Stjórnmálatímarit - 01.01.1884, Blaðsíða 18

Stjórnmálatímarit - 01.01.1884, Blaðsíða 18
18 Eiríkr Magnússon: Gagnsemi-banka. reiðanlega vissu um lífsliáttu viðskiftamanna, livort þeir sé ráðvandir eða bragðarefir, iðjumenn eða letingjar, út- sjónarmenn eða prangarar, sparnaðarmenn eða brutlarar. Bankarar gera sér |iað að reglu yfir liöfuð, að lána örara fátækum reglu-, dugnaðar og ráðvendnismanni, enn ríkum, sem ilt orð fer af. Kemr pað par framm, að gott siðferði er peningar. Hví varð sá, er berfættr kom í stórborg fyrir nokkrum árum og átti ekki málungi matar, auðmaðr á ótrúlega skömmum tíma? Af pví hann var siðferðis og reglumaðr og par með fór dugr og greind, fyrst og fremst, enn pessu næst, af pví að hann með pessum kost- um vann sér traust bankara síns, sem pá veitti honurn fé til verzlunar eins og hann vildi eða póttist purfa, og par með fleygði framm auðgengi hans frá ári til árs. Auk pess, að bankari lætr laust fé sitt eftir pörfum við slíkan maun, gjörir hann honum annan og ef til vill alt eins parfan eða enda parfari greiða; liann gjörir að orði kosti hans og dugnað einmitt meðal peirra, sem slíkum manni kemr bezt að vera í góðu áliti lijá, og petta eykr og viðk- ar lánstraust hans. Bankarar eru pannig verndarar og örvendr verzlunar- legra siðgæða. J>eirra eiginn hagr býðr peim að örva og hjálpa áframm eljumanninum, hyggjumanninum, hinum hreinskiftna, skilsama og ráðvanda, eins og gefr að skilja.

x

Stjórnmálatímarit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjórnmálatímarit
https://timarit.is/publication/1254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.