Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 43
Hin hliðin: Björg Þórhailsdóttir Björg Þórhallsdóttir er bæði hjúkr- unarfræðingur og söngkona og söng m.a. einsöng á 80 ára afmælishátíð Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga sem fram fór að Kjarvalsstöðum 6. nóvember í fyrra. Björg er Eyfirðingur að ætt og uppruna og bjó öll sín uppvaxtarár á Möðruvöllum í Hörgárdal og síðar á Akureyri. Hún lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands vorið 1988 og starfaði við hjúkrun til ársins 1996. Björg stundaði söngnám við tónlistarskólann á Akureyri á árunum 1991 til 1996 en haustið 1996 hóf hún framhaldsnám í Ijóða- og óperusöng við Konunglega Tónlistarháskólann í Manchester á Englandi og lauk því námi vorið 1999. Hún hefur komið fram sem einsöngvari við fjölda tæki- færa, haldið tónleika víða um land. Hún hélt m.a. sjö ein- söngstónleika á síðasta ári í tilefni kristnitökuafmælis á íslandi og í október sl. hélt hún einsöngstónleika f tónleika- röðinni Tfbrá í Salnum í Kópavogi. Björg hefur sungið ein- söng með fjölda kóra og sungið tvisvar með Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands. Hún hefur sungið einsöngs- hlutverk í Gloríu eftir Vivaldi, Jólaoratoríu Saint-Saéns, Messíasi eftir Hándel, Messe Solennelle eftir Gounod og Sálumessu Brahms. Á óperusviðinu hefur Björg sungið hlutverk Elsu í Lohengrin eftir Wagner, hlutverk Electru í Idomeneo eftir Mozart og hlutverk Aidu í samnefndri óperu Verdis. í mars í fyrra söng hún hlutverk Kostelnicka í óperunni Jenufa eftir Janácek í Konunglega tónlistar- háskólanum í Manchester. Sl. ár hefur Björg verið við nám og störf í Lundúnum. Tímarit hjúkrunarfræðinga frétti af henni hér á landi en hún hefur undanfarnar vikur verið önnum kafin við að gefa út hljómdisk sem ber heitið: Það ert þú! Eyjafjörður- Ijóð og lag. Lögin og Ijóðin eiga öll rætur að rekja til Eyjafjarðar þar sem höfundar tengjast firðinum með einum eða öðrum hætti. Flest laganna hafa ekki verið hljóðrituð áður og endurspegla ást skáldanna til fjarðarins, náttúru hans og kennileita og eru valin með samspili Ijóðs og lags. „Þetta var hugmynd okkar Daníels Þorsteinssonar, sem leikur undir á píanóið," sagði hún er ritstjóri sló á þráðinn til hennar til Akureyrar. „f upphafi þessa árs vorum við beðin um að flytja nokkur laga Jóhanns Ó. Haraldssonar við Ijóð Davíðs Stefánssonar í afmæli. í framhaldi af því veltum við fyrir okkur hvort ekki væru til fleiri sönglagaperlur eftir eyfirsk tónskáld sem samin höfðu verið við Ijóð eyfirskra skálda. í Ijós kom að talsvert efni var til sem féll undir skilgreininguna. Okkur fannst full ástæða til að koma þessum menningarverðmætum á framfæri og afraksturinn er þessi diskur." Umgjörð disksins er í bókarformi þar sem geisladiskurinn sjálfur er geymdur innan á bókarkápu. Bókin er prýdd Ijósmyndum Rúnars Þórs úr Eyjafirði og tengjast þær innihaldi Ijóðanna. Erlingur Sigurðarson ritar aðfararorð en texti bókarinnar ásamt Ijóðunum er þýddur á ensku af Helenu Frances Eðvarðsdóttur. Björg hefur alfarið snúið sér að söngnum undanfarin ár en hún var fram til 1996 lektor í hjúkrunarfræði við Háskól- ann á Akureyri og starfandi á sjúkrahúsinu. Hún segir söngnámið mjög skemmtilegt en söngheiminn segir hún harðan. Þar ríki mikil samkeppni þar sem hæfileikar skipti ekki alltaf mestu máli og atvinnutækifæri geta verið eins og í happdrætti. „Þetta snýst oft um að vera á réttum stað á réttum tíma. Ég hef verið mjög heppin hingað til, hef verið í Lundúnum í vetur að syngja og einnig sótt tíma til ítalskrar dívu, Iris Dell’Ácqua og William Hancox undirleikara. Á sama hátt og í hjúkruninni er símenntunin mjög mikilvæg í söngnum, það má endalaust gera betur og læra meira. Það á ekki síst við um mína rödd sem er mjög stór og dramatísk og hæfir best stórum óperuhlutverkum. En hefur hjúkrunarmenntunin nýst henni í söngnáminu? „Já, mér þykir mjög vænt um þessa menntun og það er gott að hafa hana í bakhöndinni ef heppnin er ekki með mér í sönghappdrættinu. Það er mikil tilfinningaleg túlkun í söngnum og hjúkrunarfræðingar kynnast öllu litrófi tilfinninganna í starfi sínu og öllum hliðum mannlegs lífs. Þessi reynsla mín auðveldar mér túlkun í söngnum og einnig að ná sambandi við áheyrendur." -vkj Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 5. tbl. 76. árg. 2000 283
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.