Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Page 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Page 44
Páll Biering og Herdís Sveinsdóttir Kmnun Á vimuÁÍAAi oa stArfsÁviœA}u íslöfLSÍorÁ k^úk.ruiÁ.A'ffrÆ^iiÆAA 1. hluti: Vinnutími, vinnuaðstæður, vinnustaður Á fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í maí 1997 var ákveðið að kanna vinnuálag hjúkrunarfræðinga. Þessi ákvörðun var tekin í Ijósi umræðna um mikið vinnuálag á hjúkrunarfræðingum. Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði var falið að gera könnunina. Til að sjónar- mið Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) væru tryggð í könnuninni var skipaður bakhópur sérfræðinga til að ákveða hvernig rannsóknin færi fram. Þennan hóp skipuðu Ásta Thoroddsen, lektor í hjúkrunarfræði, Ágústa Benný Flerbertsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Birna Flygenring, lektor í hjúkrunarfræði, FHelga Fl. Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur, og Ftólmfríður Gunnarsdóttir, fulltrúi vinnuverndarnefndar Fíh. Af hálfu Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði vann Ráll Biering, sérfræðingur, að könnuninni. Niðurstöður vinnuhópsins voru að saminn skyldi spurningalisti sem aflaði upplýsinga um eftirfarandi atriði: (1) starfsferil, menntun og persónulegar aðstæður, (2) almennt heilsufar, heilsuhegðun og streitu í einkalífi, (3) starfstíma og vinnuaðstæður, (4) starfsánægju, (5) vinnu- álag og (6) hugsanlegar afleiðingar vinnuálags, s.s. einkenni þreytu og streitu. Tilgangur könnunarinnar var að afla upplýsinga um vinnuálag, sem hvílir á íslenskum hjúkrunarfræðingum, og tengsl þess við líðan, heilsu og starfsánægju þeirra. Markmið rannsóknarinnar var jafnframt að afla upplýsinga um vinnuálag og starfsaðstæður sem nýst geta stjórn- endum heilbrigðisstofnana og Fíh til að vinna að bættum starfsaðstæðum hjúkrunarfræðinga og bættri mönnun á heilbrigðisstofnunum. FHeildarskýrsla með niðurstöðum könnunarinnar var tilbúinn í nóvember sl. og verður hægt að nálgast hana á skrifstofu Fíh. í þessari grein verður greint frá framkvæmd könnunarinnar, úrtakinu og helstu niðurstöðum er varða vinnutíma, vinnuaðstæður og vinnustað. Aðrar niðurstöður verða kynntar í tímaritinu síðar. Aðferð Framkvæmd Rannsóknin er þversniðskönnun þar sem þátttakenda var aflað annars vegar með einföldu tilviljunarúrtaki og hins vegar með þægindaklasaúrtaki. 284 Tilviljunarúrtakið var tekið úr skrá Fíh yfir starfandi hjúkrunarfræðinga og lentu 500 hjúkrunarfræðingar í úrtakinu. Spurningalistar voru sendir til þessara 500 hjúkr- unarfræðinga 15. apríl 1999 og ítrekunarbréf 10. júní 1999 og 7. desember 1999. Sex sjúkradeildir á Landspítala voru valdar í þægindaklasaúrtakið af hjúkrunarstjórn spítalans. Auk þessara 6 deilda voru þrjár sjúkradeildir á Sólvangi í Flafnarfirði með í klasaúrtakinu. Allir hjúkrunarfræðingar, sem störfuðu á þessum 9 sjúkradeildum 15. apríl 1999, voru beðnir um að taka þátt í rannsókninni, eða samtals 87 hjúkrunarfræðingar. 60 svör bárust frá þessum 87 hjúkrunarfræðingum eða 69,0%. Þegar tilviljunarúrtakið var valið úr félagaskrá Fíh, voru þeir hjúkrunarfræðingar, sem unnu á ofantöldum 9 hjúkrunardeildum, undanskildir. Þátttakendurnir 500 voru því dregnir úr 2234 manna þýði starfandi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Svör bárust frá 203 hjúkrunarfræðingum eða 40,6%. Til að þeir hjúkrunarfræð- ingar, sem vinna á sjúkradeildunum í klasaúrtakinu, yrðu ekki útilokaðir frá heildarkönnuninni var ákveðið að taka 25% tilviljunarúrtak úr þeim hópi og bæta því við 500 manna úrtakið. Við þetta stækkaði úrtakið um 23 og varð Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.