Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Side 24
u Íok-torÍKKÍ
Margrét Gústafsdóttir hlaut
doktorsgráðu í hjúkrunar-
fræði frá University of
California, San Francisco, í
lok ársins 1999. Aðalleið-
beinandi hennar í náminu
var dr. Catherine A. Chesla,
hjúkrunarfræðingur, og var
hún jafnframt formaður
þeirrar nefndar sem bar
ábyrgð á ritgerðarskrifunum
(Committee in Charge). Aðrir í nefndinni voru dr. Patricia
Benner, hjúkrunarfræðingur, og dr. Margaret Walihagen,
hjúkrunarfræðingur. Dr. Sharon R. Kaufman, mannfræð-
ingur, sat að auki í sk. „Qualifying Examination Committee"
(nefnd sem prófar hæfni stúdents til þess að vinna að
doktorsritgerð) en formaður þeirrar nefndar var dr. Patricia
Benner.
Margrét hlaut styrki til námsins frá Kaliforníuháskóla í
San Francisco og styrki til rannsóknarinnar frá Rann-
sóknarsjóði Fláskóla íslands og Öldrunarráði íslands.
Doktorsritgerð Margrétar fjallar um samskipti aðstand-
enda og starfsfólks á hjúkrunarheimilum og áhrif þeirra á
umönnun. Um er að ræða túlkandi-fyrirbærafræðilega
rannsókn. í rannsókninni tóku þátt 15 aðstandendur og 16
hópar starfsfólks (4-5 starfsmenn í hverjum hóp). Tekin
voru tvö viðtöl við hvern aðstandanda og eitt viðtal við
hvern hóp starfsfólks. Þá voru gerðar vettvangsathuganir
á átta deildum á þeim þrem hjúkrunarheimilum á Stór-
Reykjavíkursvæðinu sem rannsóknin tók til og var m.a.
rætt formlega og óformlega við heimilisfólk og starfsfólk.
Fjölskyldubönd, kringumstæður aðstandenda og sýn
fjölskyldunnar á aðstæður hins aldraða hafa áhrif á þátt-
töku fjölskyldunnar í umönnun. í ritgerðinni er sýnt fram á
hvernig fjölskyldan tekur þátt í umönnun á mismunandi
hátt með sex dæmum. í hverju dæmi er gerð grein fyrir
reynslu fjölskyldunnar af umönnun og samskiptum hennar
við starfsfólkið, hlutdeild fjölskyldunnar f umönnun hins
aldraða og viðbrögð starfsfólks við slíku innleggi. Mismun-
andi bragur er á hlutdeild fjölskyldu í umönnun. Flann
ræðst fyrst og fremst af því marki sem umönnun líkamans
er aðgreind og talin tilheyra starfsvettvangi hjúkrunarfólks-
ins gagnstætt umönnun fjölskyldunnar sem snýr að sjálfi
hins aldraða. Bæði fjölskyldan og starfsfólkið hefur til-
hneigingu til þess að líta svo á að það séu mörk milli
þeirrar umönnunar sem hvor aðili um sig innir af hendi.
Starfsfólkið tekur að takmörkuðu leyti upp með fjölskyld-
unni ýmsa þætti er snerta umönnun en er vissulega
móttækilegt fyrir því sem fjölskyldan bryddar upp á.
Niðurstöður sýna að aðstandendurnir, sem þátt tóku í
rannsókninni, leitast við að sætta sig við stofnunarvistun
nákomins ættingja með því að halda áfram að eiga hlut í
lífi hins aldraða með regiulegum heimsóknum. Heimsóknir
þeirra hafa ákveðna formgerð sem skapar grundvöll fyrir
samveru og gefur heimsóknartímanum innihald og merk-
ingu. Þessir aðstandendur hafa lært „að höndla heim-
sóknir" í heimi þar sem óumflýjanleg afturför íbúanna setur
svip sinn á aðstæður.
Niðurstöðurnar sýna enn fremur að fjölskyldan, sem
kemur í heimsókn á hjúkrunarheimili, heldur verndarhendi
yfir hinum aldraða og vakir yfir líðan hans og öllum við-
brögðum við aðstæðum. Það er því mikilvægt að starfs-
fólk á hjúkrunarheimilum gefi slíkri verndarhendi fjölskyld-
unnar gaum sem skyldi og vinni með henni að velferð hins
aldraða.
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
Sólhlíð 10-Pósthólf 400-902 Vestmannaeyjum
Lausar stöður
Hjúkrunarfræðingar
Á blandaðri deild vantar hjúkrunarfræðing í
fullt starf og einnig til afleysinga í lengri eða
skemmri tíma.
Skurðhjúkrunarfræðingar
Laus er 60% staða á skurðdeild.
Starfsemin felur í sér allar almennar
skurðlækningar og speglanir.
Nánari upplýsingar gefur Selma Guðjónsdóttir,
hjúkrunarforstjóri, í síma 481-1955.
Heilsugæsla
Á heilsugæslu er laus staða fyrir
hjúkrunarfræðing í fullt starf.
Nánari upplýsingar gefur Guðný Bogadóttir,
hjúkrunarstjóri heilsugæslu, í síma 481-1955.
264
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000