Stjórnmálatímarit - 01.01.1884, Blaðsíða 30
30
Jón Olaísson:
Töllinn undir stöðu íslands í sambandinu við Danmörku.
Með þnssii væri þá trygðr réttr vor framvegis að því
leyti, að eigi yrði brevting gjör á réttarstöðu lands vors
án vors samþykkis. En Danir (o: alríkið) befðu bins vegar
fulla tryggingu í því, að þeirra samþykkis þyrfti lika til
hverrar breytingar í þessa átt.
Með þessu væri því að vísu mikið, mjög mikið unnið,
— ég vil segja: það langverulegasta væri með þessu unnið.
En bitt getr líka komið fyrir, að oss þyki nauðsyn
á, að fá einbverju atriði breytt, er lýtr að réttarstöðu
lands vors, og þá er hugsanlegt, að þó konungvaldið væri
eigi ótilleiðanlegt til breytingarinnar, þá yrði ríkisþingið,
ef til vill eingöngu eði mest fyrir ókunnugleik sinn, ó-
fúst á að samþykkja bana. Eins og nú er, eigurn vér
örðugt, að ég eigi segi ómögulegt með, að tala voru máli
við ríkisþingið og sannfæra það, ef í milli bæri.
Eins er það réttlítið fyrir oss, að vera sviftir öllu at-
lcvæði og tillögurétti gjörsamlega um öll sameiginleg mál
ríkisins, bversu mjög sem þau kunna að varða oss sér-
staklega. Til dæmis má taka samninga við útlendar
þjóðir, er oít geta varðað oss miklu, stundum enda, eins
og Spánarsamningrinn, varðað oss meiru, en aðra liluti
ríkisins.
Ólíku betr stæðum vér að vígi, livort lieldr þá er um
breytingar væri að ræða á réttarstöðu lands vors að lög-
um, eða til að hafa ábrif á sameiginleg ríkismál, er oss
varða, ef vér hefðum fulltrúa á ríkisþinginu. En anðvit-
cið er það, að þá yrði að orða 2. gr. stöðulaganna
öðruvísi.
J>á ætti 2. gr. að orðast t. d. svo: <ísland tekr þátt
í löggjöfinni um in almennu ríkismál með því að senda
fulltrúa á ríkisþingið. Tölu þeirra ákveðr ríkisþingið