Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 51
Tafla 10. Tengsl milli vinnustaðar og þess að vera kallaður út á frídögum (N=217) Eru kölluð út á frídögum Vinna á sjúkrahúsi Vinna ekki á sjúkrahúsi t df=3 Vinna á heilsugæslust. Vinna ekki á heilsugæslust. t df=3 Oft 21 (15,4%) 4 (4,9%) 1 (3,7%) 24 (12,6%) Stundum 71 (52,2%) 19 (23,5%) 8 (29,6%) 82 (43,2%) Sjaldan/aldrei 44 (32,4%) 58 (71,6%) 40,40*** 18 (66,6%) 84 (44,3%) 11,16*** Samtals 136 (100%) 82 (100%) 27 (100%) 190 (100%) ***p<0,001, kí-kvaðratpróf Útköll og breytingar á vöktum eru háð ýmsum þáttum sem tengjast vinnustaðnum og búa hjúkrunarfræðingar, sem vinna á spítölum, við verst skilyrði hvað þetta varðar og hjúkrunarfræðingar á heilsugælu við skást skilyrði. Þannig voru 32,3% þeirra sem unnu á sjúkrahúsum sjaldan eða aldrei kallaðir út til að vinna á frídögum saman- borið við 71,6% þeirra sem ekki unnu á sjúkrahúsum. Hins vegar voru 66,6% þeirra sem unnu á heilsugæslustöðvum sjaldan eða aldrei kallaðir út til að vinna á frídögum en 44,3% þeirra sem ekki unnu á heilsugæslustöðvum (sjá töflu 9). Hjúkrunarfræðingar, sem vinna á sjúkrahúsum, verða marktækt oftar fyrir fyrirvaralausum breytingum á vöktum en þeir sem ekki vinna á sjúkrahúsum (x2=12,50; df=3; p<0,01). Rúmur helmingur (54,5%) þátttakenda, sem unnu á sjúkrahúsum, urðu sjaldan eða aldrei fyrir fyrirvara- lausum breytingum á vöktum samanborið við þrjá af hverjum fjórum (74%) sem ekki unnu á sjúkrahúsum. Hafa ber í huga við túlkun þessara niðurstaðna að hjúkrunar- fræðingar, sem vinna á sjúkrahúsum, eru líklegri til að vinna á vöktum en aðrir þátttakendur. Hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsum eru einnig oftar en aðrir þátttakendur kallaðir út á aukavaktir en hjúkrunar- fræðingar á dvalar- og hjúkrunarheimilum eru sjaldnar kall- aðir út. Þannig er tæpur þriðjungur (32,3%) hjúkrunarfræð- inga á sjúkrahúsum oft kallaður út á aukavaktir en 7,3% hjúkrunarfræðinga sem vinna á hjúkrunar- eða dvalarheim- ilum. Enn fremur kom í Ijós að á vinnustöðum, þar sem þátt- takendur voru oft kallaðir út til að vinna á frídögum, höfðu að meðaltali tæplega fjórir hjúkrunarfræðingar h'ætt störfum í 12 mánuði áður en könnunin fór fram saman- borið við tæplega tvo á vinnustöðum þar sem þátttak- endur voru sjaldan eða aldrei kallaðir út til að vinna á frídögum. Einhliða dreifigreining sýnir að þessi mismunur er tölfræðilega marktækur (F=6,33; df=2/186; p<0,01). Tölfræðilega marktæk tengsl (F=7,76; df=2/150; p<0,001) eru líka á milli útkalla á aukavaktir og fjölda hjúkrunar- fræðinga sem höfðu hættu störfum. Þannig hættu að meðaltali 3,56 hjúkrunarfræðingar á vinnustöðum þar sem þátttakendur voru oft kallaðir út á aukavaktir samanborið við 1,79 þar sem þátttakendur voru sjaldan eða aldrei kall- aðir út á aukavaktir. Hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsum verða líka oftar fyrir því en aðrir hjúkrunarfræðingar að komast ekki úr vinnunni á réttum tíma vegna álags, en þeir sem vinna á hjúkrunar- eða dvalarheimilum verða sjaldnar fyrir því. Þannig verður tæpur fjórðungur (23,6%) hjúkrunarfræðinga á sjúkra- húsum sjaldan eða aldrei fyrir slíku samanborið við tæpan helming (46,4%) þeirra sem vinna á hjúkrunar- eða dvalar- heimilum. Skortur á hjúkrunarfræðingum hafði áhrif á það hvort þátttakendur komust úr vinnunni á réttum tíma vegna álags (kí-kvaðrat, x2 =23,87; p<0,001). Rúmur helmingur (51,1 %) þátttakenda, sem unnu á vinnustað þar sem enga hjúkrunarfræðinga vantaði, urðu sjaldan eða aldrei fyrir því Tafla 11. Tengsl milli vinnustaðar og þess að vera kallaður á aukavaktir (N=175) Útköll á aukavaktir Vinna á sjúkrahúsi Vinna ekki á sjúkrahúsi t df=3 Vinna á hjúkr./dvalarh. Vinna ekki á hjúkr./dvalarh. t df=3 Oft 40 (32,3%) 6 (11,8%) 2 (7,3%) 44 (29,7%) Stundum 56 (45,2%) 10 (19,6%) 7 (25,9%) 59 (39,9%) Sjaldan/aldrei 28 (22,5%) 45 (68,6%) 35,92*** 18(66,6%) 45 (30,4%) 14,12** Samtals 124 (100%) 51 (100%) 27 (100%) 190 (100%) ***p<0,001; kí-kvaðratpróf **p<0,01; kí-kvaðratpróf Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000 291
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.