Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 34
Helga Birna Ingimundardóttir hagfræðingur Staða kjaramála ■ Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga annars vegar og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs hins vegar rann út 31. október síðast- liðinn. Undirbúningur að gerð nýs kjarasamnings hefur verið í gangi frá því í byrjun þessa árs. Var þá m.a. leitað til trúnaðarmanna félagsins eftir hugmyndum er gætu nýst í vinnu við kröfugerð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í komandi samningum. Kröfugerðin liggur nú fyrir og nú þegar hafa verið haldnir tveir samningafundir við samn- inganefnd ríkisins. Á þeim fundum hafa komið fram helstu áhersluatriði samningsaðila. Helstu áhersluatriði í kröfu- gerð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru m.a. að laun verði metin í samræmi við menntun og ábyrgð, stofnana- þátturinn verði tryggður, vinnuvikan stytt, vaktaálagi verði breytt og að réttur til menntunar verði aukinn. Samninga- nefnd ríkisins hefur lagt áherslu á fimm meginatriði: Áfram- haldandi stöðugleika í efnahagsmálum, samskipti stofnana og stéttarfélaga verði endurskoðuð, vinnutímatilhögun, starfsþróun og fyrirkomulag og að rædd verði ýmis sérmál félaga. Umræður hafa farið hægt en örugglega af stað og áfram verður haldið á þeirri braut að ræða einstök atriði kröfugerðarinnar. Tilefni þessarar greinar er að upplýsa hjúkrunarfræð- inga um nokkrar staðreyndir varðandi launahækkanir á síðasta samningstímabili, þ.e. frá 1. maí 1997 til 31. októ- ber 2000. í tölum þeim, sem hér fara á eftir, er rétt að taka fram að þetta eru fengin gögn frá kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna. Gögnin ná yfir þá ríkisstarfsmenn sem eru í skrám hjá KOS. Sérstök athygli er vakin á því að KOS hefur ekki upplýsingar um nærri alla ríkisstarfsmenn þar sem ýmsar stofnanir á landsbyggðinni hafa ekki enn skilað gögnum til KOS. Það á t.d. við um flest sjúkrahús á landsbyggðinni. Það hefur víða komið fram að laun hjúkrunarfræðinga hafa hækkað talsvert á tímabilinu og að sjálfsögðu fögnum við því að hafa fengið leiðréttingu á kjörum okkar. Við- miðunarstéttir okkar hafa jafnframt fengið góðar launa- hækkanir eins og sést á mynd 1. Þar sést að meðaldag- vinnulaun hjúkrunarfræðinga hafa hækkað hlutfallslega minna en meðaldagvinnulaun innan Bandalags háskóla- manna (BHM) á tímabilinu janúar 1997 til júní 2000.'Að meðaltali hafa dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga hækkað um 56,2% á móti 59,2% að meðaltali hjá félögum innan BHM. Heildarlaun hjúkrunarfræðinga hafa hins vegar hækkað hlutfallslega meira en annarra félaga innan BHM og stað- festir það enn fremur það sem kemur fram í annarri grein Mynd 1 Þróun dagvinnu- og heildarlauna hjá BHM og ríkisstarfsmönnum innan Féiags íslenskra hjúkrunarfræðinga tímabilið janúar 1997 til júní 2000 Heimild: Kjararannsóknamefnd opinberra starfsmanna 330.000 280.000 230.000 180.000 130.000 80.000 -*—Fíh dagv.laun * Fíh heildarlaun —*—BHM dagv.laun BHM heildarlaun 274 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.