Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Síða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Síða 26
Geir A. Guðsteinsson, geiragnar@torg.is STÖÐUGT ALGENGARA AÐ KRABBAMEINSSJÚKLINGAR DEYI HEIMA Joanne Wells, sem er hjúkrunar- fræðingur og ráðgjafi við heimahjúkrun og líknarmeðferð á Englandi, segir m.a. að stöðugt fleiri geri sér grein fyrir mikilvægi þess að fólki sé gefinn kostur á heimahlynningu. Stjórnvöldum á Englandi sé þetta Ijóst og því fari stöðugt meira fjármagn til þessarar þjónustu. Á Englandi séu 253 sjúkra- hús sem hafi sérhæft sig í meðferð krabbameinssjúkra á ýmsum stigum og þau hafi jafnframt tekið inn fólk í eftirmeðferð eða sinnt heimahlynningu vegna hjartasjúkdóma, heilablóðfalls og fleiri sjúkdóma. En hversu mikilvægt er það að hafa gott samband við aðstandendur þeirra sem þurfa á heimahlynningu að halda? „Það er mjög mikilvægt að hafa gott samband við sjúklingana og ekki síður við fjölskyldur þeirra þegar tilkynna þarf slæmar fréttir af heilsufari, t.d. þegar viðkomandi hefur greinst með krabbamein. Það er einnig mikilvægt að tilkynningin eða boðin komi frá fyrstu hendi þegar fréttir eru góðar, t.d. um lækningu eða framfarir. Það er oft erfitt fyrir aðstandendur að horfast í augu við það að ættingi þarf t.d. að gangast undir erfiða skurðaðgerð. Eitt það versta sem hægt er að gera er að flytja slæmar fréttir af heilsufari hranalega." Sumir vilja vera í friði Kemur fyrir að fólk vilji alls ekki hjálp ykkar þegar kemur að heimahlynningu eða líknarmeðferð? „Já, sumir vilja bara fá að vera sem mest í friði og dvelja á sjúkrahúsi til hinstu stundar. Stundum gera þeir sér alls ekki grein fyrir hversu mikla hjálp þeir geta fengið hjá þeim sem sjá um heimahlynningu. Svo erum við auðvitað sérfræðingar í því hvenær og hvernig þjónustu sjúklingurinn þarf á að halda. Hér á íslandi mun ég m.a. benda á hversu mikilvægt það er að heimahlynning standi einnig þeim til boða sem hafa fengið hjartaáfall. Það fólk vill ekki síður en þeir sem hafa greinst með krabbamein dvelja heima eins lengi og unnt er ef fjölskyldan er einnig hlynnt því. Það verður stöðugt algengara að fólk deyi heima og það er ekki síst vegna þess að það er hægt að veita heimaþjónustu vegna aukinna umsvifa þeirra félaga og stofnana sem sinna heimahlynningu. í könnun, sem gerð var á Englandi, kom í Ijós að um 75% aðspurðra, sem þurftu á heimahlynningu eða líknarmeðferð að halda, vildu deyja heima. Nú deyja um 25% krabbameinssjúklinga á Englandi heima,“ segir Joanne Wells. Á Englandi hafa 12% íbúanna náð 65 ára aldri. Árlega greinast um 230 þúsund manns með krabbamein en um 1% dauðsfalla er vegna krabbameins. Um 34 krabbameinsfélag eða krabbameins- samtök starfa víðs vegar um England og kannanir hafa leitt í Ijós að mun fleiri greinast með krabbamein í London en í öðrum borgum eða stöðum. Hólmfríður Kristjánsdóttir, holmfridur@fsa.is RÁÐSTEFNAN KRABBAMEIN OG LÍKNANDI MEÐFERÐ Hugleiðingar um ráðstefnuna Krabbamein og líknandi meðferð sem haldin var á vegum Háskólans á Akureyri dagana 16. og 17. september 2005 í húsnæði HA. Ráðstefna þessi var liður í skipulögðu framhaldsnámi á vegum HA og var meistaranemum skylt að mæta á hana og öðrum gefinn kostur á að taka þátt í henni. Var hún í alla stað vel skipulögð og einnig áhugaverð fyrir þá sem eru í klínískri vinnu með sjúklingum með krabbamein. Sjónarmið hinna ýmsu faghópa, sem sinna þjónustu við krabbameinsveika einstaklinga, voru kynnt, s.s. hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og krabbameinslækna. Einnig var á ráðstefnunni læknir frá Skotlandi sem hefur sérhæft sig í líknandi meðferð og í lok ráðstefnunnar velti heimspekingur fyrir sér tilgangi lífsins. Dr. Sigríður Halldórsdóttir prófessor fjallaði á áhugaverðan hátt um þarfir þeirra sem leita eftir þjónustu hjá heil- brigðiskerfinu og þá sérstaklega sjúkra- stofnunum. Sigríður benti á hvað það veldur mikilli tilvistarkreppu að greinast með lífshættulegan sjúkdóm eins og krabbamein er og hvað skiptir miklu máli að þeir sem annast viðkomandi hafi til að bera mikla þekkingu og færni á mörgum sviðum. Nefndi hún sérstaklega faglega færni, fagvisku, umhyggju og getu til að hafa uppbyggjandi samskipti og mynda tengsl við fólk. Nefndi hún einnig mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsfólk legði rækt við sjálft sig og öðlaðist sjálfsþekkingu því hver og einn er hornsteinninn í þeirri þjónustu sem hann veitir. Dr. Sigríður Gunnarsdóttir hjúkrunarfræð- ingur fjallaði um hvernig hindrandi viðhorf og hugmyndir sjúklinga og fjölskyldna 24 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.