðanlegra en mat sem
gert er 6 vikum frá upphafi þess. í þessari rannsókn eru þeir
einir taldir reyklausir sem ekkert höfðu reykt frá upphafi eins
árs meðferðar. Árangur Meðferðar 1 (20,9%) er svipaður
árangri sambærilegra erlendra rannsókna (Parrot, Godfrey,
Raw, West og McNeill, 1998), þ.e. um 20% og árangur
Meðferðar 2 er því í raun afbragðsgóður (39,4%).
( hjúkrunarrannsóknum þeim, sem lýst var í töflu 1,
spannaði árangur 17% til 75% (n=5) og var að meðaltali
44,8%. í þeim rannsóknum voru mælingar gerðar á
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000