Stjórnmálatímarit - 01.01.1884, Blaðsíða 29
29.
Stjórnarstaða íslands.
stjórnfræðinámsmðnnum í Danmörku er inurætt að ríkis-
ping Dana og konungr hafi gagnvart pjóð vorri og sjálf-
stæði hennar.
Hins vegar verðum vér að fulltreysta pví, að aldrei
ynni stjórnin og fulltrúaping bræðra-þjóðar vorrar, Dana, á
oss nokkurt það verk, er þeir sjálfir eins og hver heilbrigð
skynsemi yrðu að játa, að væri hreint og beint níðings-
verk. Með öðrum orðum: vér verðum að fulltreysta því,
að ef fullskýr lagafyrirmæli, sem eigi yrði hártoguð með
neinu sannleiks yfirskyni, væru fyrir því, að engin bregt-
ing yrði gjör á neinu, er snerti stöðu íslands í ríkinu að
lögum, án samþylckisins sjálfstæða fulltrúa-löggjafarþings
vors, þá mundi örugt um það, að vér ættum enga vald-
boðna breyting á hættu í þessu efni.
En til þessa þurfum vér að fá ný stöðulög í stað
inna núverandi, og þau þurfa:
1. að vera svo til komin, að þau sé samþykt bæði af
alþingi Islands og ríkisþingi Danmerkr og staðfest
af konungi;
2. að innilialda skýlausa ákvörðun um, að þeim verði í
engu breytt, nema með löglegu samþykki allra
þriggja hlutaðeiganda: alþingis, ríkisþings og konungs.
J>að væri þar að auki hyggilegt, að kveða svo á, að sam-
þykki íslands væri þá fyrst gilt, er breytingarnar hefðu
sætt sömu meðferð eða áþekkri, sem nú er fyrirskipuð
um breyting stjórnarskrár vorrar, hvernig sem menn kynnu
nú að vilja orða þau ákvæði í sjálfum lögunum. |>ar
með væri girt fyrir, að eitt þing léti gjörræðislega ginnast
til að samþykkja skaðvænlegar hreytingar á þessum mikil-
væga grundvelli sjálfstæðis þjóðar vorrar.
Með þessu væri þá eitt skifti fyrir öll viðrkendr réttr
vor sem sjálfstæðs og samningsbærs málsaðila um grund-