Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Page 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Page 56
Hildur Helgadóttir deildarstjóri u ólahugleíðíng Það eru að koma jól. Alltaf er maður jafnhissa. Rétt búinn að kyngja grillsteikum sumarsins og pakka sumarkjólnum niður þegar jólastandið byrjar aftur. Ég veit ekki hvort það er ímyndun mín en mér finnst þetta byrja fyrr og fyrr með hverju árinu sem líður. Líklega spilar eitthvað inn í fyrir- bærið skelfilega sem allir hjúkrunarfræðingar óttast. Nefni- lega jólaskýrslan. Að öllu jöfnu finnst mér alveg óskaplega gaman að vera deildarstjóri enda á ég því láni að fagna að vinna á skemmtilegri og fjölbreyttri deiid með einstöku starfsfólki. Við eigum það sameiginlegt að þykja vænt um vinnustað- inn og hvert annað og þó það sé oft allt á hvolfi þá getur verið virkilega örvandi og spennandi að greiða úr flækjum og finna nýjar lausnir á gömlum vandamálum. En þegar kemur að jólaskýrslunni fæ ég hnút í magann. Auðvitað veit ég vel að allt gengur þetta upp á endanum og þessi jól líða og svo koma önnur og allt það. En það breytir ekki því að mér finnst erfitt að eiga þátt í að skipuleggja líf fjölda fjölskyldna á þessari mestu hátíð ársins. Það eru svo miklar hefðir og ríkar tilfinningar tengdar og innbyggðar í jólahald á íslandi að líklega er leitun að öðru eins. Á þessum árstíma verður íhaldssemi allsráðandi í landanum. Það verður allt að vera eins og það hefur alltaf verið, sami Vinalína Rauða krossins Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vekur athygli á Vinalínu Rauða krossins. Enginn sjálfboðaliði er þó tekinn inn fyrr en hann hefur farið á námskeið á vegum Rauða krossins en næsta námskeið verður haldið í febrúar eða mars á næsta ári. Kynningarfundur verður haldinn eftir áramót og verður hann auglýstur. Þeir sem taka að sér þetta sjálfboðaliðastarf skrifa undir samning þar sem þeir skuldbinda sig til að fara á undir- búningsnámskeið, taka tvær vaktir í mánuði og mæta í handleiðslu einu sinni til tvisvar í mánuði í eitt ár. Nánari upplýsingar veitir Erna Lúðvíks- dóttir sem sér um Vinalínuna í síma 551 8800. matur, sama rútína, opna pakka, lesa kort, drekka kaffið klukkan þetta, heimsækja ömmu að því loknu o.s.frv. Hefðirnar ráða ríkjum, ekki bara á aðfangadag heldur alla aðventuna, jólin, áramótin og jafnvel fram yfir þrettándann. Ný pör standa frammi fyrir stórum ákvörðunum. Hver á að ráða? Hvar á að borða jólasteikina? Hvort á að fara í jólaboðið til hennar fjölskyldu eða hans? Neðri varir titra á fjölmörgum heimilum og áður óþekkt þvermóðska ógnar nýja sambandinu. Svo þurfa einhverjir að vinna. Hjúkrunarfræðingar hafa einstaka aðlögunarhæfileika og þeir vita sem er, að réttlæti og sanngirni verða að vera leiðarljósin í erfiðum ákvörð- unum. Þeir vita líka vel að enginn velur sér það hlutskipti að dvelja á sjúkrahúsi um jól. Þess vegna endar yfirleitt með því að þeir sem taka að sér að vinna um jól gera það af heilum hug með kærleik í hjarta. En mikið óskaplega er ég alltaf fegin þegar jólaskýrslan er tilbúin. Þá finnst mér jólin mega koma þó ég eigi eftir að versla, pakka inn, skrifa kort og skreyta. Allt það verður hjóm eitt hjá því að vera búin að manna jólin í sátt og samlyndi. Svo er alltaf hollt að muna að jólin eru ekki gleðileg hjá öllum. Fyrir þá sem af einhverjum ástæðum eiga um sárt að binda geta jólin verið óbærileg þjáning og óvelkomin áminning um það sem var og getur ekki orðið aftur. Það er fyrir löngu orðin klisja að tala um sölumennsku og kaupæði landans um jólin. Það verður bara hver að hafa það eins og hann vill og getur. Þetta er jú skamm- degið og það er alveg víst að Ijósin, tilhlökkunin og tilhugsunin um að gefa öðrum gjafir er góð sálarbót fyrir þá sem kjósa og geta notið þess. Á þessum árstíma eru fjölskyldu- og vináttubönd treyst. Fólk fer saman í jólahlað- borð, bakar laufabrauð, borðar skötu, fer saman í búðir og eyðir meiri tíma í félagsskap sinna nánustu en títt er á öðrum tímum árs. Það gera hefðirnar, giidin og boðskapur jólanna. ( ár ætla ég að vinna á aðfangadagskvöld. Það var mín ákvörðun, tekin af fúsum og frjálsum vilja. Það verður hluti af mínu jólahaldi að vera með þeim sem ekki ráða sínum næturstað og leggja mitt af mörkum til að þeim og þeirra nánustu geti liðið sem best á þessu merkilegasta og hátíðlegasta kvöldi ársins. Og svo koma alltaf önnur jól. 296 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbi. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.