Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 19
VIÐTALIÐ Það góða við okkur íslendinga er að við erum dugleg að framkvæma hlutina. Við þurfum að hafa opnari umræðu og meiri endurskoðun og gera okkur grein fyrir því sem er gott og slæmt, og bæta það sem við getum bætt. Við þurfum að bæta gæðastuðla á landsvísu, það þyrfti að skila inn skýrslum til landlæknis og heilbrigðisráðuneytis þrisvar til fjórum sinnum á ári og auka rétt sjúklinga og stytta biðtíma." Fyrr á þessu ári tók Hulda við forstjórastarfi á Akersjúkrahúsinu en þar starfa 3.500 starfsmenn og sjúkrahúsið veltir 3,5 milljörðum norskra króna árlega. „Noregi er skipt í 5 heilbrigðissvæði, hið stærsta er austursvæðið þar sem Aker er og á því svæði eru 7 sjúkrahús. Þar búa 1,6 milljónir íbúa eða 2/3 hlutar landsmanna og 18 milljarðar norskir eru á fjárhagsáætlun til sjúkrahúsa fyrir þetta svæði, þar af veltir Aker 3,5 milljörðum." Þjónusta við eldri borgara í Noregi Hvað með þjónustu við eldri borgara? Hulda segir meiri samvinnu bæjarfélaga og sjúkrahúsa en hérlendis og reynt að vinna á flestum þeim vandamálum sem aldraðir glíma við, svo sem þvagfærasýkingum, næringarskorti, geðsjúkdómum, hrörnun o.fl. „Sjúkrahús þrýsta á borgar- eða bæjaryfirvöld við útskriftir, ef yfirvöld taka ekki við sjúklingum innan 7 daga frá því þeir geta útskrifast borga þau sjúkrahúsvistina. Þetta hefur orðið til þess að komið hefur verið upp skammtímaplássum sem eru millistig sjúkrahúsa og elliheimila.“ Hún segir fólk einnig fá meðhöndlun á hjúkrunarheimilum, til staðar er þverfaglegt teymi sem hægt er að hafa samband við, unnið er að því að bæta þekkingu starfsfólks á heimilunum, gerðar eru rannsóknir á fólki og það fær meðhöndlun í sínu umhverfi. Aukin þekking hindrar þannig óþarfa innlagnir. Hún segir engan skort á hjúkrunarfræðingum í Noregi og nýútskrifaðir eigi erfitt með að fá vinnu. „Þeir fá einungis vinnu á elli- og hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsin gera kröfu um 2 ára reynslu. Það er þó skortur á skurðhjúkrunarfræðingum, við höfum ekki menntað nægilega marga þar. Menntun hjúkrunarfræðinga er alfarið á háskólastigi en hún er talin léleg miðað við önnur Norðurlönd og lélegust er hún við háskólann í Ósló. Við hátæknihjúkrun vilja hjúkrunarfræðingar ekki gera hvað sem er. Þegar hjúkrunarfræðingaskorturinn var mikill fengum við sjúkraliða til að aðstoða okkur. En við gættum ekki að þessu barni okkar, þeir fengu ekki mikil tækifæri til að halda áfram námi og eru nú flestir farnir í önnur störf. Við erum því búin að fá nýtt aðstoðarfólk í býtibúr, skol og á lagera.“ Hulda segir að lokum að það sé gott að vera íslendingur í Noregi. „íslendingar eru í miklum metum, þeir þykja duglegir og áreiðanlegir og það að vera íslendingur opnar margar dyr.“ Hún er búin að búa í Noregi í 19 ár en vill ekki verða norskur ríkisborgari frekar en flestir aðrir íslendingar í útlöndum. MINNING Kveðja frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Þorbjörg Jónsdóttir, fyrrum skólastjóri Hjúkrunarskóla íslands og heiðursfélagi í Félagi íslenskra hjúkrunar- fræðinga, er látin. Með henni er genginn einn frumkvöðla og forystukona í hjúkrunarmenntun hér á landi. Þorbjörg lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla íslands árið 1944. Hún lauk framhaldsnámi í skurðhjúkrun, barnahjúkrun og fleiri sérgreinum hjúkrunar hér heima, en stundaði einnig framhaldsnám í Bandaríkjunum og á Englandi. Þorbjörg lærði stjórnun og hjúkrunarkennslu sem nýttist henni vel í farsælum störfum við Hjúkrunarskóla íslands, fyrst sem kennari frá 1948 til 1954 og síðan sem skólastjóri frá 1954 til 1983. Þorbjörg sat í ritnefnd vegna sögu Hjúkrunarskóla íslands sem kom út árið 1990. Hún sat í stjórn Hjúkrunarfélags íslands og var ritari stjórnar um tveggja ára skeið. Á hátíðarsamkomu í tilefni af 50 ára afmæli Hjúkrunarskóla íslands árið 1981 var Þorbjörg gerð að heiðursfélaga í Hjúkrunarfélagi íslands. Ragnheiður, systir Þorbjargar sem búsett er í Bandaríkjunum, hefur gefið 500 bandaríkjadali í minningarsjóð Kristínar Thoroddsen til minningar um Þorbjörgu. Ragnheiði eru færðar bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf. Blessuð sé minning Þorbjargar Jónsdóttur, hjúkrunarfræðings. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 82. árg. 2006 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.