Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 27
endum í grunnnámi og til að það sé unnt þarf að fjölga kennarastöðum og námsplássum og til þess þarf aukna fjárveitingu. Hjúkrunarfræðingaskorturinn virðist vera sífellt vandamál en umræða þar að lútandi er jafnan meiri þegar þensla er í þjóðfélaginu en í kreppuástandi. Þegar góðæri ríkir missum við hjúkrunarfræðinga í önnur störf. Almennt er erfitt að manna sjúkrastofnanir en það skortir líka sérfræðinga í hjúkrun og það er annað meginverkefni sem við þurfum að beita okkur að. Það þarf að auka sér- hæfingu í hjúkrun, fjölga nemendum í meistaranámi, auka námsleiðir meistaranema og auka framboð á viðbótar- námi. Til að unnt sé að ná því markmiði þarf kennurum með doktorsprófi að fjölga, rannsóknarvirkni kennara á klínískum sviðum þarf að aukast svo og samstarf við aðra sérfræðinga og fræðigreinar. Þá þarf að breyta starfskyldum hjúkrunarfræðinga og koma á skipulagi sem stuðlar að nýjungum, efla rann- sóknartækifæri á vinnustað og veita auknu fjármagni til hjúkrunarrannsókna. í þriðja laga þarf að netvæða kennsl- una, þróa tækni skólans og efla tæknikunnáttu kennara. Til að unnt verði að sinna því þurfa kennarar tíma og fjármagn til að umbreyta kennsluefni og tileinka sér nýja kennsluhætti. í fjórða lagi þarf að efla rannsóknir í hjúkr- unarfræði á heilbrigðisstofnunum, vekja yfirmenn heil- brigðisstofnana til vitundar um gildi rannsókna og þekk- ingar. Til að unnt verði að sinna því verkefni þarf að auka fræðslu um rannsóknir og gildi þeirra fyrir starfsemina, samræma krafta og endurskipuleggja stöður hjúkrunar- fræðinga með rannsóknarþjálfun. í fimmta lagi þarf að miðla fræðilegri þekkingu til alþýðunnar með netvæðingu, almenningsfræðslu og endurmenntun og til að unnt verði að sinna því verkefni þarf aukna tækni og fræðslustarf- semi. f sjötta lagi þarf að alþjóðavæða háskólakennslu og rannsóknir í hjúkrun enn meira en nú er. Til þess þarf alþjóðlega styrktaraðila og sjóði, aukna stjórnunarvinnu og tungumálakunnáttu og til að koma á slíku samstarfi þarf fjarskiptanámskeið og fjarskiptasamskipti. Þetta eru helstu verkefnin fram undan. Formenn námsbrautarinnar hafa hver um sig haft sín áhrif og mótað starfið eins og ég kem til með að gera og starfið mótast einnig af þeim tímum sem við lifum á. Því skiptir miklu að vera opinn fyrir því sem er að gerast og taka tillit til þess. Og svo koma ófyrirsjáanleg verkefni sem þarf að taka á hverju sinni.“ Marga leggur áherslu á að með auknum framförum í læknavísindum lifi fólk lengur og þörf fyrir hjúkrun aukist stöðugt. „Það þarf að tengja sjúkrahúsþjónustu við heima- þjónustu og í framtíðinni má búast við að sífellt fleira fólk verði veikt heima hjá sér.“ Hún er spurð hvort karlmönnum sé að fjölga í stéttinni og svarar að svo sé ekki, a.m.k. ekki hér á landi. „En karlmönnum hefur fjölgað mjög meðal hjúkrunarfræðinga víða erlendis. í Þýskalandi, þar sem ég hef verið við kennslu, var t.d. helmingur nemenda í einum bekknum, sem ég kenndi, karlar. Þetta getur haft eitthvað að gera með laun og viðhorf þó ég viti ekki hvernig stendur á þessum mun milli landanna. Konur virðast enn bera hitann og þungann af heimilisstörfum og stór hluti hjúkrunarfræðinga er í hlutastörfum. Konur hafa verið dug- legar að sækja í öll vígi karla en karlar, að minnsta kosti hér á landi, eru ekki jafnduglegir að sækja í vígi kvenna og konur í vígi karla.“ -vkj Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar Á fundi stjórnar Minningarsjóðs Hans Adolfs Hjartarsonar, námssjóðs hjúkrunarfræðinga, sem haldinn var 9. júní á þessu ári, var ákveðið að veita Lilju Stefánsdóttur styrk til meistaranáms í stjórnun og rekstri á heilbrigðissviði við háskólann í Minnesota. Styrkurinn er að upphæð 120.000 krónur. Lilju er óskað til hamingju með styrkinn og velfarnaðar í framtíðinni. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000 267
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.