Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Síða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Síða 24
ÞANKASTRIK Stefanía Arnardóttir, stefarn@landspitali.is GETUR HÁTÆKNISJÚKRAHÚS VERIÐ HÁGÆÐASJÚKRAHÚS? í október sl. gafst mér tækifæri til aö sækja ráðstefnu í Chantilly í Virginíu. Þetta var ráöstefna sjúkrahúsa sem starfa undir merkjum Planetree en um 120 sjúkrahús í Bandaríkjunum, Kanada og Hollandi starfa eftir hugmyndafræði þeirra. Markmiðið er að sjúklingum og starfsfólki líði vel. Ráðstefnan var byggð upp í anda stefnunnar og fyrirlestrar bæði hvetjandi og uppbyggjandi. Enda fór maður heim með þá tilfinningu að svona ætti vinnustaður að vera og engin vandamál væru það stór að ekki væri hægt að leysa þau. í allri þessari umræðu um hátæknisjúkra- hús hugsa ég sífellt meir um að það er sjúklingurinn sem skiptir öllu máli. Við erum fyrir hann en ekki hann fyrir okkur. Þeir leita til okkar eftir faglegri þjónustu þegar þeir eru sem viðkvæmastir fyrir og hvernig tökum við svo á móti þeim? Við látum þá bíða á köldum fráhrindandi bíðstofum, liggja á göngum fyrir allra augum og starfsfólkið svo yfirkeyrt af vinnuálagi að það getur mjög takmarkað sinnt þeim og sjúklingarnir útskrifast heim með þá tilfinningu að þeir hafi verið að íþyngja okkur með veru sinni á sjúkrahúsinu og starfsfólkið fer heim með þá tilfinningu að það hafi ekki sinnt vinnu sinni nema að hluta. Þetta eru ekki þær aðstæður sem við viljum vinna við eða bjóða skjólstæðingum okkar upp á. Angelica Thieriot stofnaði samtökin Planetree 1978 eftir að hafa verið bæði sjúklingur og aðstandandi á sjúkrahúsi. Henni stóð til boða öil sú tækni sem til var til sjúkdómsgreiningar en öllum öðrum þörfum hennar, s.s. félagslegum, trúarlegum og andlegum, var ekki sinnt. Stefna Planetree byggist á ákveðnum gildum sem eru í raun ekkert ný. Við þekkjum þessi gildi og höfum framfylgt þeim í einhverjum mæli við ummönnun skjólstæðinga okkar. Þessi gildi byggjast á samskiptum, fræðslu til sjúklinga og aðstandenda, nærveru fjölskyldu og vina sjúklingsins, næringu, andlegum og trúarlegum þáttum, snertingu, list, sértækri viðbótarmeðferð og ekki síst hönnun og skipulagningu húsnæðis. Á ráðstefnunni var boðið upp á heimsóknir á Planetree-sjúkrahús og fór ég í góðum hópi í heimsókn á Warren Memorial Hospital en sá spítali gekk í samtök Planetree 1999. Kynning á starfsemi sjúkrahússins hófst strax í rútunni á leiðinni þangað og var ásláttarhljóðfærum dreift um rútuna til að kynna fyrir okkur hvernig hægt væri að nota einföld hljóðfæri við meðferð og það leiddist engum ferðin. Warren Memorial Hospital er 196 rúma spítali og hjúkrunarheimili og er alhliða þjónusta veitt þar. Strax og komið er að byggingunni býður hún mann velkominn með aðlaðandi anddyri, lifandi tónlist, vatnslistaverkum og ánægðu starfsfólki sem er tilbúið að sýna okkur það sem það er að gera. Byrjað var á að fara með okkur um langlegudeildirnar og það sem vakti hvað mest athygli mína voru hlýlegar vistarverur, leikföng og dýr en þar var að finna fiskabúr, fuglabúr og ketti sem bjuggu þar og gengu frjálsir um vistmönnum til mikillar ánægju. Það var ekki einungis á langlegudeildunum sem vistarverur voru hlýlegar. Fæðingarstofan leit út eins og hótelherbergi með hentugri lýsingu sem hægt var að breyta eftir þörfum. Bráðadeildirnar buðu mann einnig velkominn með góðum ilm úr eldhúsi deildarinnar en þar höfðu sjúkl- ingar og aðstandendur aðstöðu til að elda mat eða baka kökur. Það sem vakti einna mest athygli mína í ferð okkar um spítalann var að gert er ráð fyrir stöðum þar sem fólk getur sest niður og talað saman og látið sér líða vel, ekki bara innandyra heldur utandyra einnig en það voru fallega skipulagðír garðar allt í kringum sjúkrahúsið. Á Warren Memorial er boðið upp á matarsendingar til sjúklinga allan sólarhringinn og fá sjúklingar afhenta matseðla sem þeir og aðstandendur þeirra geta pantað eftir og það er sérhæft starfsfólk í eldhúsi sem kemur og færir þeim matinn að þeirra óskum þegar þeim hentar en ekki á föstum tímum. Mikið er gert til að sinna þörfum starfs- fólks. Vinnuaðstaðan er til fyrirmyndar og viðurkenningar til starfsmanna eru sjálfsagðar þegar þeir standa sig vel. Ekki er verið að tala um stórar gjafir heldur er um að ræða hrós, þakkarkort, sælgæti, bíómiða, bílastæði o.fl. í þessum dúr. Markmið Planetree-sjúkrahúsa er að uppfylla þarfir sjúklinga og starfsmanna. Þetta hefur þeim tekist með góðum árangri og hefur starfsmannavelta þar minnkað til muna og ánægja sjúklinga aukist. Með samvinnu allra stétta í heilbrigðis- geiranum er ég sannfærð um að við getum haft hér hágæðasjúkrahús þar sem sjúklingum og starfsfólki líður vel því við stefnum öll að sama marki, að skjólstæðingum okkar líði vel hjá okkur og fái bestu ummönnun sem vöi er á. Ég skora á Auði Karen Gunnlaugsdóttur að skrifa næsta þankastrik. 22 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.