Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Page 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Page 30
Aðilar að EES-samningnum (sland, Austurríki, Belgía, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, írland, Ítalía, Lichtenstein, Lúxemborg, Noregur, Portúgal, Spánn, Stóra-Bretland, Svíþjóð og Þýskaland. á íslandi er Hjúkrunarráð. Stjórn Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga telur eðlilegt að umsögn um nám erlendra hjúkrunarfræðinga, sem félagið hefur veitt fram að þessu, verði á vettvangi Hjúkrunarráðs. Nú eru því allar umsóknir um leyfi sendar til heilbrigðisráðuneytisins og félagið sam- þykkir tímabundið atvinnuleyfi einungis handa þeim einstaklingum sem Hjúkrunarráð hefur metið þannig að þeir uppfylli menntunarskilyrði sem krafist er til hjúkrunar- leyfis að öðru leyti en því að íslenskukunnátta sé ófull- nægjandi. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu hafa á undanförnum tfu árum 57 hjúkr- unarfræðingar fengið starfsleyfi á íslandi á grundvelli EES- samningsins og 31 hjúkrunarfræðingur frá öðrum löndum OSWALDS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK Davíð Utfamrstj. Inger Umsjón Ólafitr Utfararstj. LIKKISTUVINNUSTOFA Í YVINDAR ÁRNASONAR %f@f$ 1899 fengið hjúkrunarleyfi. Frá 1. janúar 1999 til 30. júní 2000 hafa 15 hjúkrunarfræðingar fengið starfsleyfi á grundvelli EES-samningsins og fjórir frá öðrum löndum fengið hjúkrunarleyfi. Þrettán aðrir einstaklingar sóttu enn fremur um leyfi á þessu tímabili en fengu höfnun ýmist vegna þess að íslenskukunnátta var ekki til staðar, að gögn vantaði í umsókn þeirra eða að þeir uppfylltu ekki önnur skilyrði. Ljóst er að þeir umsækjendur, sem uppfyila öll skilyrði utan íslenskukunnáttu, munu fá hjúkrunarleyfi þegar þeir hafa öðlast næga þekkingu á íslensku máli. Einstaklingar með hjúkrunarleyfi frá löndum utan EES og með menntun, sem ekki uppfyllir skilyrði EES- samnings- ins, fá ekki hjúkrunarleyfi á íslandi né í öðrum aðildar- löndum EES. Sumir þeirra einstaklinga, sem ekki fá leyfi, afla sér tilskilinnar menntunar, aðrir fá vinnu á sjúkra- stofnunum sem aðstoðarfólk við hjúkrun. í siðareglum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er kveðið á um að hjúkrunarfræðingur eigi að miðla eigin þekkingu og reynslu til samstarfsfólks og að hann sýni stéttvísi í samskiptum við hjúkrunarfræðinga innan og utan starfsvettvangs. Hvernig tökum við íslenskir hjúkrunar- fræðingar svo á móti erlendum kollegum okkar? Hvernig kynnum við þeim það fagumhverfi sem við búum í? Heilbrigðiskerfið, lög og réttindi, kjarasamninginn og fram- gangskerfið? Hljóta hjúkrunarfræðingar af erlendum upp- runa sambærilegan framgang og íslenskir hjúkrunarfræð- ingar? Ég veit það ekki. Gleymum því þó ekki að þeirra hæfni og reynsla getur verið önnur en okkar en ekki síður mikilvæg. Það skiptir okkur íslenska hjúkrunarfræðinga hins vegar miklu máli að erlendir hjúkrunarfræðingar njóti sömu kjara og við og að framgangskerfið meti þeirra hæfni til jafns við okkar. Það skiptir okkur máli ekki einungis út frá faglegu sjónarmiði heldur einnig réttindalegu. í raun þurfum við að standa vörð um þessa einstaklinga og gæta þess að þeir njóti sömu réttinda og launa og íslenskir hjúkrunarfræðingar. Hjúkrunarráð hefur nú í haust ákveðið að óska eftir því við Endurmenntunarstofnun HÍ að boðið verði upp á nám- skeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk af erlendum uppruna. Á námskeiðinu verður fjallað um lög og réttindi í íslenska heilbrigðiskerfinu. Enn fremur er boðið upp á íslenskunám- skeið. Að auki hefur stjórn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga ákveðið að bjóða erlendum hjúkrunarfræðingum upp á fræðsludag í vor þar sem kjarasamningurinn og önnur félagsmál verða kynnt. Ég vil hvetja íslenska hjúkrunarfræðinga til að taka vel á móti erlendum starfssystkinum sínum og eiga frumkvæði að því að kynna þeim íslenskt heilbrigðisumhverfi og fag- og réttindamál hjúkrunarfræðinga. Gleymum því heldur ekki að útlendingar geta kennt okkur margt, veitt okkur innsýn í sinn menningarheim, auðgað þekkingargrunn okkar og þar með gert okkur hæfari sem einstaklinga og hjúkrunarfræðinga. 270 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.