Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Page 19
skrifaði í sama blað og Árni, varpar hann fram þeirra
skoðun að læknar verði að kunna að hjúkra sjúklingum
svo þeir geti kennt konum sem vilji læra hjúkrunarstörf. Því
taldi hann að læknar læknadeildar Háskóla íslands ásamt
nunnum á Landakotsspítala ættu að veita læknanemum
tilsögn í hjúkrun og síðan ættu iæknanemarnir að kenna
konum hjúkrun (Erla Dóris Halldórsdóttir, 2000). Ekki
virðist þessi tillaga Guðmundar hafa náð fram að ganga.
Nunnur Landakotsspítala beðnar um að kenna
konum hjúkrun
Það var í byrjun ársins 1919 að læknar læknadeildar
Háskóla íslands með Guðmund Hannesson prófessor í
broddi fylkingar skrifuðu áskorun til Alþingis íslendinga að
greiða sem fyrst fyrir byggingu Landspítalans. í umræddri
áskorun kom fram að vegna plássleysis á Landakoti horfði
til vandræða fyrir sjúklinga landsins. Þá kom einnig fram í
umræddri áskorun að nunnurnar á Landakoti hefðu verið
beðnar að taka íslenskar konur í hjúkrunarnám en þær
skorast undan því. Og til að benda á mikilvægi Landspítal-
ans bentu læknar læknadeildar á að kennsla hjúkrunar-
nema og skortur á hjúkrunarkonum til starfa hér á landi
yrði ekki bættur fyrr en Landspítalinn yrði byggður (Erla
Dóris Halldórsdóttir, 2000).
Ekki er vitað hvers vegna nunnurnar í Landakoti skor-
uðust undan því að taka konur í hjúkrunarnám en leiða má
líkum að því að þær hafi ekki treyst sér til þess vegna anna
við spítalann. Ef til vill hefur ástæðan verið önnur og djúp-
stæðari. Til dæmis var kaþólskan kirkjan almennt á móti
því að nunnurnar hefðu of mikið eða of náið samneyti við
fólk af öðrum trúarbrögðum (Erla Dóris Halldórsdóttir,
2000).
Áskorun læknanna fólst í því að koma upp Landspítal-
anum þar sem kennsla hjúkrunarnema átti meðal annars
að fara fram. En til hvaða ráða gripu þær fáu hjúkrunar-
konur, sem störfuðu við hjúkrunarstörf hér á landi, til að
fjölga hjúkrunarkonum í landinu og koma í veg fyrir að yfir-
setukonum yrði kennd hjúkrun á einum mánuði? Hjúkr-
unarkonurnar vildu að hjúkrunarstarfið væri viðurkennt
sem sérhæfð starfsgrein, profession, og til að sinna því
þyrfti að minnsta kosti þriggja ára hjúkrunarmenntun (Erla
Dóris Halldórsdóttir, 1996)
Konan hún hlustar - og kemur stillt
er kallar þjáningin, einmana og villt.
Með lífsgrös hjartans og hug, sem ei skelfist,
hjúkrar, eins lengi og stjörnudjúp hvelfist.
(Brot úr kvæðinu Eir eftir Ijóðskáldið Huidu en það tileinkaði hún
Félagi íslenskra hjúkrunarkvenna á 25 ára starfsafmæli þess, Hjúkrunar-
kvennablaðið, 1944).
í vetrarbyrjun árið 1919 mættu sex hjúkrunarkonur á
fund í húsakynnum Lestrarfélags kvenna í Reykjavík í þeim
tilgangi að stofna stéttar- og fagfélag hjúkrunarkvenna
sem hafði þann tilgang að aðstoða stúlkur sem hefðu
áhuga að læra hjúkrunarstörf til þess að fullnuma sig í
Danmörku. Hjúkrunarkonurnar samþykktu allar tillöguna. í
fundargerð frá þessum sama fundi kemur fram að
hjúkrunarkonurnar hafi samþykkt að hjúkrunarnámið, sem
félagið ætlaði að standa fyrir, yrði aðeins til bráðabirgða
eða eins og sagði þar: „þangað til við fáum okkar eigin
Landspítala." (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996). Kennslu
hjúkrunarnema skyldi hagað þannig að þeir yrðu við
hjúkrunarnám á spítölum hér á landi í tvö ár og héidu
síðan til Danmerkur til 14 mánaða lokanáms á spítala þar
úti (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996).
Ástæðan fyrir því að íslenskir hjúkrunarnemar urðu að
halda til lokanáms til Danmerkur var að íslensk sjúkrahús
þóttu of einhæf. Til dæmis var engin fæðingardeild til hér á
landi og engin skurðlækningadeild og af þeim sökum gátu
sjúkrahúsin ekki veitt fullkomið hjúkrunarnám í samræmi
við kröfur sem gerðar voru til hjúkrunarnámsins á hinum
Norðurlöndunum (Erla Dóris Halldórsdóttir, 2000).
Því næst ákváðu hjúkr-
unarkonurnar að félagið
skyldi nefnt „Félag íslenskra
hjúkrunarkvenna" (Fíh). For-
maður félagsins var kjörin
Harriet Kjær, dönsk yfir-
hjúkrunarkona á Holds-
veikraspítalanum í Laugar-
nesi. Aðrar í stjórn félagsins
voru Christophine Mikkeline
(Jurgensen) Bjarnhéðinsson,
fyrrverandi yfirhjúkrunarkona
Holdsveikraspítalans,
formaður Hjúkrunarfélagsins
Líknar og húsmóðir, Kristín
Ólína Thoroddsen, hjúkr-
unarkona við Röntgenstofn-
unina í Reykjavík, og Aldís
Helgadóttir, hjúkrunarkona
hjá Hjúkrunarfélaginu Líkn.
Allar þessar konur höfðu
þriggja ára hjúkrunarmennt-
un að baki frá Danmörku. Þá var einnig í stjórn félagsins
Jórunn Bjarnadóttir, yfirhjúkrunarkona við Kleppsspítalann,
og Sigríður Magnúsdóttir, hjúkrunarkona á Vífilsstaða-
hælinu, en hún hafði unnið þar frá stofnun þess. Jórunn
hafði eins árs hjúkrunarnám frá Ulleválsjúkrahúsinu í Ósló
að baki en Sigríður Magnúsdóttir hafði enga hjúkrunar-
menntun að baki en mikla reynslu í hjúkrunarstörfum (Erla
Dórisi Halldórsdóttir, 2000).
Nokkur tími leið þar til stjórn Félags íslenskra hjúkrunar-
kvenna tók fyrsta hjúkrunarnemann í hjúkrunarnám því
það var ekki fyrr en um miðjan febrúar árið 1921. Á árun-
259
Harriet Kjær (Henriette
Christine), fædd 19. júní
árið 1863 í Kaupmanna-
höfn, fyrsti formaður
Félags íslenskra hjúkr-
unarkvenna árið 1919.
Myndin er í eigu Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000