Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Side 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Side 28
Geir A. Guðsteinsson, geiragnar@torg.is GRUNNÞEKKING Á LÍKNARMEÐFERÐ OG EINKENNAMEÐFERÐ NAUÐSYNLEG Málþing um líknarmeðferö á vegum Hjúkrunarþjónustunnar Karítas var haldið 1. október sl. í húsakynnum ÍSMED að Lyngálsi 13 og var þátttaka viðunandi. 13 ár eru iiðin síðan samtökin voru stofnuð en 8. október er alþjóðadagur líknarmeðferðar. Talsverður áhugi var fyrir því að auka fræðslu um þróun í líknarmeðferð á íslandi og í því skyni fengu samtökin þær Þóru Björgu Þórhallsdóttur og Joanne Wells, sem báðar starfa við líknarmeðferð í Bretlandi, til að koma til íslands og fræða þá sem starfa við líknarmeðferð hérlendis um hvernig þessi mál hafa þróast þarlendis undanfarin misseri. Þóra Björg segir að þrátt fyrir ólík þjóðfélög geti íslendingar margt af Bretunum lært þótt það þurfi stundum að laga að aðstæðum hérlendis. Líknarmeðferð er sniðin að þörfum krabbakrabbameinsveikra og er lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir sjúklinga og aðstandendur, sérstaklega ef meðferðin fer fram utan heimilis. Líknarmeðferð er fyrst og fremst umönnun sem miðast við að lina líkamlega og andlega þjáningu, eins og verki, kvíða og depurð, og bæta almennt líf hins sjúka. Þannig getur meðferðin einnig verið fyrir einstaklinga sem eru að ná sér eftir erfiða sjúkdómsmeðferð eða umönnun við ævilok. Gera sjúklingum ævikvöldið þægilegt Hlustað af athygli á erindi Joanne Wells um þróun heimahlynningar á Englandi Eru til hópar hérlendis sem starfa að heimahjúkrun og líknarmeðferð en hafa nánast ekkert samband við aðra sem starfa að sömu málum? „Sérhæfð líknarmeðferð er veitt af tveimur hópum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Hjúkrunarþjónustunni Karítas og Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins sem einnig er með starfsemi á Akureyri. Það er eitthvert samstarf milli þessara aðila en það er Ijóst að þörfin á líknarmeðferð er alltaf að aukast. í upphafi miðaðist þessi starfsemi eingöngu við krabbamein en í dag er fjöldi manns með langvinna sjúkdóma sem þarf meðferð og stuðning. Það má segja að visst óréttlæti ríki því krabbameinssjúklingur getur vænst betri þjónustu, eftirlits og einkennameðferðar en sá sem greinist með t.d. hjartasjúkdóm, lungnasjúkdóm eða mænu- og taugasjúkdóm. Hugtakið líknarmeðferð þýðir í flestum tilfellum það að gera sjúklingnum ævi- kvöldið þægilegt, að hann eigi þess kost að lifa lífi sínu við sem minnstar þjáningar og mesta ánægju þegar oft er engin von um bata, því miður. Þegar að lífslokum 26 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.