Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Side 34
Helga Birna Ingimundardóttir
hagfræðingur
Staða kjaramála
■ Kjarasamningur Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga annars vegar og
fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs hins
vegar rann út 31. október síðast-
liðinn. Undirbúningur að gerð nýs
kjarasamnings hefur verið í gangi frá
því í byrjun þessa árs. Var þá m.a.
leitað til trúnaðarmanna félagsins
eftir hugmyndum er gætu nýst í
vinnu við kröfugerð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í
komandi samningum. Kröfugerðin liggur nú fyrir og nú
þegar hafa verið haldnir tveir samningafundir við samn-
inganefnd ríkisins. Á þeim fundum hafa komið fram helstu
áhersluatriði samningsaðila. Helstu áhersluatriði í kröfu-
gerð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru m.a. að laun
verði metin í samræmi við menntun og ábyrgð, stofnana-
þátturinn verði tryggður, vinnuvikan stytt, vaktaálagi verði
breytt og að réttur til menntunar verði aukinn. Samninga-
nefnd ríkisins hefur lagt áherslu á fimm meginatriði: Áfram-
haldandi stöðugleika í efnahagsmálum, samskipti stofnana
og stéttarfélaga verði endurskoðuð, vinnutímatilhögun,
starfsþróun og fyrirkomulag og að rædd verði ýmis sérmál
félaga. Umræður hafa farið hægt en örugglega af stað og
áfram verður haldið á þeirri braut að ræða einstök atriði
kröfugerðarinnar.
Tilefni þessarar greinar er að upplýsa hjúkrunarfræð-
inga um nokkrar staðreyndir varðandi launahækkanir á
síðasta samningstímabili, þ.e. frá 1. maí 1997 til 31. októ-
ber 2000. í tölum þeim, sem hér fara á eftir, er rétt að taka
fram að þetta eru fengin gögn frá kjararannsóknarnefnd
opinberra starfsmanna. Gögnin ná yfir þá ríkisstarfsmenn
sem eru í skrám hjá KOS. Sérstök athygli er vakin á því að
KOS hefur ekki upplýsingar um nærri alla ríkisstarfsmenn
þar sem ýmsar stofnanir á landsbyggðinni hafa ekki enn
skilað gögnum til KOS. Það á t.d. við um flest sjúkrahús á
landsbyggðinni.
Það hefur víða komið fram að laun hjúkrunarfræðinga
hafa hækkað talsvert á tímabilinu og að sjálfsögðu fögnum
við því að hafa fengið leiðréttingu á kjörum okkar. Við-
miðunarstéttir okkar hafa jafnframt fengið góðar launa-
hækkanir eins og sést á mynd 1. Þar sést að meðaldag-
vinnulaun hjúkrunarfræðinga hafa hækkað hlutfallslega
minna en meðaldagvinnulaun innan Bandalags háskóla-
manna (BHM) á tímabilinu janúar 1997 til júní 2000.'Að
meðaltali hafa dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga hækkað
um 56,2% á móti 59,2% að meðaltali hjá félögum innan
BHM.
Heildarlaun hjúkrunarfræðinga hafa hins vegar hækkað
hlutfallslega meira en annarra félaga innan BHM og stað-
festir það enn fremur það sem kemur fram í annarri grein
Mynd 1
Þróun dagvinnu- og heildarlauna hjá BHM og ríkisstarfsmönnum innan Féiags
íslenskra hjúkrunarfræðinga tímabilið janúar 1997 til júní 2000
Heimild: Kjararannsóknamefnd opinberra starfsmanna
330.000
280.000
230.000
180.000
130.000
80.000
-*—Fíh dagv.laun * Fíh heildarlaun —*—BHM dagv.laun BHM heildarlaun
274
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000