Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Page 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Page 37
ÖRYGGI SJÚKLINGA skráningar sinnar á skráningarblaði og gerði. Ljósmóðirin skrifaði að hún hefði hjúkrunarfræðingurinn á vöknun vísaði ekki fengið munnlegar upplýsingar um í sjúkraskrá sjúklingsins þar sem fram blæðingarstöðvunina og hefði ekki lesið koma þær hjúkrunaraðgerðir sem hún það sem skráð var á skráningablaðinu. Nefndin taldi að það hefði verið á ábyrgð Ijósmóðurinnar að kynna sér skriflega skráningu um eftirmeðferð, hvort sem hún fékk munnlega skýrslu eða ekki. Hún fékk þess vegna áminningu. Helmingur nefndarmanna var á móti. Þeir töldu að vinnureglum um skýrslugjöf við vaktaskipti og vinnu við sjúkraskrá hefði ekki verið fylgt þar sem enginn af öllu því fólki sem hjúkraði konunni tók eftir athugasemdinni um að fjarlægja ætti tvær grisjur morguninn eftir aðgerðina. Þeir álitu að Ijósmóðirin ein ætti ekki að bera ábyrgð á þessu. Ljósmóðirin hefur kært ákvörðunina. Kannski er full ástæða til að yfirfara vinnureglur og vinnubrögð um skýrslugjöf við vaktaskipti á þínum vinnustað? Það er á ábyrgð okkar allra að sætta okkur ekki við vinnubrögð sem við erum ekki ánægð með. Þetta er sérstaklega mikilvægt þar sem það eru oft einstakir starfsmenn sem þurfa að taka ábyrgðina á mistökum sem í flestum tilvikum má rekja til kerfisgalla. Lesendur eru hvattir til að senda inn frásagnirum mistöko.fl. Slíkardæmisögur geta verið undir nafni eða nafnlausar. Klínískar leiðbeiningar á vef landlæknis Á vef landlæknisembættisins eru komin út drög að klínískum leiðbeiningum um átröskun. Leiðbeiningarnar eru afrakstur vinnuhóps sem starfað hefur á vegum embættisins síðan vorið 2004. Átröskun er samspil iíkamlegra, sálrænna og félagslegra þátta sem hafa innbyrðis áhrif hver á annan. Lystarstol (anorexia nervosa) og lotugræðgi (bulimia nervosa) eru sjúkdómar sem einkennast af sjúklegum ótta við að þyngjast og hræðslu við að missa stjórn á mataræði. Þeir sem veikjast af átröskun eru fyrst og fremst ungar konur, 15-24 ára, en sífellt fleiri yngri og eldri einstaklingar hafa greinst með sjúkdómana. Um einn af hverjum 20 lystarstolssjúklingum er ungur karl. FRÉTTAPUNKTUR í tölum um tíðni átröskunar í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum er áætlað að á ári hverju greinist 8 ný tilfelli um lystarstol meðal hverra 100 þúsund íbúa og 12 ný tilfelli um lotugræðgi meðal hverra 100 þúsund íbúa. Séu þessar tölur yfirfærðar á (sland má búast við um 24 nýjum sjúkdómstilfellum af lystarstoli árlega og 36 tilfellum af lotugræðgi. Til að veita meðferð þeim sem þjást af þessum sjúkdómum hefur nýlega verið opnuð deild fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Leiðbeiningar þessar eru birtar sem drög til umsagnar til 20. mars. Drögin verða síðan endurskoðuð af vinnuhópnum innan fjögurra vikna frá lokum umsagnartímans í Ijósi nýrrar vitneskju og athugasemda sem berast. Klinískar leiðbeiningar um átröskun: http://www.landlaeknir.is/template1 ,asp?pageid=996> Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006 35

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.