Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Page 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Page 20
um 1922 til 1933 luku 36 konur hjúkrunarnámi frá Félagi íslenskra hjúkrunarkvenna (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996). Bygging Landspítalans hefst Fljótlega eftir að „Landspítalasjóður íslands" hafði verið settur á laggirnar fóru peningar að streyma í hann úr öllum áttum alls staðar af landinu. í lok októbermánaðar árið 1917 ákvað landsstjórnin að skipa sjö manna nefnd til að hefja undirbúning að framkvæmdum Landspítalans (Gunnar M. Magnúss, 1981). í greinargerð um málið á Alþingi kom fram að konum hefði tekist með lofsverðum dugnaði að safna á fáeinum misserum stórfé í „Land- spítalasjóð íslands" og undirtektir hefðu verið góðar á landinu öllu. [ greinargerðinni kom fram að Landspítala- málið ætti fullt þjóðarfylgi. Af þeim sökum þótti lands- stjórninni sýnt að ýta þyrfti málinu úr vör l/\lþingistíðindi, 1917). í umræddri sjö manna nefnd sátu Magnús Sigurðsson, bankastjóri, prófessorarnir og læknarnir Guðmundur Magnússon og Guðmundur Hannesson, Guðmundur Björnson, landlæknir, Jens Eyjólfsson, byggingameistari, Geir Zoéga, landsverkfræðingur, og Ingibjörg Hákonar- dóttir Bjarnason, skólastýra Kvennaskóla íslands (Gunnar M. Magnúss, 1981). Ingibjörg var einnig formaður „Land- spítalasjóðs íslands". Eitt af verkefnum nefndarinnar var að koma með tillögu úr hvaða efni Landspítalinn skyldi byggður, hve stórt land hann þyrfti og hvar hann skyldi staðsettur. Umrædd nefnd héit fimm fundi um málið og komst að einni niðurstöðu, þ.e. staðsetningu Landspítalans. Hann átti að vera staðsettur sunnan og austan við Kennaraskólann. Þar var nægilegur afrennslishalli, útsýni gott, lítil hætta væri á því að byggt yrði fyrir sólu eða útsýni og gnægð af álitlegu grjóti á staðnum. Því næst taldi nefndin mikilvægt að senda hæfa menn til útlanda til að skoða spítala áður en ákveðið yrði eitthvað um byggingu Landspítalans (Þjóðskjalasafn íslands, Db. 8, nr. 19). Um miðjan ágúst árið 1919 héldu þeir Guðmundur Hannesson prófessor og Guðjón Samúelsson húsameist- ari utan til Kaupmannahafnar. Landsstjórnin hafði ákveðið að fara að tillögu sjö manna nefndarinnar og senda þá félaga í skoðunarferð á spítalabyggingum í Danmörku, Noregi og í Svíþjóð. Guðmundur og Guðjón byrjuðu á því að skoða þrjú stærstu sjúkrahúsin í Kaupmannahöfn. Þau voru Ríkisspítalinn, ö/speö/'ergsjúkrahúsið og Frederiks- öergssjúkrahúsið þar í borg. Síðan héldu þeir félagar til Álaborgar og skoðuðu þar nýbyggt Amtssjúkrahús og síðan lá leiðin til Lundar þar sem þeir skoðuðu nýlegt háskólasjúkrahús. Þá héldu þeir til Björgvinjar í Noregi og skoðuðu nýbyggt sjúkrahús, Haukelandsykehuset. Þaðan lá leið þeirra félaga til Kristjaníu/Óslóar þar sem þeir skoðuðu L///eirá/spítalann sem var með stærstu sjúkrahús- um á Norðurlöndum. Ferðalag Guðmundar og Guðjóns 260 Ríkisspítatinn í Kaupmannahöfn. Þennan glæsilega spitala skoðuðu Guðmundur Hannesson, prófessor, og Guðjón Samúelsson, húsameistari rikisins, í skoðunarferð þeirra félaga í Kaupmannahöfn árið 1919. Ríkisspítalinn í Kaupmannahöfn er glæsileg bygging. Spitalinn tók til starfa árið 1910. tók tvo mánuði (Þjóðskjalasafn íslands, Db. 8, nr. 19). Fljótlega eftir heimkomu Guðmundar Hannessonar og Guðjóns Samúelssonar skrifaði Kristján X. konungur undir lög um húsagerð ríkisins. Samkvæmt þeim var landsstjórninni á íslandi heimilt að láta reisa Landspítala svo fljótt sem því yrði við komið (Stjórnartíðindi, 1919). Landsstjórnin á íslandi aðhafðist ekkert í Landspítala- málinu fyrr en í byrjun ársins 1921. Þá skipaði Jón Magnússon, forsætis- og dómsmálaráðherra, nýja nefnd. Þessi nefnd skyldi hefja undirbúning að byggingu Land- spítalans, gerð spítalabyggingarinnar og öðru fyrirkomulagi spítalans og rekstri hans. Nefndin, sem fékk heitið „Land- spítalanefndin", var skipuð fjórum læknum og einni konu. Læknarnir voru Guðmundur Thoroddsen, Jón Hjaltalín Sigurðsson, Halldór Steinsson og Guðmundur Hannesson prófessor. Guðmundur Thorodssen og Jón Hjaltalín Sigurðsson urðu síðar yfirlæknar Landspítalans. Konan, sem skipuð var í umrædda nefnd, var Ingibjörg Hákonar- dóttir Bjarnason, skólastýra Kvennaskólans í Reykjavík og formaður „Landspítalasjóðs íslands". Engin hjúkrunarkona sat í umræddri „Landspítalanefnd" og engar heimildir eru fyrir því að hjúkrunarkonur í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarkvenna hafi farið fram á það að fá að sitja í umræddri nefnd (Erla Dóris Halldórsdóttir, 2000). í maímánuði árið 1921 sendi umrædd „Landspítala- nefnd“ Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, tillögur um byggingu spítalans. Sagði þar að stærð spítalans ætti að vera um 150 sjúkrarúm. í fyrsta áfanga byggingarinnar átti að byggja spítala fyrir 70 til 80 sjúklinga og bæta síðan hinum helmingnum við (Þjóðskjalasafn íslands. Gögn frá embætti húsameistara ríkisins). Tók Guðjón Samúelsson húsameistari þegar til við að teikna Landspítalann. Fyrsta teikning hans af Landspítal- Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.