Stjórnmálatímarit - 01.01.1884, Blaðsíða 22
22
Sjálfstæöis-uppk væði
liéldu embætti og live liá laun peim væri lögð og hvort
pcir fengju pau greidd.
Hann heíir stofnað urmul nýrra emhætta og sent
hingað hópa embættlinga til að hrjá þjóð vora og éta út
æfni hennar.
Hann lieflr á friðartímum lialdið hér her manns í
landi án sampykkis löggjafarþings vors.
Hann hefir viljað gjöra hervaldið óháð og yflrhoðið
borgaralegu valdi.
Hann hefir verið samtaka öðrum í því, að kúga oss
undir löggjafarvald, sem þekkist ekki í stjórnarskrá vorri
og er óhelgað af lögum vorum, með því að liann hefir
staðfest svokölluð lög, er þeir hafa þózt semja oss:
Til að skipa til dvalar hjá oss stórfjölda vopnaðs liðs;
Til að verja hermenn þessa hegningu með málamynd-
ar-réttarfari fyrir liver þau morðvíg, er þeir ynnu á íbú-
um ríkja þessara;
Til að slíta verzlun vorri við öll lönd í heimi;
Til að leggja skatt á oss án vors samþykkis;
Til að svifta oss í mörgum tilfellum hagræði kvið-
dóma;
Til að stefna oss utan um haf til rannsóknar fyrir
yfirsjónir, er vér vorum kallaðir drýgt hafa;
Til að af nema ið frjálsa fyrirkomulag enskra laga í
grannlandi voru og setja þar á laggir gjörræðis-stjórn, og
færa svo út landamæri grannlands þessa, svo að það yi;ði
1 einu hæði fyrirmynd og hentugt verkfæri, til að inn-
leiða sömu einræðis-stjórn í þessar nýlendur;
Til að svifta oss réttinda-skrám vorum, nema úr gildi
vor dýrmætustu lög, og breyta frá rótum valdsviði stjórna
vorra;