Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Page 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Page 48
Eygló Ingadóttir, verkefnisstjóri, Landspítala-háskólasjúkrahúsi, eygloing@landspitali.is Marga Thome, prófessor, hjúkrunarfræöideild Háskóla (slands Brynja Örlygsdóttir, lektor, hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands NETTENGT FJARNÁM UM GEÐVERND EFTIR BARNSBURÐ: Mat hjúkrunarfræðinga á nýrri leið til símenntunar Útdráttur Mikil þróun í upplýsingatækni hefur leitt til breytinga á möguleikum til náms og endurmenntunar. Heilsu- gæsluhjúkrunarfræðingum hefurundanfarin árverið boðið að taka sjö vikna netnámskeið sem nefnist „Geðvernd eftir barnsburð". Markmið þess er að dýpka þekkingu þeirra á vanlíðan kvenna eftir barnsburð og kynna gagnreyndar aðferðir til að draga úr vanlíðaninni. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta ánægju þátttakenda á netnámskeiðinu með námið, notkun á tækni og kosti námskeiðsins og galla. Spurningalisti var saminn og alls svöruðu 36 heilsugæsluhjúkrunarfræðingar af 39 sem voru á námskeiðinu. Meðalaldur þeirra var 48,7 ár. Niðurstöður sýndu að flestir (94%) heilsugæsluhjúkrunar- fræðinganna töldu að þeir hefðu aukið þekkingu sína á andlegri vanlíðan eftir barnsburð en 39% töldu að þeir hefðu lært meira ef námskeiðið hefði verið með hefðbundnu sniði. Allir nema einn töldu sig læra af netumræðum við samnemendur. Meirihluta (58%) fannst tölvuþekking þeirra aukast við þátttöku í netnámskeiðinu og flestir myndu ráðleggja öðrum hjúkrunarfræðingum að taka það. Ályktað er að flestir þátttakenda teiji netnámskeiðið „Geðvernd eftir barnsburð" árangursríkt og að miðlun námsefnis með aðstoð netsins geti verið raunhæf símenntunarleið fyrir starfandi hjúkrunarfræðinga á íslandi. Taka þarf tillit til ýmissa annmarka við skipulagningu starfstengdra netnámskeiða í framtíðinni. Lykilorð: Hjúkrun, símenntun, geðvernd, barnsburður, mat hjúkrunarfræðinga. Abstract Recent developments in informatics have made distant learning a feasible aiternative in continuous education. Over the past few years, community health nurses in lceland have been offered to take a seven weeks web based training course on postpartum emotional distress. The goal of the course is to teach supportive and evidence based interventions to impact positively on postpartum emotional distress (PED). The purpose of this study was to evaluate the participant’s experience of the course, focusing on education, learning use of technology, and pros and cons of content and context. A questionnaire, which was developed for the purpose of this study, ivas filled out by 36 of the 39 participants. The mean age of the community health nurses was 48.7 years. The results showed that most (94%) of the community health nurses found their knowledge on postpartum emotional distress increased; however 39% felt that they would have learned more in a traditional lecture setting. Everyone but one found the web based bulletin board discussions with fellow participants helpful. Majority of the community health nurses (58%) thought they had increased their computer skills during the course, and most were ready to recommend it to colleagues. It is concluded that most participants find the course on postpartum emotional distress successful, and a web based course is a realistic continuous education option for practicing nurses in lceland. Keywords: Nursing, continuing education, mental health, postpartum, evaluation studies. Inngangur Hjúkrunarfræðingar starfa í síbreytilegu umhverfi og verða að geta brugðist við þörfum samfélagsins. Þetta kallar á aðlögunarhæfni á tímum mikilla tækniframfara og breytinga í heilbrigðiskerfinu (Atack o.fl., 2002; Maslin-Prothero, 1997). Hjúkrunarfræðíngar þurfa því stöðugt að auka menntun sína. Á undanförnum árum hefur nettengt fjarnám hjúkrunarfræðinga í grunnnámi færst í vöxt en lítið verið notað við sí- og endurmenntun þeirra. Netnámskeiðið „Geðvernd eftir barnsburð“ hefur verið haldið fjórum sínnum (frá 2001 -2005) á vegum Endurmenntunar Háskóla íslands, Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði og heilsugæslunnar. Tilgangur netnámskeiðsins er að dýpka þekkingu heilsugæsluhjúkrunarfræðinga á líðan kvenna eftir barnsburð, að kenna hvaða áhrif vanlíðan getur haft á konur, maka þeirra og ungbörn og hvaða áhrif óvær börn hafa á líðan foreldra. Kynntar eru gagnreyndar aðferðir til að draga úr vanlíðan og kennd er skráning hjúkrunargreiningar og meðferðarúrræða samkvæmt flokkunarkerfi NANDA og NIC. Netnámskeiðið stendur í sjö vikur ár hvert og er á WebCT formi. Árin 2001 til 2003 mátu þátttakendur eftirfarandi þætti í námskeiðinu „Geðvernd eftir bamsburð": (a) nám; (b) notkun á tækni; (c) kostir og gallar. Nettengt fjarnám Þróun kennslutækni er nauðsynleg en hún verður engu að síður að standast kröfur um gæði. Rannsóknir hafa sýnt að tækninotkun 46 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.