Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Page 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Page 48
Starfsferill þátttakenda Meðalstarfsaldur þátttakenda var 17,10 ár (SD=10,36). Lengsti starfsaldur var 42 ár og höfðu 6 þátttakendur (2,8%) starfað við hjúkrun í 40 ár eða lengur. Stysti starfs- aldur var 1 ár og höfðu 7 þátttakendur starfað við hjúkrun 1 ár eða skemur (3,2%). Algengasti starfsaldur var 20 ár. Aðspurðir á hvaða sviði hjúkrunar þátttakendur störf- uðu kváðust flestir eða 57 (26,0%) starfa við öldrunar- hjúkrun, en næstflestir eða 50 (22,8%) við iyflækninga- hjúkrun. 42 þátttakendur (19,2%) sögðust vinna við hand- lækningahjúkrun, 27 (12,3%) við gjörgæsluhjúkrun, 25 (11,4%) við endurhæfingarhjúkrun og 22 (10,0%) við heilsugæsluhjúkrun. Færri en 10% þátttakenda sögðust vinna við hvert eftirtalið hjúkrunarsvið: 21 (9,6%) starfaði við slysahjúkrun, 18 (8,2%) við barnahjúkrun, 18 (8,2%) við geðhjúkrun, 15 (6,8%) við skurðhjúkrun, 15 (6,8) við skólahjúkrun, 14 (6,4%) við fæðingarhjúkrun, 14 (6,4%) fyrir félaga- eða hagsmunasamtök, 13 (5,9%) við heima- hjúkrun, 10 (4,6%) við hjúkrun á göngudeild, 8 (3,7%) við svæfingarhjúkrun, 7 (3,2%) fyrir einkaaðila og 2 (0,9%) við röntgenhjúkrun. 19 þátttakendur (8,7%) sögðust starfa við eitthvað annað en tiltekið er hér að ofan, 2 (0,9%) sögðust ekki vinna við hjúkrun og svör vantaði frá 11 (5,0%). Hafa ber í huga við túlkun þessara talna að 70 þátttakendur (32,0%) sögðust vinna á fleiri en einu sviði hjúkrunar. Þar af sögðust 38 (17,4%) starfa á tveimur sviðum hjúkrunar og 32 (14,6%) sögðust starfa á 3 eða fleiri sviðum. Aðspurðir um það hve lengi þátttakendur hefðu unnið á því sviði hjúkrunar þar sem þeir störfuðu þegar könnunin fór fram, sögðust flestir (24,2%) hafa starfað á því sviði í 5 til 10 ár og næstflestir (23,3%) í 2 til 5 ár. í töflu 2 kemur fram að flestir þátttakenda (37%) unnu á sjúkrahúsi með fleiri en 300 rúmum þegar könnunin fór fram. Flestir þátttakendur eða 53 (24,2%) höfðu unnið 2 til 5 ár á þeim vinnustað sem þeir störfuðu á þegar könnunin fór fram. Meirihluti þátttakenda (60,8%) hafði unnið 10 ár eða skemur á vinnustaðnum. Tafla 2. Vinnustaður Fjöldi Hlutfall (%) Sjúkrahús með fleiri en 300 rúm 81 37,0 Dvalar- eða hjúkrunarheimili 32 14,6 Sjúkrahús með 100 - 299 rúm 29 13,2 Sjúkrahús með færri en 100 rúm 28 12,8 Heilsugæslustöð 19 8,7 Endurhæfingarstofnun 8 3,7 Einkafyrirtæki, annað en sjúkra- stofnun hjá opinberum aðilum, félags-eða hagsmunasamtök 9 4,1 Vantar svar 13 5,9 Alls 219 100% Helmingur þátttakenda (50,2%) gegndi stöðu almenns hjúkrunarfræðings (tafla 3). Þegar tafla 3 er lesin er mikil- vægt að hafa í huga að þeir einir eru taldir í hópi hjúkrunar- stjóra, verkefnisstjóra eða fræðslustjóra, sem eingöngu merktu við þann svarmöguleika. Það sama á við um kennara. Þannig sögðust 20 þátttakendur (9,1%) gegna stöðu hjúkrunarstjóra, verkefnisstjóra eða fræðslustjóra en 12 þeirra sögðust jafnframt gegna annarri stöðu. 10 þátttakendur (4,6%) gegna stöðu kennara en 9 þeirra gegna jafnframt annarri stöðu. Tafla 3. Staða Fjöldi Hlutfall (%) Almennir hjúkrunarfræðingar 110 50,2 Hjúkrunardeildarstjórar 46 21,0 Aðstoðarhjúkrunardeildarstjórar 33 15,1 Aðrir stjórnendur (hjúkrunar- framkvæmdastjórar / -forstjóri, 16 7,4 verkefnisstjóri eða fræðslustjóri) Kennari 1 0,5 Eitthvað annað 8 3,7 Vantar svar 5 2,3 Alls 219 100% Meirihluti þátttakenda (59,3%) hafði gegnt stöðu sinni í 5 ár eða skemur og rúmur fjórðungur (28,3%) hafði gegnt stöðu sinni í 2 ár eða skemur. Rúm 60% þátttakenda höfðu starfað samfellt við hjúkrun eftir að þeir luku hjúkr- unarnámi en 40% höfðu tekið sér hlé frá hjúkrun. Fjöl- skylduástæður, þar á meðal barneignir, voru langalgeng- ustu ástæðurnar fyrir því að þátttakendur tóku sér hlé frá hjúkrun. Vinnutími og vinnuaðstæður Lengd vinnutíma og starfshlutfall 86 (39,1%) voru í fullu starfi sem hjúkrunarfræðingar þegar rannsóknin var gerð og 128 (58,2 %) í hlutastarfi, þar af 65 (53,9%) í 80-90% starfshlutfalli. 4 (1,8%) störfuðu ekki við hjúkrun og 12 (5,5%) unnu hlutastarf við hjúkrun og annað starf að auki. Þátttakendur unnu að meðaltali 38,5 (spönnun 16-72) stundir á viku og þar af voru 5,8 yfirvinnustundir. Þeir voru beðnir um að svara miðað við síðustu þrjá mánuði. Af þeim hjúkrunarfræðingum, sem unnu fleiri en 35 stundir á viku (n=141), unnu 63,1% 35 - 45 stundir, 27,0% unnu 46 - 50 stundir og 9,9% fleiri en 51 stund á viku. Tafla 4 sýnir að þátttakendur, sem gegndu hærri stöðum, unnu fieiri stundir á viku. Deildarstjórar unnu lengsta vinnuviku en almennir hjúkrunarfræðingar stysta. Mismunur á meðal- vinnustundafjölda eftir stöðu var marktækur (einhliða dreifi- greining; F=9,54; df=3/188; p<0,001). 288 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.