Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Side 41
„<])[{ vtq bAm^kjúkru^Ar stm w.es'Un"
- segir Hertha W. Jónsdóttír, fyrrverandi hjúkrunarframkvæmdastjóri
„Þegar ég sótti um rannsóknarleyfi óskaði ég eftir að vinna
verkefni í hjúkrun að eigin vali. Það lá nokkuð Ijóst fyrir að
hvaða verkefni ég myndi vinna og ég vissi alltaf innst inni að
ég ætti að skrifa um þróun hjúkrunar á Barnaspítala Hrings-
ins árin 1980 - 1998 og ekkert annað. Samt gat ég engan
veginn ákveðið það til fulls eða byrjað á því verki strax
vegna þess að svo mörg önnur og þýðingarmikil verkefni
sóttu fast að mér og mér fannst mér bera skylda til að
kanna þau ofan í grunninn, flokka þau og undirbúa sem ég
og gerði," segir Hertha W. Jónsdóttir sem hefur sent frá sér
bók um áðurnefnt efni, aðferðir og hugmyndafræði í barna-
hjúkrun. Hertha hefur verið hjúkrunarframkvæmdastjóri á
Barnaspítala Hringsins þetta tímabil og unnið sem barna-
hjúkrunarfræðingur meira og minna frá því hún lauk námi
fyrir rúmum fjörutíu árum. Þetta er fyrsta bók Herthu og jafn-
framt fyrsta bókin þar sem markvisst er skrifað um þróun
hjúkrunar innan tiltekinnar sérgreinar. Hertha segir að hún
hafi búið svo vel að eiga allar dagbækur sínar og fundar-
gerðir frá 1980 er hún hóf störf á Barnaspítala Hringsins og
því getað notað þær m.a. sem heimildir við skriftirnar.
Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga heimsótti Herthu á
skrifstofu hennar í húsi augndeildar við Eiríksgötu þar sem
Fæðingarheimilið var áður til húsa en þar hefur hún haft
aðstöðu í rannsóknarleyfinu. Hertha lauk hjúkrunarprófi frá
Hjúkrunarskóla íslands 1958 og hóf störf á barnadeildinni
sama ár en deildin tók til starfa 1957. „Hvers vegna ég
lagði fyrir mig barnahjúkrun? Ég veit það svo sem ekki,
það var ef til vill tilviljun eins og svo margt annað í mínu lífi.
Á námstímanum hafði ég unnið við hjúkrun á öllum
deildum Landspítalans og einnig á öðrum sjúkrahúsum en
þá voru engar barnadeildir til og lágu sjúk börn því innan
um fullorðna á sjúkrahúsum. Þó var komin svokölluð
barnastofa á lyflækningadeildinni á Landspítalanum þar
sem alltaf var fullt af krökkum og var rúmum oft skotið bak
við hurð eða höfð á miðju gólfi til að nýta rýmið betur.
Hjúkrunarfræðingarnir vildu gjarnan hafa krakkana nálægt
sér til að betra væri að annast þá og þeir voru talsvert
mikið með börnin þar sem heimsóknir foreldra voru lítið
leyfðar þá. Mér fannst strax mjög gefandi og skemmtilegt
að hjúkra börnum og því var spennandi að ráða sig á hina
nýstofnuðu barnadeild strax eftir útskrift. Og eftir að ég
byrjaði í barnahjúkrun varð ekki aftur snúið."
Þríhyrningurinn barn, foreldrar og starfsfólk
Hertha rekur í bók sinni þróun barnahjúkrunar, hvernig fyrst
var nær eingöngu litið á sjúkdóminn sem barnið þjáðist af,
því næst var farið að líta á barnið sem einstakling og svo
farið að líta á tengsl barnsins við fjölskylduna, félagslegar
þarfir barnsins og þarfir fjölskyldunnar þegar barnið veikist.
Síðan var farið að skilgreina þarfir hjúkrunarfólksins. „Það er
þessi þríhyrningur, barnið, foreldrarnir og starfsfólkið, sem
skiptir mestu í barnahjúkrun. Allir aðilar eru jafnmikilvægir
og enginn getur án hins verið þegar börn eða unglingar
veikjast og miklu skiptir að öllum í þríhyrningnum líði vel.
Eitt af mikilvægustu verkefnunum, sem mér fannst blasa
við er ég tók við störfum hjúkrunarframkvæmdastjóra
Barnaspítala Hringsins, var að stuðla að og finna leiðir til
markvissrar og persónulegrar hjúkrunar fyrir hvert einstakt
barn og foreldra þess. Jafnframt vildi ég auka fræðslu- og
upplýsingastreymi milli barna, foreldra og hjúkrunarfólks og
auka á þann hátt vellíðan foreldra, barna og starfsfólks."
Frá því barnadeildin var opnuð 1957 hefur mikið vatn
runnið til sjávar. Hertha rifjar t.d. upp heimsóknartíma for-
eldra. „Fyrst var foreldrum leyft að heimsækja börnin
tvisvar í viku, á sunnudögum og fimmtudögum, klukkutíma
í senn. Að loknum heimsóknartímum var mikið um grát hjá
börnunum, þau söknuðu foreldranna að sjálfsögðu en
starfsfólkið var mjög natið við börnin og gerði það sem
það gat til að gera dvölina sem ánægjulegasta. Á þessum
tíma voru samgöngur erfiðar, lítið um flug og bílaeign í
lágmarki, og því oft og tíðum erfitt fyrir foreldra að fylgja
barni sínu eftir. Sum börn, sem komu t.d. utan af landi,
voru send á sjúkrahús án ættingja og var þá sjúkra-
flutningamaðurinn eða ættingi í bænum sem kom með
barninu og gaf upplýsingar um það og síðan var barnið
sent heim á sama hátt eftir að búið var að gera viðeigandi
aðgerð eða veita meðferð sem þurfti. Þetta var því mjög
ólíkt því sem við eigum að venjast í dag. Smám saman
fjölgaði heimsóknartímum þannig að heimsóknir urðu dag-
legar og núna geta foreldrar verið hjá börnunum sínum á
hvaða tíma sólarhrings sem er.“
Hertha hefur einnig unnið mikið við kennslu en hún hóf
281
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000