Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 24
u Íok-torÍKKÍ Margrét Gústafsdóttir hlaut doktorsgráðu í hjúkrunar- fræði frá University of California, San Francisco, í lok ársins 1999. Aðalleið- beinandi hennar í náminu var dr. Catherine A. Chesla, hjúkrunarfræðingur, og var hún jafnframt formaður þeirrar nefndar sem bar ábyrgð á ritgerðarskrifunum (Committee in Charge). Aðrir í nefndinni voru dr. Patricia Benner, hjúkrunarfræðingur, og dr. Margaret Walihagen, hjúkrunarfræðingur. Dr. Sharon R. Kaufman, mannfræð- ingur, sat að auki í sk. „Qualifying Examination Committee" (nefnd sem prófar hæfni stúdents til þess að vinna að doktorsritgerð) en formaður þeirrar nefndar var dr. Patricia Benner. Margrét hlaut styrki til námsins frá Kaliforníuháskóla í San Francisco og styrki til rannsóknarinnar frá Rann- sóknarsjóði Fláskóla íslands og Öldrunarráði íslands. Doktorsritgerð Margrétar fjallar um samskipti aðstand- enda og starfsfólks á hjúkrunarheimilum og áhrif þeirra á umönnun. Um er að ræða túlkandi-fyrirbærafræðilega rannsókn. í rannsókninni tóku þátt 15 aðstandendur og 16 hópar starfsfólks (4-5 starfsmenn í hverjum hóp). Tekin voru tvö viðtöl við hvern aðstandanda og eitt viðtal við hvern hóp starfsfólks. Þá voru gerðar vettvangsathuganir á átta deildum á þeim þrem hjúkrunarheimilum á Stór- Reykjavíkursvæðinu sem rannsóknin tók til og var m.a. rætt formlega og óformlega við heimilisfólk og starfsfólk. Fjölskyldubönd, kringumstæður aðstandenda og sýn fjölskyldunnar á aðstæður hins aldraða hafa áhrif á þátt- töku fjölskyldunnar í umönnun. í ritgerðinni er sýnt fram á hvernig fjölskyldan tekur þátt í umönnun á mismunandi hátt með sex dæmum. í hverju dæmi er gerð grein fyrir reynslu fjölskyldunnar af umönnun og samskiptum hennar við starfsfólkið, hlutdeild fjölskyldunnar f umönnun hins aldraða og viðbrögð starfsfólks við slíku innleggi. Mismun- andi bragur er á hlutdeild fjölskyldu í umönnun. Flann ræðst fyrst og fremst af því marki sem umönnun líkamans er aðgreind og talin tilheyra starfsvettvangi hjúkrunarfólks- ins gagnstætt umönnun fjölskyldunnar sem snýr að sjálfi hins aldraða. Bæði fjölskyldan og starfsfólkið hefur til- hneigingu til þess að líta svo á að það séu mörk milli þeirrar umönnunar sem hvor aðili um sig innir af hendi. Starfsfólkið tekur að takmörkuðu leyti upp með fjölskyld- unni ýmsa þætti er snerta umönnun en er vissulega móttækilegt fyrir því sem fjölskyldan bryddar upp á. Niðurstöður sýna að aðstandendurnir, sem þátt tóku í rannsókninni, leitast við að sætta sig við stofnunarvistun nákomins ættingja með því að halda áfram að eiga hlut í lífi hins aldraða með regiulegum heimsóknum. Heimsóknir þeirra hafa ákveðna formgerð sem skapar grundvöll fyrir samveru og gefur heimsóknartímanum innihald og merk- ingu. Þessir aðstandendur hafa lært „að höndla heim- sóknir" í heimi þar sem óumflýjanleg afturför íbúanna setur svip sinn á aðstæður. Niðurstöðurnar sýna enn fremur að fjölskyldan, sem kemur í heimsókn á hjúkrunarheimili, heldur verndarhendi yfir hinum aldraða og vakir yfir líðan hans og öllum við- brögðum við aðstæðum. Það er því mikilvægt að starfs- fólk á hjúkrunarheimilum gefi slíkri verndarhendi fjölskyld- unnar gaum sem skyldi og vinni með henni að velferð hins aldraða. Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja Sólhlíð 10-Pósthólf 400-902 Vestmannaeyjum Lausar stöður Hjúkrunarfræðingar Á blandaðri deild vantar hjúkrunarfræðing í fullt starf og einnig til afleysinga í lengri eða skemmri tíma. Skurðhjúkrunarfræðingar Laus er 60% staða á skurðdeild. Starfsemin felur í sér allar almennar skurðlækningar og speglanir. Nánari upplýsingar gefur Selma Guðjónsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 481-1955. Heilsugæsla Á heilsugæslu er laus staða fyrir hjúkrunarfræðing í fullt starf. Nánari upplýsingar gefur Guðný Bogadóttir, hjúkrunarstjóri heilsugæslu, í síma 481-1955. 264 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.