Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Page 51
Tafla 10. Tengsl milli vinnustaðar og þess að vera kallaður út á frídögum (N=217)
Eru kölluð út á frídögum Vinna á sjúkrahúsi Vinna ekki á sjúkrahúsi t df=3 Vinna á heilsugæslust. Vinna ekki á heilsugæslust. t df=3
Oft 21 (15,4%) 4 (4,9%) 1 (3,7%) 24 (12,6%)
Stundum 71 (52,2%) 19 (23,5%) 8 (29,6%) 82 (43,2%)
Sjaldan/aldrei 44 (32,4%) 58 (71,6%) 40,40*** 18 (66,6%) 84 (44,3%) 11,16***
Samtals 136 (100%) 82 (100%) 27 (100%) 190 (100%)
***p<0,001, kí-kvaðratpróf
Útköll og breytingar á vöktum eru háð ýmsum þáttum
sem tengjast vinnustaðnum og búa hjúkrunarfræðingar,
sem vinna á spítölum, við verst skilyrði hvað þetta varðar
og hjúkrunarfræðingar á heilsugælu við skást skilyrði.
Þannig voru 32,3% þeirra sem unnu á sjúkrahúsum
sjaldan eða aldrei kallaðir út til að vinna á frídögum saman-
borið við 71,6% þeirra sem ekki unnu á sjúkrahúsum. Hins
vegar voru 66,6% þeirra sem unnu á heilsugæslustöðvum
sjaldan eða aldrei kallaðir út til að vinna á frídögum en
44,3% þeirra sem ekki unnu á heilsugæslustöðvum (sjá
töflu 9).
Hjúkrunarfræðingar, sem vinna á sjúkrahúsum, verða
marktækt oftar fyrir fyrirvaralausum breytingum á vöktum
en þeir sem ekki vinna á sjúkrahúsum (x2=12,50; df=3;
p<0,01). Rúmur helmingur (54,5%) þátttakenda, sem
unnu á sjúkrahúsum, urðu sjaldan eða aldrei fyrir fyrirvara-
lausum breytingum á vöktum samanborið við þrjá af
hverjum fjórum (74%) sem ekki unnu á sjúkrahúsum. Hafa
ber í huga við túlkun þessara niðurstaðna að hjúkrunar-
fræðingar, sem vinna á sjúkrahúsum, eru líklegri til að
vinna á vöktum en aðrir þátttakendur.
Hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsum eru einnig oftar en
aðrir þátttakendur kallaðir út á aukavaktir en hjúkrunar-
fræðingar á dvalar- og hjúkrunarheimilum eru sjaldnar kall-
aðir út. Þannig er tæpur þriðjungur (32,3%) hjúkrunarfræð-
inga á sjúkrahúsum oft kallaður út á aukavaktir en 7,3%
hjúkrunarfræðinga sem vinna á hjúkrunar- eða dvalarheim-
ilum.
Enn fremur kom í Ijós að á vinnustöðum, þar sem þátt-
takendur voru oft kallaðir út til að vinna á frídögum, höfðu
að meðaltali tæplega fjórir hjúkrunarfræðingar h'ætt
störfum í 12 mánuði áður en könnunin fór fram saman-
borið við tæplega tvo á vinnustöðum þar sem þátttak-
endur voru sjaldan eða aldrei kallaðir út til að vinna á
frídögum. Einhliða dreifigreining sýnir að þessi mismunur
er tölfræðilega marktækur (F=6,33; df=2/186; p<0,01).
Tölfræðilega marktæk tengsl (F=7,76; df=2/150; p<0,001)
eru líka á milli útkalla á aukavaktir og fjölda hjúkrunar-
fræðinga sem höfðu hættu störfum. Þannig hættu að
meðaltali 3,56 hjúkrunarfræðingar á vinnustöðum þar sem
þátttakendur voru oft kallaðir út á aukavaktir samanborið
við 1,79 þar sem þátttakendur voru sjaldan eða aldrei kall-
aðir út á aukavaktir.
Hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsum verða líka oftar fyrir
því en aðrir hjúkrunarfræðingar að komast ekki úr vinnunni
á réttum tíma vegna álags, en þeir sem vinna á hjúkrunar-
eða dvalarheimilum verða sjaldnar fyrir því. Þannig verður
tæpur fjórðungur (23,6%) hjúkrunarfræðinga á sjúkra-
húsum sjaldan eða aldrei fyrir slíku samanborið við tæpan
helming (46,4%) þeirra sem vinna á hjúkrunar- eða dvalar-
heimilum.
Skortur á hjúkrunarfræðingum hafði áhrif á það hvort
þátttakendur komust úr vinnunni á réttum tíma vegna
álags (kí-kvaðrat, x2 =23,87; p<0,001). Rúmur helmingur
(51,1 %) þátttakenda, sem unnu á vinnustað þar sem enga
hjúkrunarfræðinga vantaði, urðu sjaldan eða aldrei fyrir því
Tafla 11. Tengsl milli vinnustaðar og þess að vera kallaður á aukavaktir (N=175)
Útköll á aukavaktir Vinna á sjúkrahúsi Vinna ekki á sjúkrahúsi t df=3 Vinna á hjúkr./dvalarh. Vinna ekki á hjúkr./dvalarh. t df=3
Oft 40 (32,3%) 6 (11,8%) 2 (7,3%) 44 (29,7%)
Stundum 56 (45,2%) 10 (19,6%) 7 (25,9%) 59 (39,9%)
Sjaldan/aldrei 28 (22,5%) 45 (68,6%) 35,92*** 18(66,6%) 45 (30,4%) 14,12**
Samtals 124 (100%) 51 (100%) 27 (100%) 190 (100%)
***p<0,001; kí-kvaðratpróf **p<0,01; kí-kvaðratpróf
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000
291