Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 25
Valgerður Katrín Jónsdóttir, valgerdur@hjukrun.is „GÓÐ LEIÐ AÐ VINNA Á ÞVERFAGLEGAN HÁTT MEÐ SJÚKLINGUM“ - segir Gilda Grossmann, listmeðferðarfulltrúi Gilda Grossman er kanadískur listmeðferðarfulltrúi sem kom hingað til lands á liðnu ári og flutti fyrirlestur í heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. í stuttu stoppi í Reykjavík gafst ritstjóra Tímarits hjúkunarfræðinga tækifæri til að hitta hana yfir morgunverði á Hótel Borg þar sem hún dvaldi eina nótt eftir að hafa farið hinn margrómaða gullna hring, Gullfoss, Geysi og Hveragerði. Við tókum báðar daginn snemma þar sem Gilda ætlaði að koma við í Bláa lóninu áður en hún færi til Keflavíkur og þaðan aftur til Kanada. Hún segist upprunalega hafa lokið námi í félagsfræði og unnið svo sem félagsráðgjafi. Hún hafi unnið með unglingum sem áttu við ýmsa félagslega örðugleika að stríða og þar hafi kviknað áhugi á að vinna dýpra með vandamálin og því hafi nám í listmeðferð orðið fyrir valinu hjá henni. Frá 1972 hefur hún unnið við það og vinnur mest með fólki sem á við langvarandi veikindi að stríða, svo sem MS og krabbamein. „Sjúklingar mínir þurfa flestir að kljást við missi af ýmsu tagi,“ segir Gilda. Hún segir iistmeðferð góða leið til að draga upp á yfirborðið ýmislegt sem býr í undirmeðvitundinni, skoða það og skilgreina og þar með sé unnt að aðstoða fólk til að lifa ríkara og betra lífi. Hún notaði teikningar sjúklinga sinna við fyrirlesturinn á Akureyri. Hún segist hvetja sjúklinga sína til að teikna það sem þeim liggur á hjarta hverju sinni og í sumum tilfellum séu teikningarnar ekki auðskiljanlegar við fyrstu sín. Sem dæmi nefnir hún teikningu krabbameinssjúkrar konu en hún teiknaði eld í öðru horni myndarinnar og peysu með einhverju sem líktist grænum ormi á í hinu horninu. Þegar farið var að ræða myndina kom í Ijós að dóttir hennar hafði farið í kynnisferð á Slökkvistöð borgarinnar nokkrum árum áður ásamt fleiri börnum. í kjölfarið varð hún svo hrædd við að það Gilda Grossmann í vinnusmiöju um listmeðferð kviknaði í heima hjá þeim að hún pakkaði fötunum sínum niður í ferðatösku og hafði hana undir rúmi næstu fjögur árin. Eldurinn táknaði því ótta dótturinnar og ormurinn á peysunni í hinu horninu ótta móðurinnar við krabbameinið sem hún var að kijást við. Hún nefnir annað dæmi um mynd konu sem hafði misst hárið í krabbameinsmeðferð og þurfti að nota hárkollu. Sú kona teiknaði sérkennilega hárgreiðslu sem sýndi litla löngun hennar til að vera með hárkollu í stað hárs. En hvaða not hafa hjúkrunarfræðingar af listmeðferð? Er þetta eitthvað sem þeir geta notfært sér í starfi? Gilda segir þá sem koma í nám í listmeðferð koma úr ýmsum áttum og það sé styrkur þeirra sem starfa við þetta að bakgrunnur þeirra sé ólíkur. f skólanum í Tórontó er boðið upp á kvöldnám fyrir þá sem vinna á daginn. En það sé líka góð leið að kalla til listmeðferðaraðila og vinna á þverfaglegan hátt með sjúklingunum og segir hún það hafa skilað mjög góðum árangri. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.