Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 49
RITRÝND GREIN í námi geti valdið nemendum kvíða, pirringi, neikvæðni og óánægju. Þegar þeir hafa vanist tækninni getur fjarnám hins vegar orðið árangursn'k leið til að mennta sig (Atack, 2003; Chandler og Hanrahan, 2000; Debourgh, 2003). Mikil reynsla er komin á fjarnám erlendis og rannsóknir sýna að félagsleg virkni, leiðsögn og lærdómur eru ekki síðri en í hefðbundnu námi (Billings, 1996; Atack og Rankin, 2002; Debourgh, 2003). Rannsóknir meðal hjúkrunarfræðinga bera vitni um almenna ánægju þeirra með þetta námsform, það auki fagþekkingu og beri sambærilegan árangur og hefðbundið nám (Blakeley og Curran-Smith, 1998). Þegar reynsla 57 bandarískra miðaldra hjúkrunarfræðinga af vefrænu fjarnámskeiði var skoðuð í lýsandi rannsókn, kom í Ijós að flestum fannst námskeiðið mjög árangursríkt. Þátttakendur voru óvanir tölvunotkun og fyrstu vikurnar voru þeim erfiðar meðan þeir tileinkuðu sér tæknina. Einn hjúkrunarfræðinganna sagði það hafa verið eins og að læra nýtt tungumál að læra að nálgast efni námskeiðsins. Eftir að hafa tileinkað sér aðferðafræðina sagðist meirihluti þátttakenda hafa stundað árangursríkt nám og að sú tilfinning hefði örvað námsáhuga. Þá hefði námsformið aukið töivufærni þeirra (Atack og Rankin, 2002). Hjúkrunarfræðingar í vefrænu fjarnámi hafa kvartað undan því að fá ekki næga svörun frá kennurum, að þeir sakni tengsla við samnemendur og að þeir séu undir miklu vinnuálagi (Atack og Rankin, 2002; Hyde og Murray, 2005). Rannsókn á bandarískum hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í geðhjúkrun sýndi að nemendur í fjarnámi voru jafn ánægðir með tengsl sín við samnemendur og þeir sem voru í hefðbundnu námi (Lewis og Kaas, 1998). Sama var uppi á teningnum hjá bandarískum hjúkrunarfræðingum sem tóku námskeið í faraldursfræði. Þeir voru frekar ánægðir með tengsl við samnemendur sína og mjög ánægðir með sambandið við kennarana (Rose o.fl., 2000). Nemendur hafa einnig lýst erfiðleikum tengdum tækninni. Eigindleg rannsókn Atacks (2003) sýndi að hjúkrunarfræðingum í netnámí fannst þeir ekki hafa næga tölvukunnáttu í byrjun námskeiðs og að þeir þyrftu að eyða miklum tíma í tæknileg vandamál. í Ijós kom að þeir höfðu ekki samband við aðstoðarfólk vegna þessara vandamála þar sem þeir vissu ekki um hvað þeir áttu að spyrja og óttuðust að skilja ekki leiðbeiningar sem þeir fengju. Námskeiðið „Geðvernd eftir barnsburð" Ýmiss konar hugbúnaður hefur verið þróaður til kennslu í fjarnámi, þar á meðal WebCT forritið, en það krefst ekki mikillar tölvuþekkingar svo nemendur geti orðið virkir þátttakendur. Forritið býður ýmsa möguleika, t.d. sjálfvirk próf, fyrirlestra í ritvinnslu, á glærum eða með tali, myndbandssýningar, beint spjall eða spjall á sérstökum umræðuvef svo eitthvað sé nefnt (Chute o.fl., 1999). Á námskeiðinu „Geðvernd eftir barnsburð" var reynt að taka tillit til mismunandi tæknikunnáttu þátttakenda. í byrjun fengu þeir eina kennslustund tii að læra á WebCT umhverfið í tölvuveri. Þeir fengu með sér leiðbeiningar ásamt símanúmerum og tölvupóstföngum leiðbeinenda og voru hvattir til þess að hafa samband ef þeir lentu í vandræðum. Að sögn Lawton (1997) er þetta skynsamlegt fyrirkomulag sem eykur öryggistilfinningu nemandans. Reynt var að hafa tæknina sem einfaldasta og aðgengilegasta. Til dæmis voru engar talsettar glærur notaðar eða myndbönd sett á netið, en þessi hjálpartæki krefjast viðbótarhugbúnaðar og flóknari tæknikunnáttu. í hverri viku var lesinn einn skrifaður fyrirlestur en rannsóknir hafa sýnt að nemendur vilja helst það fyrirlestrarform á fjarnámskeiðum (Andrusyszyn o.fl., 2001). Eftir lesturinn þurfti hver þátttakandi að tjá sig um fyrirlesturinn á umræðuvef. Með því átti að örva umræður og auka tilfinningu hvers og eins fyrir því að vera hluti af faghópi og að framlag hvers og eins væri mikilvægt. Rannsóknir hafa sýnt að frjóar umræður í bland við reynslusögur auka gildi námsefnis og hjálpa nemendum að tileinka sér það (Koeckeritz o.fl., 2002). Kennarar námskeiðsins voru virkir í umræðunum og iögðu sig fram um að svara athugasemdum og spurningum nemenda eins fljótt og auðið var. Reynslan sýnir að slík vinnubrögð stuðla að aukinni ánægju með námskeiðið (Halstead og Coudret, 2000). Nemendur gerðu tvö verkefni á námstímanum. í öðru þjálfuðust þeir í skráningu á hjúkrunarmeðferð við andlegri vanlíðan eftir barnsburð en í hinu var sjúkra- og meðferðarsögu lýst. Talsvert ýtarefni var sett á netið en nemendur fengu líka útprentað námsefni. í lok námskeiðsins var haldínn fundur með þátttakendum til þess að ræða reynslu þeirra og gefa þeim færi á að hittast. Á töflu 1 má sjá fyrirlestraskrá námskeiðsins. Tafla 1. Fyrirlestraskrá Fyrirlestraskrá námskeiðsins „Geðvernd eftir barnsburð" Hjúkrunarmeðferð við andlegri vanlíðan eftir barnsburð og við fæðingarþunglyndi Um líðan og vanlíðan mæðra með óvær ungbörn til sex mánaða aldurs Alda og Stella; saga tveggja kvenna með andlega vanlíðan eftir barnsburð Hjúkrunarmeðferð: - Meðferðarúrræði vegna streitu og þreytu í foreldrahlutverki - Ráðgjöf, hugræn meðferð og virk hlustun Hjúkrunarmeðferð: - Símaviðtöl - Hjúkrun vegna óværra ungbarna Svefnvandamál ungbarna Birta; saga konu sem finnur fyrir andlegri vanlíðan eftir barnsburð Aðferðafræði Framkvæmd og úrvinnsla gagna Spurningalisti var sendur á þær heilsugæslustöðvar, sem tóku þátt í námskeiðinu „Geðvernd eftir bamsburð" árin 2001 og 2003, til að meta reynslu hjúkrunarfræðinga af netnámskeiðinu. Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 82. árg. 2006 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.