Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Side 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Side 17
VIÐTALIÐ k 10.00-12.00. Ég hef fasta fundi með aðaltrúnaðarmönnum og vinnuverndarráðgjöfum en á fundunum fer ég yfir allt er varðar starfsemi spítalans Hér erum við að ræða fjárhagsáætlun sem hefur í för með sér sparnað upp á 100 milljónir norskra króna árið 2006. Kl. 12.15-12.00, sviðstjóri kemur og að sjálfsögðu er tími fyrir hana og borðaður hádegismatur. i Kl. 13.00-14.00. Velkomin hjá verkefnastjóra. innkirtlamiðstöðvar. Markmiðið er að setja allar innkirtlagreinar undir eina stjórn. Verkefnið er í góðum höndum hormónasérfræðingsins og læknisins 0ystein Dolva. HÚRRA, flott forsíðugrein og tvær heilsíður í Dagens Medisin um Aker-háskólasjúkrahúsið um að æðaskurðlæknar hafi gert fjölmargar velheppnaðar aðgerðir á aðalslagæð í maga, fyrstir á Norðurlöndum. Petta á eftir að breyta miklu fyrir sjúklingana, þeir þurfa ekki að liggja á gjörgæslu, nægir að vera á vöknun og eru komnir á fætur daginn eftir. Þetta hefur mun minni kostnað í för með sér fyrir sjúkrahúsið vegna styttri legu og ódýrara legurýmis. Mjög mikilvægt er að halda upp á bæði stóra og litla sigra, sýna fagfólkinu að framfarir eru á deildunum, bæði í meðhöndlun, hjúkrun og rekstri. Kl. 14.00-15.30. Fundur med hagfræðingi og fjármálastjóra. Við þurfum að fínpússa fjárlög fyrir svið og deildir, í ár minnkum við kostnað um 100 milljónir. Við þurfum að undirbúa stjórnarfund sem haldinn verður 26. janúar þar sem við kynnum aðferðir okkar til að ná þvi markmiði. Kl. 15.30-16.00. Póstur dagsins skoðaður. Sækja Tinnu, skóladagheimili lokað kl. 16.30. Ætlaði að fara í ræktina en röddin er endanlega farin og hitinn farinn að hækka. Fer beint að kaupa í matinn og hjálpa Tinnu með heimaverkefni og við förum svo snemma i rúmið báðar tvær. Góður dagur, mikil gleði af að vinna með mörgu mjög færu fólki og mikill árangur hefur náðst á mörgum sviðum. Við erum á réttri leið! Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006 15

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.