Stjórnmálatímarit - 01.01.1884, Blaðsíða 23
Bamlaríkjanna
23.
Til að slíta lögþingum vorum, en lýsa sig og þá
valdbæra til að semja oss iög í öllum tilfellum.
Hann lieíir afsalað sér stjórnvöldum hér með því að
lýsa oss undan vernd sinni og hefja hernað gegn oss.
Hann heíir rænt sem víkingr í liöfum vorum, lierjað
strendr vorar, hrent borgir vorar og týnt lífi landa
vorra.
Hann er nú sem stendr að flytja hingað stórar her-
sveitir útlendra leigu-sveina, til að fullkoma það dauða,
eyðingar og harðstjórnar verk, sem þegar er liafið, og
það með þeirri grimdar og ódrengskapar aðferð, sem vart
munu dæmi til flnnast á inum siðlausustu öldum og 'sern
með öllu er ósamboðin yfirdrotni mentaðrar þjóðar.
Hann liefir knúið landa vora, þá er hann hefir lier-
tekið á hafi úti, til að bera vopn gegn ættjörðu sinni, til
að verða bana-böðlar vina sinna og bræðra, eða að falla
sjálfir að öðrum kosti fyrir þeirra liöndum.
Hann hefir vakið uppreist innanlands ineðal vor, og
hefir reynt að æsa gegn þeim af oss, er við landamærin
búa, ina miskunnarlausu indversku villimenn, sem al-
kunnugt er að fylgja þeirri reglu í liernaði, að gjöra eng-
an mun á börnum né fullorðnum, konum né körlum, en
drepa alt niðr, liversu sem á stendr.
Við sérlivert stig þessara kúgunarverka höfum vér
beiðzt umbóta með mjúklátlegasta orðalagi; en hvert
sinn sem vér liöfum beðið á ný, hefir oss að eins svarað
verið með nýjum illræðisverkum. Konungr sá, er þannig
hefir lýst skaplyndi sínu með sérhverju því atferli, er
einkent getr harðstjóra, er óhæfr til að vera stjórnandi
frjálsrar þjóðar.
J>á heíir það eigi heldr skort, að vér höfum sýnt
vorum brezku bræðrum alla kurteislega nærgætni. Vér