Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 18
AÐ VINNA MEÐ FÓLK OG MEÐ FÓLKI ER MEST GEFANDI AF ÖLLU Hulda segir mikla andstöðu hafa verið við sjúklingahótelið fyrst í stað en reynslan hafi verið mjög góð. barnsburðarleyfi '97-'98. „Það voru mikil forréttindi að fá að taka þátt í þessu verkefni," segir Hulda, „það er ekki oft sem byggðar eru svona stórar stofnanir og ég lærði mikið á þessari vinnu.“ Annað uppbyggingarstarf beið hennar þegar hún kom úr barnsburðarleyfinu. „Þá fékk ég það verkefni að byggja upp sjúklingahótel en það var opnað í maí 2000. Þetta var annað sjúklingahótelið sem var byggt í Noregi, hið fyrsta var í Bergen og það var Ijósmóðir sem bar ábyrgð á því." Þar sem við hér á landi þekkjum ekki sjúklingahótel, eingöngu sjúkrahótel, er Hulda spurð nánar um hvað felist í þessu hugtaki. „Sjúklingahótel leggja áherslu á það sem er heilbrigt hjá sjúklingunum fremur en hið sjúklega. Þau eru byggð sem venjuleg hótel og reynt að nýta sem mest eigin getu „hótelgestanna". Það eru hjúkrunarfræðingar í móttökunni og herbergjaþjónustu og mismikil þjónusta eftir hæðum. Þarna eru veitingastaðir, barir, minibarir á herbergjum, sjónvörp og tölvur, líkamsrækt og aðstaða öll eins og á venjulegu hóteli. Á þessu sjúklingahóteli voru 147 rúm og með opnun hótelsins, sem er rekið af einkaaðilum, var hægt að stytta legudaga sem samsvarar 90 rúmum á sjúkrahúsi." Hulda segir mikla andstöðu hafa verið við sjúklingahótelið fyrst í stað en reynslan hafi verið mjög góð. Sem dæmi nefnir hún að sjúklingar innritist gjarnan á sjúklingahótel daginn fyrir aðgerð og fari þangað aftur eftir nokkurra daga legu á sjúkrahúsi. Þannig fari t.d. þeir sem séu á leið í hjartaskurðaðgerðir fyrst á sjúklingahótelið, þar eru teknar blóðprufur og þeir undirbúnir undir aðgerðina, svo leggist þeir inn á sjúkrahús í 5 daga og komi svo aftur á sjúklingahótelið og verði þar f 5 daga. „Sjúklingarnir eru mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag og þetta er jafnframt mun ódýrara því það kostar 4.000 norskar krónur hver dagur á sjúkrahúsi en eingöngu 400 norskar á sjúklingahótelinu. Síðan þetta hótel komst á laggirnar hafa fleiri slík verið tekin í notkun og það er orðið algengara að sjúklingar búi á hótelinu en fari í skurðaðgerðir á dagskurðdeildir, þannig eru konur sem þurfa að fara í aðgerðir vegna brjóstakrabbameins á sjúklingahótelum og konurnar eru hæstánægðar með það. Sömu sögu er að segja um sængurkonur, Ijósmæður eru til aðstoðar og hjálpa konunum að gefa brjóst og svo er næturgæsla eftir þörfum." Hulda var svo ráðin sem sviðstjóri á hjarta- og lungnasviði Ulleválsjúkrahússins. Stjórnskipulag innan sjúkrahúsanna í Noregi er þannig að einn deildarstjóri og einn sviðstjóri eru yfirmenn lækna og hjúkrunarfræðinga. Hún segir algengara að læknar skipi þessar stöður. Þróunin innan læknavísindanna sé mjög hröð og erfitt að fylgja henni, þannig taki 1-5 ár að skipuleggja starfið í samræmi við tækninýjungar. Því skipti miklu máli að fylgjast vel með. Hún segist alltaf hafa verið mjög forvitin, alltaf hafi verið mikil samkeppni um legurými og hún hafi smám saman komið sér inn í þetta. Öryggi sjúklinga Talið berst að öryggi sjúklinga. Hulda segir meiri umræðu um sjúklingarétt í Noregi en hér á landi því samkeppni ríki á heilbrigðissviðinu í Noregi en engin samkeppni sé hér á landi þar sem sjúkrahúsin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast í eina heild, Landspítala- háskólasjúkrahús. Hún segir að ef tilvísun berist á sjúkrahús í Noregi þurfi að taka ákvörðun um meðhöndlun innan 30 daga. Enginn á að bíða eftir aðgerð lengur en í eitt ár. Meðalbiðtími er 3-6 mánuðir og ef sjúklingur fær ekki meðhöndlun á því sjúkrahúsi sem hefur fengið tilvísunina þarf það að senda sjúklinginn annað og borga allan kostnað af því. Heilbrigðisráðuneytið hefur líka opnað heimasíðu en þar er hægt að sjá hvar stysti biðtíminn er eftir því hvaða aðgerð sjúklingur þarf að fara í. Þeningarnir, sem hið opinbera ver til aðgerða, fylgja sjúklingnum svo samkeppnin er virk. Hún segir heilbrigðiskerfið á íslandi vera mjög gott, „á heimsmælikvarða. Það er frábær heilbrigðisþjónusta hér á landi. 16 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.