Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Side 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Side 34
Um það bil 20-25 þúsund íslendingar þjást af ýmiss konar geðveilum og/eða áfengissýki á hverjum tíma. Rauði kross íslands hefur undanfarin ár staðið fyrir könnunum um land allt á aðstæðum og þjónustu við geðfatlaða en þau mál hafa verið meðal forgangsmála samtakanna undanfarin ár. Páll Biering geðhjúkrunarfræðingur var fenginn til að vinna að rannsóknunum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og voru þær gerðar í samvinnu við Geðhjálp og Guðbjörgu Daníelsdóttur sálfræðing. Ýmislegt áhugavert kom fram í könnun- unum, meðal annars mikil þörf fyrir fræðslu og stuðning við aðstandendur, sérstaklega úti á landsbyggðinni, og þörf fyrir betri eftirfylgd hvar á landi sem er (sjá www.redcross.is,www.gedhjalp.is). í kjölfarið var ákveðið að Rauði krossinn í samvinnu við Geðhjálp og landlæknis- embættið og Lýðheilsustofnun stæði fyrir námskeiðum fyrir aðstandendur geðfatlaðra og áhugafólk um geðræn vandamál. Markmiðið með þeim er að fræða aðstandendur og áhugafólk og í kjölfarið mynda stuðningshópa aðstand- enda og þeirra sem njóta þurfa geðheil- brigðisþjónustunnar. Hefur skipulag og umsjón verið í höndum sjálfboðaliða og svæðisstarfsmanna Rauða krossins en innihald námskeið- anna í höndum Guðbjargar Sveinsdóttur, geðhjúkrunarfræðings og starfsmanns Rauða krossins, Salbjargar Bjarnadóttur, geðhjúkrunarfræðings og verkefnisstjóra hjá landlæknisembættinu, ásamt tveimur prestum, aðstandanda og starfsmanni Geðhjálpar. Byrjað var á landsbyggðinni og hafa þegar 4 námskeið verið haldin og fram undan eru 4 til viðbótar á vorönn. Hvert námskeið stendur í tvo daga og byggist annars vegar á fyrirlestrum um geðheilbrigði, helstu geðsjúkdóma, meðvirkni í fjölskyldum, rætt er um sjálfsvígsatferli, sorg og sorgarviðbrögð við langvinnum sjúkdómum eða dauðsfalli, foreldri segir sína reynslu af baráttu við kerfið og fulltrúi frá Geðhjálp kynnir möguleika á Herdís Sveinsdóttir, prófessor í hjúkrun Herdís Sveinsdóttir, kennari í hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands, forstöðumaður fræðasviðs skurðhjúkrunar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi og fyrrum formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fékk framgang í stöðu prófessors nýverið. Herdís er fjórði prófessorinn í hjúkrun á íslandi og óskar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga henni hjartanlega til hamingju. Herdís lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands árið 1981, meistarprófi frá University of Michigan í Ann Arbor 1987 og doktorsprófi frá háskólanum í Umeá í Svíþjóð árið 2000. Herdís hefur kennt hjúkrunarfræðingum sem sótt hafa nám til Háskóla (slands allt frá því hún lauk námi, að frátöldum þrem árum sem hún dvaldi við nám og og störf í Bandaríkjunum. í upphafi var hún stundakennari í klínískri kennslu í öldrunarhjúkrun, en frá árinu 1987 hefur hún skipulagt alla kennslu í hjúkrun aðgerðasjúklinga og frá árinu 1996 haft umsjón með kennslu í heilbrigði kvenna í Ijósmæðranámi. Þar fyrir utan hefur hún tekið þátt í skipulagningu grunn- og framhaldsnáms hjúkrunarfræðinga og í annarri kennslu. Herdís hefur setið í stjórn Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði frá árinu 1998 og verið formaður stjórnar frá 2003. Hún situr nú í stjórn Rannsóknastofu í vinnuvernd og var í stjórn Rannsóknastofu í kvennafræðum 1996-2000 og formaður þeirrar stjórnar 1999-2000. Herdís Sveinsdóttir 32 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.