Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 40
lærisveinarnir sem flúðu af hólmi og konurnar sem horfðu
á vin sinn láta í minni pokann fyrir þeim sem vildu losna við
hann. Þess vegna er mikilvægt að krossinn og upprisan
verði ekki aðskilin. Án upprisunnar hefur dauðinn síðasta
orðið. Píslarsaga Krists, úr samhengi við páskafrásöguna,
verður saga um góðan einstakling sem fórnaði lífi sínu í
baráttunni gegn illskunni og dauðanum, en tapaði, eins og
svo margir aðrir, fyrir þeim öflum sem hann hafði barist
gegn. í samhengi páskafrásögunnar ber krossinn hins
vegar vitni um Guð sem gengur inn í mannleg kjör allt til
dauða. í Ijósi upprisunnar sjáum við að krossinn gerir
meira en vitna um samstöðu Guðs með okkur í þjáningu
og dauða. Upprisan ber vitni um sigur Guðs yfir dauð-
Viðurkenning
Hollvinafélags
hjúkrunarfræðideildar
Haldið var upp á stofnun hjúkrunarfræði-
deildar í hátíðarsal Háskóla íslands
2. október sl. Við það tækifæri fékk Helga
Jónsdóttir viðurkenningu Hollvinafélags
hjúkrunarfræðideildarinnar fyrir einstök
fræðistörf og hjúkrunarrannsóknir og þar
með framlag til framþróunar í hjúkrunar-
fræði. Viðurkenningin er veitt árlega, í fyrra
fékk Kristín Björnsdóttir viðurkenninguna og
Marga Thome árið þar á undan. Myndin var
tekin við þetta tækifæri af þeim Helgu,
Kristínu og Mörgu.
anum, þegar hið illa breytist í blessun, dauðinn í líf. Þar
með táknar krossinn annars vegar samstöðu Guðs með
okkur í þjáningu og dauða en hins vegar sigur lífsins yfir
þjáningunni og dauðanum.
Boðskapurinn um nálægð Guðs í þjáningunni hefur
gefið þjáðum einstaklingum von þegar syrtir í álinn. Að sjá
tengsl á milli eigin þjáningar og þjáningar Krists á
krossinum hefur skipt sköpum fyrir marga. Fullvissan um
að Jesús þekki þjáninguna af eigin raun skiptir hér mestu.
Frammi fyrir hyldýpi þjáningarinnar hafa líka margir fundið
von í hinum þekktu orðum þýska guðfræðingsins Dietrichs
Bonhoeffers sem sagði, þar sem hann beið dauða síns í
fangabúðum nasista undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar:
Aðeins hinn þjáði Guð getur hjálpað!
En hugmyndin um hinn þjáða og deyjandi Guð á kross-
inum getur reynst erfið. Guð sem opinberast í veikleika, en
ekki í valdi og krafti, gengur þvert á hugmyndir okkar um
hinn alvalda Guð sem kemur og kippir öllu í lag. Það reyn-
ist mörgum erfitt að flytja þjáðum og deyjandi einstakl-
ingum boðskapinn um hinn krossfesta Guð. Mörgum, sem
vitja hinna sjúku og deyjandi, virðist oft auðveldara að tala
um Guð sem kemur og lagar allt heldur en að tala um hinn
þjáða Guð. Flversu aðlaðandi er ekki myndin af Guði sem
kemur eins og álfamær og sveiflar töfrasprotanum þegar
erfiðleikar steðja að og kraftaverk er eina hugsanlega
lausnin? En sá Guð sem við mætum á krossinum er Guð
sem þjáist og er með okkur í okkar þjáningu. Flinn kross-
festi Guð þekkir aðstæður okkar. Þessi Guð er hvorki
hafinn yfir þjáninguna né hjálparlaust fórnarlamb illra afla
heldur hefur valið að deila kjörum með þeim sem þjást.
Kærleikur Guðs veldur því að Guð bregst við þjáningu
okkar. Guð býður okkur fylgd í gegnum dauðans dimma
dal.
Við erum hvert og eitt kölluð til þess að reynast náungi
þjáðra systra okkar og bræðra. Með því að sinna um þá
sem þjást tökum við þátt í viðbrögðum Guðs við þjáningu
heimsins. Þegar við mætum þjáðum systrum okkar og
bræðrum er mikilvægt að við freistumst ekki tii þess að
segja að allt muni verða í lagi af því að Guð muni kippa
öllu í lag. Hver sem annast hina sjúku er ekki kallaður til
þess að gefa svör eða kippa öllu í liðinn. Sá eða sú sem
gerist náungi þeim sem þjást, færir von með nærveru
sinni, með því að bjóða hinum þjáða samfylgd í gegnum
dauðans dimma dal. Jólin segja okkur frá komu Guðs til
okkar: Guð er með oss. Ég og þú fáum ekki aðeins að
reyna þessa nærveru heldur fáum það hlutverk að vera
farvegur fyrir nærveru Guðs til systra okkar og bræðra: Að
vera Kristur náunga okkar, eins og Lúther orðaði það svo
vel. Þannig verðum við ekki aðeins heyrendur heldur líka
gerendur orðsins, fagnaðarerindisins sem gefur jólahátíð-
inni merkingu og tilgang.
280
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000