Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 22
að við Landspítalann skyldu starfa þrjár deildarhjúkrunar- konur og fáeinar hjúkrunarkonur. Einnig átti kennsla hjúkrunarnema að fara fram á spítalanum. Á þessum tíma sá stjórn Félags íslenskra hjúkrunarkvenna alfarið um skipulag hjúkrunarnáms en hún virðist ekki hafa komið nálægt ákvörðunartöku „Landspítalalanefndarinnar" varð- andi fjölda hjúkrunarnema við Landspítalann. Ekki verður annað sagt en að árið 1927 hafi orðið viðburðaríkt í sögu íslenskrar hjúkrunarstéttar. Það ár voru kosningar til Alþingis og hingað kom hópur norrænna hjúkrunarkvenna til skrafs og ráðagerða við hjúkrunar- konurnar. (Grein þessi er í tveimur hlutum og birtist síðari hlutinn í fyrsta tölublaði 2001) Heimildir: Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga B/1, 1922-1928. Þjóðskjalasafn íslands. Gögn frá embætti húsameistara ríkisins. Þjóðskjalasafn íslands. Stjórnarráð íslands, Db. 8, nr. 19. Landspítalinn 2920/1928. Þjóðskjalasafn íslands, einkaskjalasafn E.45, „Landsspítalasjóður íslands". I þessu skjali, sem dagsett er 20. júlí árið 1915, má finna nöfn 30 kvenna sem skrifuðu undir skjalið „Ávarp til íslenskra kvenna" en þar er sagt frá því að stofnaður sé „Landsspítalasjóður íslands" í minningu þess að konur á íslandi fengu kosningarétt árið 1915. Alþingismannatal 1845-1995 (1996). Reykjavík: Skrifstofa Alþingis, bls. 219. Alþingistíðindi fyrir árið 1917 A (1917). Reykjavík: Prentsmiðjan Guten- berg, bls. 628. Árni Árnason (1915). Hvernig getur hjúkrun komist í betra laga til sveita? Læknablaðið 1:8, bls. 122. Erla Dóris Halldórsdóttir (1996). Upphaf hjúkrunarstéttar á íslandi. B.A. ritgerð í sagnfræði við Háskóla íslands, bls. 32, 38-47, 52-53, 68, 70, 92-93. íslensku hjúkrunarkonurnar, sem luku hjúkrunarnámi í útlöndum á árunum 1918-1922, eru nafngreindar í B.A. ritgerð minni. Erla Dóris Halldórsdóttir (2000). íslensk hjúkrunarstótt frá árinu 1930 til 1960. 10 eininga ritgerð til M.A. prófs í sagnfræði við Háskóla íslands, bls. 8-14. Gunnar M. Magnúss (1981). Landspítalabókin. [Reykjavíkj: Ríkisspítalar, bls. 27-28, 33, 42, 50-51. Hulda (1944). Eir. Tileinkað félagi íslenzkra hjúkrunarkvenna á 25 ára starfsafmæli. Hjúkrunarkvennablaðið 3:20, bls. 1. Stjórnartíðindi fyrir ísland árið 1915 A (1915). Reykjavík: ísafoldarprent- smiðja, bls. 89. Stjórnartíðindi fyrir ísland árið 1919 A (1919). Reykjavík: Prentsmiðjan Gutenberg, bls. 231. Ingibjörg R. Magnúsdóttir Mig langar til að ræða hér um grunnnám í hjúkrunarfræði eða það nám sem nú virðist vera farið að tala um og rita sem grunnnám. Ég fæ ekki séð að það nám, sem við höfum lokið frá Hjúkrunarskóla íslands, Háskóla íslands eða Háskólanum á Akureyri, sé grunnnám. Það hefur verið og er nám í hjúkrunarfræði sem nemendur hafa lokið frá viðkomandi skóla hverju sinni. Viðkomandi hefur þá hlotið - eins og var fyrstu árin - réttindi til þess að starfa sem fullgildur hjúkrunarfræðingur hér á landi eða, sem síðar varð, getað með prófskírteini í hendi hlotið réttindi til þess frá heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Hvers vegna þá að tala um grunnnám? Aldrei hefi ég heyrt talað um grunnnám í læknisfræði eða grunnnám í viðskiptafræði, guðfræði eða öðrum greinum þar sem nemendur eru brautskráðir að loknu lokaprófi. Hvers vegna þá að tala um grunnnám í hjúkr- unarfræði? Og hvenær slæddist það inn í málið? Var það þegar hjúkrunarfræðingar fóru utan til þess að stunda framhaldsnám við erlenda háskóla og luku þaðan meistaragráðu í einhverri sérgrein hjúkrunar? Þá til að aðgreina nám í hjúkrunarfræði og framhaldsnám í einhverri sérgrein hjúkrunar? Það má að vissu leyti segja að þarna sé verið að draga úr námi í hjúkrunarfræði með því að kalla það grunnnám. Það hvarflar ekki að mér að það hafi verið ætlun þeirra sem fyrst fóru að tala um grunnnám í hjúkrunarfræði. Ef til vill eru þetta áhrif frá tungum annarra þjóða. Það er mikill vandi að þýða úr öðrum málum yfir á íslenska tungu og það er gaman þegar vel til tekst en jafnslæmt þegar svo er ekki. Ég bið hjúkrunarfræðinga alla að taka þessar hugleiðingar til alvarlegrar athugunar. Ef við hjúkrunar- fræðingar gerum það ekki - þá hver? 262 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.