Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 33
Guöbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur, gudsve@mi,is Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur ÉG ÞORI BÆÐI, GET OG VIL Þrátt fyrir opnari umræðu og samfélag, aukið frelsi og tjáningu á nær öllum sviðum hér á landi er einn málaflokkur þar sem fordómar, virðingarleysi, þögn og ýmsir erfiðleikar lifa enn góðu lífi. Hér erum við að tala um geðræn vandamál og þjáninguna sem þeir sem veikjast andlega og aðstandendur þeirra þurfa við að glíma. Þarna erum við íslendingar því miður eftirbátar annara þjóða sem við berum okkur saman við. Þegar rætt er um geðheilsu landsmanna kemur í Ijós að ýmislegt má betur fara. Við tölum um að á hverjum tíma þjáist a.m.k. 12-15 þús. manns af þunglyndi og kvíðaröskun en auk þess eru margir aðrir geðsjúkdómar sem herja á fólk þannig að búast má við að u.þ.b. 20-25 þús. manns þjáist af ýmiss konar geðveilum og/eða áfengissýki á hverjum tíma. Þessir einstaklingar fá flestir aðstoð frá heilbrigðis- og félagskerfinu, en hvað með þá sem að baki þeinn standa? Reikna má með að bak við hvern, sem þjáist af geðröskun, séu að minnsta kosti 4-10 aðstandendur (gróft reiknað eru það þá um 150 þús. manns) sem líða á einhvern hátt fyrir veikindin eða þurfa að taka á sig ýmiss konar ábyrgð sem þeir ráða misvel við eða hafa mismikinn áhuga á að sinna. Aðstandendur hafa um langt skeið rætt um að þeir fái ekki næga fræðslu eða upplýsingar um meðferð þess sjúka en á sama tíma eiga þeir að vera til staðar og standa við bakið á þeim veika og það getur á köflum verið ansi erfitt og tímafrekt. Alltof oft tala þeir um að þeir séu „úti í kuldanum", að ekki sé talað við þá, að þeir séu ekki hluti af meðferðinni og sumir hafa jafnvel sagt að þeim hafi verið kastað út af deildum, fái stimpilinn „erfiðir" og „afskiptasamir". Stuðningur við börn, sem alast upp á heimilum með geðröskun, hefur verið afar brotakenndur svo ekki sé meira sagt. Samt sem áður hefur verið nokkuð lengi um þetta rætt meðal aðstandenda og fagfólks, tregðuna má ef til vill að einhverju leyti rekja til stefnuskorts í málaflokknum. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006 3'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.