Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Qupperneq 29
GRUNNÞEKKING Á LIKNARMEÐFERÐ OG EINKENNAMEÐFERÐ NAUÐSYNLEG
kemur er búið að gera sjúklingnum kleift
að deyja með sem mestri reisn og án
þjáninga."
- Vilja margir deyja heima sé þess einhver
kostur?
„Margir vilja vera heima eins lengi og
nokkur er kostur en sumir hafa áhyggjur
af aðstandendum sínum og vilja ekki
leggja of mikið á þá, og stundum ræður
Hugtakið líknarmeðferð þýðir í flestum tilfellum það að
gera sjúklingi ævikvöldið þægilegt, að hann geti lifað
lífi sínu við sem minnstar þjáningar og mesta ánægju
þegar oft er engin von um bata, því miður. Þegar að
lífslokum kemur er búið að gera sjúklingnum kleift að
deyja með sem mestri reisn og án þjáninga.
fjölskyldan ekki við að sinna sjúklingnum
heima þegar umönnunin er kannski orðin
allan sólarhringinn. Sumir breyta því um
skoðun og þá þarf að finna leið sem
allir sættast á, bæði sjúklingurinn og
aðstandendur hans. En eftir sem áður
vilja langflestir deyja heima."
Er starfsemin í Englandi mjög frábrugðin
því sem við þekkjum hérlendis?
„Hún er auðvitað miklu eldri og hefur
þróast mjög markvisst síðan 1967. Ég var
búin að vinna við líknarmeðferð hérlendis í
10 ár þegar ég ákvað að fara út í nám til að
sérhæfa mig enn meira. Það var reyndar
byrjað eitthvert nám á Akureyri á þeim
tíma í samstarfi við háskóla í Bretlandi.
Starfsemin hér á íslandi er að mörgu
leyti frábrugðin starfseminni á Englandi,
ekki síst skipulagið. Það þarf að tryggja
að allir sem vinna við heimahlynningu
hafi grunnþekkingu á líknarmeðferð og
einkennameðferð, s.s. skiigreiningu
á ógleði og verkjum. Þetta snýst um
það að virða einstaklinginn og taka fullt
tillit til óska hans. Hugmyndafræðin er
því mjög persónutengd, þ.e. að meta
þarfir sjúklingsins og fjölskyldu hans.
Ef vandamálið er flóknara á að kalla til
sérfræðinga."
Aukin þátttaka
heilbrigðisyfirvalda
„í Englandi kemur sérhæft starfsfólk
eins og þeir hjúkrunarfræðingar inn í
ferlið sem ráðgjafar og þeir veita ráð
t.d. um lyfjameðferð og veíta ekki
síður andlegan stuðning. Heilsugæsiu-
hjúkrunarfræðingarnir sinna allri annari
hjúkrun, en í Englandi er miklu meira
samstarf við heimilisiækna og heilsu-
gæslulækna en tíðkast hér á íslandi. Ef
læknir hérlendis hefur samband við heima-
hlynningu sinnir hún alfarið þeim sjúklingi
og er í mestu sambandi við sérfræðinginn
sem langoftast er krabbameinslæknir.
Þegar sjúklingur í Englandi útskrifast af
sjúkrahúsi en þarf heimahlynningu taka
hjúkrunarfræðingar við þeirri beiðni en
hafa strax samband við heimilislækni um
t.d. lyfjameðferð.
Mér finnst það kannski spurning hvort
það verður ekki erfiðara í framtíðinni að ná
sambandi við krabbameinssérfræðingana
ef stöðugt fleiri greinast með krabbamein
og þurfa sérhæfða aðstoð. Þarf ekki
að fara að nýta sérfræðingana með
einhverjum öðrum og skilvirkari hætti?
Þessi fundur hér gefur fólki vonandi
tækifæri til að hugleiða þessa hluti og að
settur verði fastari rammi um það hvernig
við viljum að líknarþjónusta þróist. Kannski
þurfa heilbrigðisyfirvöld að taka meiri þátt
í því ferli, t.d. með auknum fjárframlögum.
Þó þessi þjónusta hafi gengið vel til þessa
þurfum við að auka víðsýnina," segir Þóra
Björg Þórhallsdóttir.
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006