Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Qupperneq 10
Benner o.fl., 1996). Þær segja frá því
hvernig hjúkrunarfræöingar viröast ná
ótrúlegri færni viö að takast á viö dagleg
störf á grundvelli reynsluþekkingar. Eins
og þær lýsa þekkingu í hjúkrun þá veitir
fræöileg þekking ákveðinn grunn en er
síðan ekki endilega svo mikilvæg til að
ná fullum tökum á starfinu og skila
árangri aö mati samstarfsmanna og
yfirmanna. Með hliðsjón af hugmyndum
Benner og félaga hennar skiptir mestu
máli að hjúkrunarfræðingar geti íhugað
reynslu sína og jafnvel rætt hana í
samstarfshópnum. Annar höfundur, sem
ræðir á nýstarlegan hátt um þekkingu í
hjúkrunarstarfinu, er Joan Liaschenko.
Liaschenko bendir á að stór hluti þeirrar
þekkingar, sem hjúkrunarfræðingar búa
yfir og nýta í daglegu starfi, er ósýnilegur
þó hann sé mikilvægur fyrir stofnunina.
Þar á hún við þekkingu um það hvernig
stofnunin virkar og hvernig hægt sé að
fá hluti gerða, hvaða árangri megi búast
við af tiltekinni meðferð, hvaða fylgikvillar
er líklegt að komi fram, hvernig sjúklingar
bregðast við meðferð o.s.frv. Þetta er
hins vegar þekking sem er í raun ekki
viðurkennd og er þar af leiðandi ekki efld
frekar (Liaschenko, 1998; Liaschenko
og Fisher, 1999). Verk ofangreindra
höfunda eru mjög mikilvæg og fá okkur
til að víkka skilning okkar á þekkingu í
hjúkrun. Rannsókn Estabrooks og félaga
hennar, sem ég ræddi hér að framan, og
svipaðar rannsóknir eru einnig mikilvægar
því þær sýna okkur að þær aðferðir,
sem við beitum til að efla þekkingu
í hjúkrunarstarfinu, eins og að hvetja
hjúkrunarfræðinga til að lesa tímarit, skila
í mörgum tilvikum ekki tilætluðum árangri
(Estabrook o.fl., 2005). Estabrooks og
félagar leggja til að kannaðar verði þær
aðferðir sem hjúkrunarfræðingar nota til
að verða sér úti um nýja þekkingu og
benda jafnframt á að það liggi ekkert
fyrir um að þær séu ófullnægjandi. Að
mínu mati eru þessar niðurstöður einnig
áhugaverðar fyrir okkur hér heima. Mjög
líklega er ekki raunhæft að reikna með
því að allt efni, sem birtist í tímaritinu
okkar, verði lesið spjalda á milli af öllum
hjúkrunarfræðingum. Er það vandamál?
Mín skoðun er sú að óraunhæft sé að
búast við því. Hins vegar má gjarnan
spyrja hver tilgangur tímaritsins ætti þá
að vera. Hér á eftir ætla ég að setja fram
nokkrar hugmyndir um hinn fræðilega
hluta tímaritsins en fyrst langar mig
aðeins að líta til framtíðar.
Hjúkrunarfræðingar sem
þekkingarstarfsmenn
Þótt höfundar eins og Benner og
Liaschenko hafi vissulega fengið
okkur til að skoða og meta þekkingu
hjúkrunarfræðinga á nýjan hátt er einnig
mikilvægt að kynna sér þær stefnur um
eðli og hagnýtingu þekkingar sem eru
ríkjandi innan heilbrigðisþjónustunnar. Mér
virðist að í þeirri umfjöllun sé stöðugt
meiri áhersla lögð á vægi vísindalegrar
þekkingar. Því má fastlega búast við að á
komandi árum verði gerðar auknar kröfur
um að hjúkrunarfræðingar beiti vísindalegri
þekkingu í störfum sínum. Orðin gagnreynd
þekking, gagnreyndir starfshættir og
akademísk viðurkenning hljóma hvarvetna
þegar rætt er um heilbrigðisþjónustuna.
Sama er hvert maður fer, á ráðstefnu
eða fund, allt skal vera gagnreynt, þ.e.
byggja á bestu þekkingu sem völ er á. Þar
er vísindaleg þekkíng, sem hlotið hefur
faglega umfjöllun í ritrýni, álitin mikilvægust.
Reikna má með að á komandi árum verði
gerðar auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga
um að afla sér vísindalegrar þekkingar. í
hugmyndinni um gagnreynda þekkingu
felst að sýnt hafi verið fram á árangur þeírra
aðferða sem beitt er í rannsóknum. Innan
heilbrigðisþjónustunnar er einnig í auknum
mæli lögð áhersla á að starfsmenn stundi
rannsóknir og taki þátt í akademísku starfi.
Til að standa jafnfætis öðrum starfstéttum
má því búast við að hjúkrunarfræðingar
verði að leggja meiri áherslu á hinn
vísindalega þátt í starfi sínu. Því virðist
einsýnt að á komandi árum muni greinum,
sem sendar verða til tímaritsins til faglegs
mats eða ritrýni, fjölga umtalsvert. Raunar
skilst mér að sú þróun hafi þegar hafist og
að greinum, sem óskað er eftir að teknar
verði til ritrýni, hafi stórfjölgað á þessu ári
og fagna ég því.
Að þróa hugmyndir sínar
Nú langar mig til að snúa mér að hlutverki
tímaritsins okkar. í mínum huga er ein
mikilvægasta forsenda þess að fagstétt
nái að þroskast og eflast sú að vettvangur
skapist til að ræða um og móta hugmyndir
um fagið. Með því að lýsa skilningi sínum á
prenti og útlista nýja þekkingu fyrir öðrum
hjúkrunarfræðingum skapast forsendur
til að endurskoða og betrumbæta það
sem er. Einhvern veginn hefur okkur
ekki aiveg tekist að skapa þá hefð að
það að eyða tíma í að ræða og skrifa
um viðfangsefni fagsins sé mikilvægt
(Bjornsdottir, 1996; Kristín Björnsdóttir,
1994). Hér vísa ég til rannsókna erlendra
sagnfræðinga sem fjallað hafa um
hugmyndasögu hjúkrunar (sjá í Kristín
Björnsdóttir, 2005). Þessir sagnfræðingar
hafa bent á hinn rýra hlut fræðilegs náms
í hjúkrun framan af tuttugustu öld og
hinn langa vinnudag sem einkenndi bæði
nematímann og hjúkrunarstarfið að námi
loknu. Hjúkrunarkonur höfðu hvorki tíma
né aðstæður til að velta hlutunum mikið
fyrir sér. Á margan hátt einkenndist saga
hjúkrunar á tuttugustu öld af baráttu fyrir
umbótum í menntunarmálum og bættri
starfsaðstöðu. Hjúkrunarkonur börðust
fyrír bættum launum, styttingu vinnutíma
og fyrir því að vera þátttakendur í
stefnumótun og ákvörðunartöku. Því
hefur maður tilhneigingu til að álykta að
þessi barátta fyrir frumþörfum hafi háð
faginu okkar mest. Við höfum einfaldlega
ekki haft aðstæður til að þróa hugmyndir
okkar um áherslur og aðferðir í starfi.
í doktorsverkefni mínu greindi ég meðal
annars faglega umfjöllun í tímaritinu
með það fyrir augum að átta mig á
skilningi íslenskra hjúkrunarkvenna á
starfinu og þekkingu sem þær lögðu til
grundvallar. Fyrstu árgangar tímaritsins
eru mjög áhugaverðir og gefa mjög miklar
upplýsingar um afstöðu hjúkrunarkvenna
til starfsins og heilbrigðismála almennt
(Bjornsdottir, 1996; Kristín Björnsdóttir,
1994). Ýmsar greinar birtust um
hugmyndafræði hjúkrunar og aðferðir
sem mælt var með að nota, s.s. um
notkun lita, um heilsuhæli sem
menntastofnanir og um þjóðfélagslegt
gildi hjúkrunarkonunnar. Það sló mig hins
vegar hvernig efnistökin breyttust eftir
því sem frá leið. Smám saman fækkaði
greinum eftir hjúkrunarkonur um fagleg
efni en þær héldu áfram að skrifa um
félagsmál. Á sama tíma fjölgaði greinum
eftir lækna um tiltekna sjúkdóma. Oft
greindu hjúkrunarkonur þó frá nýjungum
sem þær kynntust á ferðum sínum í
útlöndum en slík umfjöllun var stutt og
líklega hafa þessar nýjungar verið kynntar
og ræddar á fundum hjúkrunarkvenna.
8
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006