Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 5
FORMANNSPISTILL E HJÚKRUNARFRÆÐIMENNTUN: Fjármögnun og skipulag Ákvörðun fjárveitinga til einstakra deilda Háskóia íslands og Háskólans á Akureyri fer m.a. eftir skipulagi þess náms sem kennt er í deildunum. Tekið er tillit til þess hvort meginþungi námsins er kenndur í fyrirlestraformi, í umræðutímum og því um líku, eða hvort þungi námsins er einnig í verklegum æfingum í skólanum eða klínísku námi á vettvangi. Alla jafna er viðmiðið það að því stærri sess sem fyrirlestrar skipa í námsskránni (en það er ódýrasta kennsluformið) þeim mun lægra raðast námið í hið sænska reiknilíkan sem notað er til að skipta því fé sem háskólarnir fá tii kennslunnar. Því stærri sess sem klínískt nám skipar því hærra raðast námið alla jafna í reiknilíkaninu og því meira fé fær háskóladeildin til kennslunnar. Ein sláandi undantekning er frá þessari meginreglu en það er staða hjúkrunar- fræðinámsins í reiknilíkaninu. Hjúkrunar- fræðinám er nú sett í reikniflokk þrjú en ætti sannarlega, í Ijósi áherslna á klínískan þátt námsins, að raðast í reikniflokk fimm. Þannig raðast bæði geislafræðin og lífeindafræðin, sem nú er farið að kenna við læknadeild Háskóla íslands, í reikniflokk fimm. Mikiu munar á ráðstöfunarfé deilda eftir því í hvaða reikniflokk nám raðast. í raun má segja að með þessari röðun viðurkenni menntamálayfirvöld ekki fyrirkomulag náms í hjúkrunarfræði hér á landi, meti alls ekki mikilvægi hins klíníska þáttar hjúkrunar- fræðinámsins. Það er algjörlega óviðunandi. Þegar umrætt reiknilíkan var tekið upp hér á landi raðaðist hjúkrunarfræðinám í Svi'þjóð í þriðja reikniflokk og það skýrir kannski hina upprunalegu staðsetningu námsins hér á landi. Svíar hafa hins vegar leiðrétt K stöðu námsins hjá sér og fjármagna nú hjúkrunarfræðinám sitt skv. reikniflokki fimm. Þrátt fyrir þessa viðurkenningu Svíanna hafa íslensk stjórnvöld ekki lagfært stöðu námsins hér á landi. í samanburði á fjárveitingum til hjúkrunarfræðinámsins og annars háskólanáms, þar sem klínískur þáttur námsins er sambærilegur, hallar mjög á hjúkrunarfræðina, svo mjög að velta má fyrir Elsa B. Friöfinnsdóttir sér hvort ekki sé um brot á jafnræðisreglu að ræða. Þrátt fyrir allt of lítið rekstrarfé hafa hjúkrunarfræðídeild HÍ og hjúkrunarfræðiskor HA staðið afar vel að uppbyggingu BS- náms í hjúkrunarfræði. Auk þess hefur framhaldsnám á diploma-, meistara- og nú síðast á doktorsstigi mjög verið að eflast. Fullyrða má að hjúkrunarfræðinám hér á landi hafi, síðustu áratugi, verið í fararbroddi í Evrópu. Umræða um hugmyndina um hina sam- eiginlegu stefnumótun um evrópskt menntasvæði og áhrif þess á hjúkrunar- fræðinám er nú hafin hér á landi. Evrópskt svæði æðri menntunar er hugmynd sem sett var fram með svo kallaðri Bologna-yfirlýsingu sem 29 ráðherrar Evrópulanda undirrituðu 19. júní 1999. í yfiriýsingunni er stefnt að því að Evrópa verði öflugasta þekkingarhagkerfi heimsins árið 2010. í yfirlýsingunní er lögð áhersla á að efla námsleiðir og prófgráður en ekki síður gæðamenningu. Hugmyndin er að nám á háskólastigi verði sambæri- legt um alla Evrópu þannig að tryggt sé að lágmarkskröfum sé fullnægt og prófgráður verði þannig yfirfæranlegar milli landa þannig að gæði náms sé tryggt. Hið evrópska kerfi æðri menntunar á skv. Bologna-áætluninni að byggjast upp á tveimur stigum, hið fyrra skal vera þrjú ár að lágmarki og prófgráðan skal veita ákveðin starfsréttindi á hinum evrópska vinnumarkaði. Síðara stigið leiðir til meistara- og/eða doktorsgráðu. Þessi tillaga um skipulag evrópsks háskólanáms hefur gjarnan verið einfölduð og skýrð sem 3+2+3, þ.e. að BS-námið taki þrjú ár, meistaranámið tvö ár og doktorsnámið þrjú. Á fundi Evrópusamtaka hjúkrunarfélaga (The European Federation of Nurses Associations, EFN) í október 2004 var samþykkt yfirlýsing varðandi Bologna-áætlunina. Þar er lögð áhersla á að EFN, fýrir tilstuðlan einstakra hjúkrunarfélaga, vinni með menntastofnunum hvers lands að því að markmið Bologna- yfiriýsingarinnar og samræmt hjúkrunarfræði- nám í Evrópu náist eigi síðar en árið 2010. Lagt er til að fyrsta stig hjúkrunarfræðináms verið eitt og samræmt milli landa og að það skuli að lágmarki vera þrjú ár. Einnig að til að geta hafið nám í hjúkrunarfræði þurfi nemandi að hafa lokið hefðbundnum undirbúningi fyrir háskólanám. Námsskráin skuli byggð á rannsóknum og hæfní. Hjúkrunarfræðingar, helst í stöðu háskólaprófessors, skuli veita náminu forstöðu. EFN tekur í tillögum sínum mið af 3+2+3 hugmyndinni og leggur til að hjúkrunarfræðinám til doktorsprófs skulí vera átta ár. BS-námið skuli taka þrjú eða fjögur ár þar sem fjórða árið fæii þá í sér sérhæfingu. Meistaranámið verði eitt til tvö ár og doktorsnámið síðan þrjú ár. Tillaga EFN um skipulag hjúkrunarfræðináms er því annars vegar 3+2+3 og hins vegar 3+1+1+3. Flestir eru líklega sammála um að alþjóða- væðing, hnattvæðing og frjálst flæði vinnuafls innan Evrópu (frá 1977) kalli á samhæfingu hjúkrunarfræðináms. Hjúkrunarfræðinám í Evrópu er nú ekki aðeins mismunandi að lengd og á ólíkum skólastigum heldur eru gæði þess sannarlega misjöfn. Það er mikilvægt í umræðum hér á landi um framgang Bologna-áætlunarinnar að hvergi sé slegið af í gæðum hjúkrunarfræðinámsins hér á landi. Það nám, sem boðið er upp á hér, má hins vegar e.t.v. laga t.d. að 3+1+1+3 hugmyndinni. Mikilvægast er þó að íslensk stjórnvöld viðurkenni uppbyggingu námsins og kostnaðinn við hinn klíníska þátt þess þannig að umræðan um hugsanlegar breytingar á skipulagi hjúkrunarfræðináms taki ekki mið af þröngum fjárhagsramma. Gæði námsins eru lykilatriði en gæðamálin hafa einmitt verið áhersluatriði íslenskra menntamálayfirvalda hvað varðar Bologna- áætlunina. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður F.Í.H. elsa@hjukrun.is Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 82. árg. 2006 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.